Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Íslandsdvöl

Hæ, var að henda inn nýjum myndum.  Engin má móðgast þó að ég skrifi aðeins á spænsku því nú eru það vinirnir á spáni sem eru langt í burtu.  En þessar myndir eru úr fallegri íslenskri náttúru og það er bara gaman hjá okkur að hitta alla og Takk fyrir okkur alls staðar þar sem við höfum fengið frábærar viðtökur.  Þykir rosalega vænt um ykkur öll!!! Fyrir þetta er ég íslendingur.  Til hamingju með annað sætið svona í framhjáhlaupi við stóðum okkur frábærlega eða betra að segja Strákarnir OKKAR.

Knús á línuna, vonandi líka ykkur myndirnar


Lo conseguimos.

Esjansí fijaros en esta foto, allí en la derecha subimos hasta arriba del todo!!!  Somos increíbles pero fue muy divertido y un poco dificil.  Son 770 metros de altura y lo subimos en 2 horas.  Por la noche tuvieron que salvar a un hombre que se perdio por allí en una niebla tremenda ejjeje.  Esta montaña esta justo enfrente de Reykjavík la capital.  Perla y Oli lo subieron conmigo.

 

Drangey en el norteEsto es Drangey en el norte, precioso allí hay un baño caliente donde encontramos a turistas españoles ayer bañandose tambien o algunos de ellos....los valientes!!

Que vistas y naturalezaallí estamos dentro estaba muy caliente..sale de la tierra con 68º pero con el viento baja la temperatura y pusimos tambien agua fría porque sino no se podia estar.

Espero que disfruteis de las fotos en la carpeta de Myndaalbúm aqui a la izquierda.

Os echamos de menos a todos!!!!


Ofvirk.

Hæ allir, erum hér á klakanum og stoppum náttúrulega ekki.  Fórum í ferðalag með vinafólki í fellihýsi um helgina, semsagt Arnari, Áslaugu, Stefáni Orra og 2 sonum enn.  Ólafur Ketill var með mér en Perla Líf fór með pabba sínum.  Leið lá í Skorradalinn og þar voru nú svona vindhviður sem litu ekkert voðalega vel út, en fallegt er þarna.  Ég hélt að við myndum fjúka um nóttina og var nú bara ekkert alveg sama....en þetta fór allt vel en lítið svaf ég hehehe.  Fórum svo í þessa frábæru sundlaug í Borgarnesi og þar var miklu lygnara svo að fellihýsið var sótt og við tjölduðum því í bakgarði þar hehehe.  Alltaf gott að eiga góða að.  Þetta var alveg yndisleg helgi í náttúrunni og við þökkum Arnari og Áslaugu kærlega fyrir að leyfa okkur að koma með í útileguna.

Tvöföld skírn var svo á sunnudag, litlu frænkur okkar 2 voru skírðar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þetta var yndisleg athöfn og veislan á eftir ekki síðri.  Til hamingju með nöfnin Högna Sólveig og Ísold Birta.

Ekki var stoppað við það...Perla Líf kom heim og við rukum af stað í Ölfusborgir þar sem Þórey og Gísli voru með börnin sín í bústað og þau varð náttúrulega að heimsækja til að komast í pottinn og bara kjafta og slappa af.  Spiluðum spilið Ísland og svo horfðum við eins og sannir Íslendingar á handboltaleikinn á móti Egyptum sem var frekar slakur en....Jafn þó!!!

Ekki slepptum við því að fara í sundlaugina á Selfossi og veðrið lék við okkur þannig að vorum þar í næstum 3 klst svo á Veiðisafnið á Stokkseyri sem var mjög áhugavert en fyrst við vorum komin fórum við að borða Humar á Fjöruborðinu, vá hvað hann var góður!!! 

Pabbi leit bara nokkuð vel út og rosalega glaður að sjá okkur.  Súkkulaðimolinn klikkar ekki hjá honum.

 Ofvirk já það er ekki ofsögum sagt mín fékk þá hugmynd í þessu yndisfagra veðri í gær að klifra upp á Esjuna hún var svo fjarskafalleg hér úr breiðholtinu og auðvitað sit ég ekki við orðin tóm!!! 'Olafur Ketill var sko til í það en Perlu Líf leist svona og svona á hugmyndina.  En upp fórum við á tæpum 2 klst sem ég tel nú bara ansi gott eftir allt sældarlífið sem við erum búin að lifa hérna á Íslandi.  Enduðum svo frábæran dag á að fara í bíó og varð Mamma Mía fyrir valinu,  ekki mun ég sjá eftir því að hafa séð hana hún er frábær hreint út sagt.  Ég fer sko beint í dag að kaupa diskinn með lögunum til að hlusta á í bílnum.  Þetta var hamingjusprautan sem mig vantaði híhíhí.

Set fljótlega inn myndir af esjugöngunni og fleiru.  Knús þangað til næst.....myndi langa sjá fleiri kvitta  ;-)


Islandia.

Hola amigos,

ya lo sé, no he puesto ninguna foto.  No tengo tiempo, no estoy nunca aqui en casa y siempre de visita.  Estamos genial, hemos visto un montón de gente, amigos y familia.  El tiempo ha sido muy bueno...no mucho sol pero muy suave temperatura buena y no mucha lluvia y nada de viento.

Os echo de menos a todos.  Besos


Ísland gamla ísland.

Við njótum þess í botn að vera hérna litla fjölskyldan saman á Íslandi.  Þar að segja ég og litlu krílin mín 2.  Við erum búin að vera að heimsækja fjölskylduna sem er stödd á landinu eða nógu nálægt til að hægt sé að ná í rassinn á þeim og svo auðvitað allt vinafólkið sem er nú ekki lítið af.  Það að koma til Íslands er alltaf full vinna en ánægjuleg skal ég segja ykkur.  Okkur hefur nú gengið bara vel að komast í samband við þá nánustu og hitta en þó er enn nóg að fólki eftir, ég vona nú samt að við náum að hitta alla og helst í ró og næði ekki á hlaupum.  Veðrið er bara búið að vera mjög gott síðan ég kom þó að sólin sé nú ekki búin að vera mikið að láta sjá sig þá er búið að vera svo milt og yndislegt að ekki er hægt að kvarta. 

Söknuðurinn til mín yndiskæra föðurlands var orðin ansi mikill þannig að ég er svo himinlifandi að vera hérna og móttökurnar hjá öllum eru frábærar manni bara vöknar um augun.  Þetta mun sko ekki gerast aftur að það líði heil 2 ár á milli þess sem ég kem á klakann, það er ótrúlegt hvað maður er mikil föðurlandselskandi en ég er Íslendingur og mun alltaf vera þó að ég búi erlendis.

Það sem mér sakna ansi mikið og finnst svo yndislegt að upplifa er þegar litlu grísirnir fara bara sjálf 8 ára gömul í hóp til að fara í sund....vá mar ekki myndi nokkur maður á Spáni láta sér detta það til hugar að sleppa þeim lausum einum og sjálfum.  Ég fyllist stolti!!!!  Sakna þess líka, en það er víst ekki hægt að vera alls staðar, Spánn hefur fullt af góðum og slæmum kostum alveg eins og okkar ástkæra eyja Ísland.  

Elsku vinir verið dugleg að kvitta fyrir föðurlandsvinin.  KNÚS


Estoy viva!!!

Hola todos, ¿Como estais todos? uff ya os echo de menos de verdad, pienso en que estais haciendo..tomando cerveza por allí sin mi Frown.  Riendo como siempre y de buen rollo, espero.  Aunque os echo de menos estoy genial aqui, con la temperatura muy buena...el primer día 22º pero hoy bastante menos o sobre los 15º.  Estoy aqui en una casa de 300 m2 solita de momento ...pero mañana vendrán mis peques ....menos mal y estaremos aqui en este palacio.  Luego conduzco un 4x4 Mitsubishi Montero que se llama en España pero aqui lo llaman Pajero Sport jajajajaj, va muy bien el cabrón!!!  He estado con mi amiga Gudrun Anna y hoy estaba en casa de mi hermano y mañana toca el otro hermano y ver a mis niños, no puedo esperar más ya.  Muy pronto meteré fotos de Palma el viaje chulo que hicimos y tambien del cochecito y la casa que tengo aqui.  Divertiros mucho en las vacaciones y saludos para todos!!!  Os mantendre en día aqui y no estaria mal poner un comentario abajo.  Hay que poner nombre y email y luego confirmarlo en el email cuando llega allí o en el lateral izquierdo hay Gestabók y allí no hay que confirmar ni nada me parece es un libro de visitas.  Me gustaria si podeis que pongais algo así se quien esta aqui viendo las tonterias. jejej.

Besos del pais del norte


Komin á klakann!!

Halló fyrir þá sem ekki vita er ég nú loksins komin HEIM á hið fallega litla Ísland í norðri.  Vá hvað ég er í raun búin að sakna þess að koma ekki hér í 2 ár.  Þetta er yndislegt og að koma úr 40°sem voru í Murciu þegar ég fór,.....vá maður dýrðlegt hitastig hérna.  Held að ég sé að mestu búin að koma út nýja Gsm númerinu mínu ef ekki minnið á ykkur hérna inni og ég mun senda ykkur sms með númerinu mínu.  Langar náttúrulega eins og alltaf að reyna að hitta sem flesta og helst alla, en það er oft mjög erfitt í vinnslu.  Samt munum við reyna af öllum mætti. 

Áður en að ég kom til landsins fórum við 2 pör til Palma de Mallorka og það var æðisleg ferð eins og flestar hinar sem við erum búin að vera fara.  Við fórum Inma og Javier, Martin og ég. Fórum á fimmtudagskvöldi og vorum til mánudagsmorguns eldsnemma.  Frændi Inmu, Jose Antonio fór með okkur um alla eyju ásamt Lolu konu sinni, þau voru frábær og yndisleg.  Gerðu þessa ferð alveg eftirminnilega. Fórum til dæmis á litla strönd sem var steinaströnd en þar var foss og það var mjög sérstakt og frábær tilbreyting, mjög lítið af fólki og greinilegt að ferðamennirnir höfðu ekki hugmynd um þessa paradís.  En við nutum hennar í botn.  Það var ekkert farið út á lífið, en það var alveg þess virði en það fólk sem ekki hafði séð dómkirkjuna í Palma fékk ekkert að sjá hana því við vorum algjörlega í náttúruferð ekki borgarferð þó að hótelið okkar hafi verið í miðri borg heheheh.

Jæja loksins á morgun fæ ég að hitta litlu krúttin mín aftur það er að verða komin mánuður, vá maður það verður hamingja.  Núna fljótlega set ég inn myndir frá Mallorka og svo mun ég skrifa ansi mikið á spænsku meðan ég er hér á eyjunni svo að vinir mínir í Murciu verði ekki vitlausir úr öfund og fá ekkert að vita hvað ég er að bralla.

Knús á meðan GH


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband