Mikið að gera.....

Halló erum á lífi og höfum það fínt, það er bara svo mikið að gera undanfarið að það er ekki fyndið.  Ég reyndar nýt mín best þegar það er svoleiðis. haha. Er búin að vera á fullu að prófa tíma í leikfiminni og það tekur á.  Erum oft komin heim seint og síðar meir.  Er enn með harðsperrur síðan á laugardag en þá fór ég í fyrsta tímann í Body Pump og tók hann með trukki, svo fórum við að spila tennis á sunnudag, slá bolta á krakkana svo að þau æfi sig aðeins og svo sló Fulgen til mín nokkra, það var mjög gaman.

Gistum að heiman aftur um helgina og erum bara heima mestmegnis á kvöldin í miðri viku og ekkert mikið meira, blessað sundið og allir hlutirnir sem við erum að gera haha, stoppum ekki.  Ólafi Katli gengur svona rosalega vel að læra á píanóið, Fulgen er ekkert smá stoltur af honum og segir að hann eigi eftir að spila rosalega vel ef hann heldur áfram að hafa áhuga og við getum komið honum með góðu móti í góðan skóla....næsta haust eða eitthvað, þangað til mun Fulgen kenna honum.  Perla Líf hefur rosalega mikinn áhuga að byrja að læra líka að spila en erum ekkert að ráði byrjuð að kenna henni.

Á sunnudag fórum við á klassíska tónleika sem voru mjög flottir og þar var Fulgen gefin viðurkenning fyrir vel unnin störf fyrir hljómleikahúsið hér þar sem hann stillir alltaf píanóin.  Þetta var mjög gaman.  Börnin fengu að gista hjá vinum því á mánudaginn var ekki skóli.  Annað gengur bara sinn vanagang, er að byrja að fá hjartaáfallið að það eru að koma jól og ég ekki búin að framkalla myndir frekar en venjulega, keypti þó allavegana fyrstu jólakortin í dag. Sem betur fer á ég ekki mikið eftir í kringum jólagjafir, bara mínir nánustu hér og kannski foreldrarnir heima en aðrir eru nú þegar búnir að fá pakka frá okkur.  Verð að viðurkenna að verð ansi stressuð í kringum jólakortin en það er spurning um að fara drífa sig í þessu.

Jæja ætla að setja á annað blað smá pælingar haha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband