Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Konur flókin fyrirbæri....

Ja það er verið að ýta á mig að skrifa oftar einhverjar pælingar.  En mér finnst ég ekki alveg sú besta í það en get játað að alltaf er verið að pæla fullt af hlutum.  Það síðasta sem ég ég hef kvalist af eins og margar konur er að gera hluti of flókna.  Það væri gaman að komast í kollinn á nokkrum karlmönnum og komast að því hvort þeir gera hluti svona flókna útaf engu.  Málið er það að við veltum okkur upp úr engu.  Tökum dæmi, ef maki okkar er ofsalega þögull einhvern daginn þá eru mjög margar sem hugsa fyrst af öllu.....hvað hef ég gert núna......eða hvað.  Þetta kemur alltof oft fyrir mig.  En ég held að þeir eru bara alsælir að hugsa um sín mál....þessvegna myndi mig langa að komast þarna inn í heilabúið til að sjá hvað fer um hausinn á þeim á þessari stundu og við þjáumst og engjumst.    Endilega komið með athugasemdir hvað ykkur finnst, hvort sem þið eruð sammála eða hafið lent í því sama haha. InLove

Ps.. Svo skammast ég mín því það kemur í ljós að það er allt í himnalagi, úpps Blush


Mikið að gera.....

Halló erum á lífi og höfum það fínt, það er bara svo mikið að gera undanfarið að það er ekki fyndið.  Ég reyndar nýt mín best þegar það er svoleiðis. haha. Er búin að vera á fullu að prófa tíma í leikfiminni og það tekur á.  Erum oft komin heim seint og síðar meir.  Er enn með harðsperrur síðan á laugardag en þá fór ég í fyrsta tímann í Body Pump og tók hann með trukki, svo fórum við að spila tennis á sunnudag, slá bolta á krakkana svo að þau æfi sig aðeins og svo sló Fulgen til mín nokkra, það var mjög gaman.

Gistum að heiman aftur um helgina og erum bara heima mestmegnis á kvöldin í miðri viku og ekkert mikið meira, blessað sundið og allir hlutirnir sem við erum að gera haha, stoppum ekki.  Ólafi Katli gengur svona rosalega vel að læra á píanóið, Fulgen er ekkert smá stoltur af honum og segir að hann eigi eftir að spila rosalega vel ef hann heldur áfram að hafa áhuga og við getum komið honum með góðu móti í góðan skóla....næsta haust eða eitthvað, þangað til mun Fulgen kenna honum.  Perla Líf hefur rosalega mikinn áhuga að byrja að læra líka að spila en erum ekkert að ráði byrjuð að kenna henni.

Á sunnudag fórum við á klassíska tónleika sem voru mjög flottir og þar var Fulgen gefin viðurkenning fyrir vel unnin störf fyrir hljómleikahúsið hér þar sem hann stillir alltaf píanóin.  Þetta var mjög gaman.  Börnin fengu að gista hjá vinum því á mánudaginn var ekki skóli.  Annað gengur bara sinn vanagang, er að byrja að fá hjartaáfallið að það eru að koma jól og ég ekki búin að framkalla myndir frekar en venjulega, keypti þó allavegana fyrstu jólakortin í dag. Sem betur fer á ég ekki mikið eftir í kringum jólagjafir, bara mínir nánustu hér og kannski foreldrarnir heima en aðrir eru nú þegar búnir að fá pakka frá okkur.  Verð að viðurkenna að verð ansi stressuð í kringum jólakortin en það er spurning um að fara drífa sig í þessu.

Jæja ætla að setja á annað blað smá pælingar haha.


Helgi að heiman.

Halló halló, hvað segist....hér bara allt gott.  Hér er bara rútínan alla daga, en þetta er næstum orðið flóknara með nýju leikfiminni, sérstaklega meðan maður þekkir ekki stundatöfluna.  Byrjaði semsagt á mánudagin á að fara í spinning, svo er búið að prófa gap sem er fyrir magavöðva,rass og fætur. Paloma er búin að fara með mér alltaf í leikfimina, prófuðum líka pilates sem er styrking fyrir innri magavöðva og beitingu, stöðu líkamans.  Á föstudag var leti í gangi, þurfti að sækja Miguel í píanó um kvöldið og áður voru krakkarnir í afmæli hjá tvíburunum sem byrjaði kl17 þannig að það var nóg að gera, svo hringdi Chiqui og bauð okkur í heimsókn þangað þar voru við alveg fram til kl 23 og gistum svo hjá Fulgen eftir það.  Í gær fór ég í leikfimi haha nýtt body combat, læra að berja þessi gerpi haha........en það var bara gaman.  Borðuðum öll saman og svo var Miguel að keppa í tennis, tapaði reyndar en þetta var ágætt.

Vorum að reyna okkur í heimasíðugerð um kvöldið og það endaði með að við kíktum ekki einu sinni á dvd sem var nú ætlunin. 

Ólafur Ketill var að keppa í skák í morgun og gekk svona svakalega vel, hann var áttundi af þeim 22 sem voru að keppa á hans aldri.  Ég er ekkert smá stolt af stráknum.....Svo er hann svo duglegur að spila að píanóið að Fulgen segir að hann verði fljótur að ná Miguel, þó að hann sé búin að vera læra miklu lengur en hann vantar áhugann. 

Á morgun er stefnan tekinn á spinning aftur og áfram með smjörið.  Svo er afmælisveisla á þriðjudaginn og þetta er bara nóg að gera.

knús til ykkar


Fín helgi.

Hér erum við bara í fínu yfirlæti eftir að það hætti loksins að rigna hehe. Veit ekki hvað ég er að kvarta en hvað um það.  Fórum út að borða .....fullorðna fólkið, ég, Þurý og Steinar á föstudag og svona mat sem ekki er hægt að fá á Íslandi....eitthvað öðruvísi.  Borðuðum yfir okkur og svo röltum við í bæinn og höfðum það gott heima um kvöldið með rauðvín og osta. nammi namm.  Síðasta búðarrápið var svo farið á laugardagsmorgunn og það bara konurnar o my...það er hættulegt, enda kom það í ljós....ansi margir fullir pokar haha.  Kvöddum okkar fínu gesti um kl 14 þá vorum við boðin að borða grill hjá vinum Fulgen og þau ætluðu bara að fara tía sig í áttina að Alicante. 

Aftur var borðað á sig gat og úff.  Gat ekki einu sinni borðað kvöldmat. Ólafur er nú byrjaður aðeins að læra á píanóið og gengur vel hehe.  Það verður gaman að vita. æi er ansi syfjuð og ætla að Óska henni Hrafnhildi systur minni til hamingju með stórafmælið!!! Knús frá spáni.

Vonandi hættið þið ekki að kvitta og kíkja á okkur þó að það sé komið lykilorð!!!

Knús og kossar


Þetta er ótrúlegt.....

Jæja kæru vinir,  nú væri gaman að vita hvort maður er bara að tala til vina.  Ástæðan fyrir því að ég læsti blogginu eru endalausar árásir á síður vina og vandamanna frá einhverjum sem ekki líkar við mig.  Ég ætlaði nú ekki að láta deigan síga og læsa síðunni, vegna einhvers vitleysings en nú er ég búin að fá nóg.  Árásirnar hafa verið mjög bífræfnar og mikið ráðist á börnin sem ég líð nú alls ekki.  Nú getur þessi persóna hugsað um að ráðast á einhvern annan, það er verst með netið að maður getur nú ekkert vitað hvort þessi manneskja er einhver sem maður þekkir en ég nenni ekki að spá í þessu.

Nú ætla ég bara að hugsa um ykkur vini mína og passa að láta þetta ekki eyðileggja þetta fyrir mér. 

Hér er loksins hætt að rigna virðist vera og á að vera sól á morgun, æi loksins segi ég nú bara.  Fór í leikfimi eftir alveg heila viku án þess að gera nokkuð, nú er ég þreytt og ætla að fara í sturtu, svo bara að leggjast í rúmið og horfa á imbann.

Knús til ykkar


Rigning og meiri rigning.

Þetta er búið að vera ótrúlegt hér er nú bara búið að vera skýjað og rigning í nærri viku, spánverjarnir eru himinlifandi að fá vatn en þetta er nú samt svolítið mikil breyting.  Það er nema rétt rúm vika sem við vorum að farast úr hita og það var rúmlega 30° en nú er hitinn ekki nema kannski 15-18°.  Hehe einmitt um það bil 20° sem hitastigið hefur dottið niður á nokkrum dögum.

Það er nú búið að vera nóg að gera svosem fyrir utan það venjulega, fengum kærkomna gesti á laugardaginn og eru þau búin að vera í rigningunni hérna.  Þetta eru Þurý og Steinar, við erum nú samt búin að hafa það mjög gott þrátt fyrir sólarleysið.  Þau eru allavegana búin að sjá Murciu eitthvað og í dag fóru þau til Almeríu til að skoða og hafa það notalegt á fínu fjögurra stjörnu spa hóteli.  Ætla nú að komast í samband við þau til að vita því það eru búin að vera flóð alls staðar hérna og það er best að vita að þau séu heil á höldnu.  Fékk alveg haug af fötum fyrir Perlu Líf á sunnudaginn og það var sko vel þegið, hún hefur stækkað svo mikið að það var allt bara að verða of lítið.  Ég fór nú í afmæli á laugardagskvöldið en það var bara farið út að borða og haft það notalegt, var reyndar með slatta hausverk svo að ég fór nú bara snemma heim. 

Já verð nú að monta mig að ég fór og keypti mér stígvél sem hún mamma mín ætlar að gefa mér í jólagjöf haha, ég veit það er rúmur mánuður þangað til.  En það er sjaldan sem ég verð svona hrifinn af einhverju, mér bara fannst ég verða að kaupa þau og er ekkert smá hamingjusöm með þau.  Notaði þau einmitt á laugardagskvöldið og þau voru ekkert smá þægileg.  Börnin hafa það bara frábært, varð reyndar að læsa síðunum þeirra en þeir sem okkur þekkja senda mér bara email til að fá aðgangsorðið, það er ótrúlegt hvað fólk á bágt og skemma fyrir öðrum en það er sama.

Vonum nú að það fari að sjást til sólar hehe. knús


Setningar á ensku sem er nokkuð til í.

I've learned....That life is like a roll of toilet paper. The closer it gets to the end, the faster it goes.

I've learned....That we should be glad God doesn't give us everything we ask for.

I've learned....That money doesn't buy class.

I've learned....That it's those small daily happenings that make life so spectacular.

I've learned...That under everyone's hard shell is someone who wants to be appreciated and loved.

I've learned....That the Lord didn't do it all in one day. What makes me think I can?

I've learned....That to ignore the facts does not change the facts.

I've learned....That when you plan to get even with someone, you are only letting that person continue to hurt you

I've learned...That love, not time, heals all wounds.

I've learned...That the easiest way for me to grow as a person is to surround myself with people smarter than I am.

I've learned....That everyone you meet deserves to be greeted with a smile.

I've learned...That no one is perfect until you fall in love with them.

I've learned....That life is tough, but I'm tougher.

I've learned...That opportunities are never lost; someone will take the ones you miss.

I've learned....That when you harbor bitterness, happiness will dock elsewhere.

I've learned...That I wish I could have told those I cared about that I love them one more time before they passed away.

I've learned....That one should keep his words both soft and tender, because
tomorrow he may have to eat them.

I've learned...That a smile is an inexpensive way to improve your looks.

I've learned....That I can't choose how I feel, but I can choose what I do about it

I've learned....That everyone wants to live on top of the mountain, but all the happiness, and growth happen while you're climbing it.

I've learned....That the less time I have to work, the more things I get done.

Fyrirgefið að þetta sé á ensku en nennti ekki að þýða þetta hehe Koss

 


Bíó, Halloween party og fleira

Hæ og hó, hvað segist.... hér allt frábært að frétta bara. Er svosem búið að vera nokkurn veginn sama rútínan en alltaf eitthvað.  Hér bilaði örbylgjuofnin fyrir 2 vikum síðan og ég dreif mig loksins um helgina að kaupa nýjan, þar sem ég var búin að kíkja á helstu verðin í stærstu og bestu búðunum duttum við niður á einn sem var ódýr og fínn.  Þetta var á laugardaginn ég keypti mér reyndar hlægilega ódýrar buxur og nokkra hálfsíðermaboli fyrir veturinn sem er nú reyndar bara ekkert að láta sjá sig hér á þessu landi.  Hér er hitinn búin að vera yfir 30° á hverjum degi í meira en viku en það fer kannski niður í 15-17°á nóttunni en þetta er ótrúlegt. 

Vorum boðin í mat til Jose og Chiqui eina ferðina enn og þar var boð vegna dýrðlingadags Lauru sem er haldið hér, er haldið næstum því meira en afmæli en þetta var fínt.  Perlu og Ólafi var svo boðið að sofa en á endanum fór Perla Líf með Lauru að sofa heima hjá ömmu hennar því restin fór í bíó.  Fullorðnafólkið, ég, Fulgen, Paloma og Chiqui fórum á nýju myndina Woody Allen Scoop og mér fannst hún frábær, en krakkarnir fóru að sjá spænska mynd sem fær mjög góða dóma.  Ólafur Ketill fór og gisti hjá Alvaro en ég hjá Fulgen æi það var notalegt eftir svona langan tíma.

Í gær var heljarinnar halloween party hjá Jose og þeim.  Krakkarnir voru öll klædd í búninga og um allt hverfið þarna því þetta er í hverfi aðeins fyrir utan og bara raðhús og svoleiðis og ekki miklar hættur á ferð.  Það sem þau söfnuðu af nammi, peningum og allskonar sem fólk gaf þeim.  Fullorðna liðið hafði það bara gott með bjór, sangríu og fullt af alls konar smáréttum.  Komum ekki heim fyrr en um miðnætti og þá beint að þrífa málninguna framan úr sér og fara að sofa.

knús


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband