Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Helgin í faðmi fjölskyldunnar.

Föstudagurinn var bara fínn var að vinna bara stutt því ég þurfti að ná í pappíra og þar var lokað kl 14.15 þannig að ég slapp snemma. Fór heim og gaf okkur Þurý að borða spaghettí og pylsur að borða, svo fórum við labbandi heim til Fulgen með Perlu Líf með okkur.  Þar voru Paloma og Gaby og pössuðu þau Perlu Líf fyrir okkur á meðan við fórum í spinning, það var ekkert smá gaman.  Perla Líf fór svo að heimsækja Max vin sinn og Ólafur Ketill fór í tennis og var að leika við vini sína fram eftir kvöldi. Ég og Þurý notuðum tækifærið og skruppum einar í göngutúr niður í bæ, komum við á nýju safni og þar var allskonar dót frá Járnöld, bronsöld og fleira.  Fengum okkur sjávarrétti á stað niðri í bæ og þeir voru allt í lagi ekkert meira en það, maður er orðin svo góðu vanur að maður getur ekki borðað hvað sem er ....heheh.

Á laugardaginn fórum við að borða heim til Jose og Chiqui paellu með kjúlla ekkert smá gott.  Vorum þar til kl 17 og þá fóru krakkarnir í Cordillera og Ólafur Ketill fór heim að leika við tvíburana.  En við stelpurnar Chiqui, Þurý og ég fórum í Atalayas að skoða í búðir ehhe stelpurölt, eyddi nú ekki mikið af peningum hehe en þurfti að kaupa fermingargjöf, myndaalbúm og eitthvað svona.  Keypti nú einar svona stuttar gallabuxur og boli fyrir vorið.  Fórum svo á Pans að borða kvöldmat áður en við fórum út á flugvöll að sækja Önnu Láru og Reginn Frey.  Perla Líf gisti hjá Lauru og mér var sagt að Ólafur Ketill fékk að gista hjá tvíbbunum, þetta var bara fínt og maður var bara einn á báti.  Dúllan mín var í Sevilla.

Í gær bauð ég Þurý og Önnu Láru, Reginn Frey í mat og eldaði kjúlla með kartöflum í ofni. Röltum niður í bæ í ágætisveðri og fengum okkur kakó og svo heim aftur

Í dag fór ég í 2 skiptið í laser og hárin eru bara öll að verða farin jibbí, eitt skipti enn og búið í bili. Í dag er veðrið geðveikt og við förum í tennis á eftir.

knús 


Sólin......skýin, veðrið getur bara ekki ákveðið sig.

Já nú er sko veðrið á uppleið en samt er það nú skrýtið.  Á mánudag og þriðjudag var þetta glimrandi veður og fór hitinn alveg upp í 26° og maður komin í vorfílingin (því hér kemur sko ekki sumar fyrr en 21. júní) . Alveg rétt GLEÐILEGT SUMAR íslendingar, nær og fjær!!!  En svo kom dagurinn í gær og þá var bara skýjað aftur og smá dropar og læti og hitinn datt niður í 18°ekkert smá fúlt, við Þurý kíktum á veðurspána því okkur langaði á ströndina á sunnudag og þá var bara spáð rigningu út vikuna alla vegana sumsstaðar.  En með bjartsýninni þá var þetta glimrandi veður í dag og svona skal það vera!!!

Nú er búið að kaupa þessi fínu gleraugu fyrir Ólaf Ketil og hann er bara mjög sætur með þau.  Er búin að taka myndir af honum þá er nú að sjá til hvort ég hef mig í að setja þær inn hehe.  

Ég fór sko í padel í dag og ákvað að ég myndi ekki í spinning áður því það tekur alla orkuna frá padelinu.  Og ég tók sko eftir því í dag að það var alveg hárrétt, ég var í svaka fíling og þar sem bara 2 mættu úr hópnum á eftir okkur þá lékum ég og Eduardo aðra klst í viðbót.  Við reyndar grúttöpuðum en þetta var mjög gaman.  Nú læt ég mér segjast og reyni að fara í spinning hina dagana, því maður verður ekkert betri ef maður er dauðþreyttur þegar maður fer að spila.  

Sem betur fer skila ég vsk uppgjörinu á morgun en það er líka síðasti dagurinn, úfff hef aldrei verið svona sein með þetta.  Það var vesen á forritinu, svo var náttúrulega skipti á fyrirtæki og alls kyns vesen en þetta hafðist og það með stæl......YES.

Hér er ég í svaka stuði, heyri vonandi í ykkur..... 


Léttir....

Jæja held að það sé best að fara að snúa sér að einhverju öðru en þessu leiðindarmáli sem er búið að vera að standa í.  Reyndar held ég að ég sé nokkurn veginn búin að taka ákvörðun, ætla að salta kæruna í bili......en ef eitthvað vesen verður kæri ég alla sem að þessu máli komu.  En mér sýnist að þetta sé búið og léttirinn er mikill.  Þetta er búið að vera MJÖG erfitt.  Held að það skilji það allir sem eiga börn að úff þetta er spark langt fyrir neðan mitti og við viljum vernda börnin okkar og gerum næstum hvað sem er til þess.

Ja fjölskyldan er loksins flutt heim eftir næstum 3 vikur að heiman eða á hinu heimilinu.  En það er búið að ganga frábærlega hjá okkur Fulgen og í raun sambúðin á milli krakkana líka sem er frábært.  Það er búið að leika mikið í billjard maður er bara orðin góður hehe, farin að vinna Fulgen inn á milli.  Reyndar var þetta erfitt frí vegna rigninga, krakkarnir voru orðin ansi leið og sem betur fer er skólinn byrjaður aftur og sund og tennis.  Ég fór með Ólaf Ketil, Perlu Líf og Miguel í gleraugnabúð um daginn að mæla sjónina í liðinu, það kom í ljós að Ólafur Ketill þarf gleraugu en við förum til augnlæknis núna í vikunni, Perla Líf er enn með góða sjón en Miguel hefur versnaði ansi mikið líka.

Núna fer að koma að fermingunum og ég sé fram á að þetta séu allavegana 7-9 gjafir úff þetta er ótrúlegt.  En þetta verður fjör og mikið borðað ehhe.  

Var rosa dugleg og fór í spinning í dag og var ekki búin að fara í 2 vikur og svo var Padel það var gaman þó að maður sé farin að ryðga ekki búin að fara í næstum mánuð vegna rigninga og fría, en jibbý nú er maður byrjaður aftur.  Sólin er líka komin aftur og vorið loksins, er búin að vera taka til í fötum krakkana í dag, taka fram sumarfötin og aðeins að græja hehe.  En það er sko allt á uppleið. 

Knús í klessu 

 


Kæra til Lögreglunnar eða.....

Já það sem mér liggur mest á hjarta eru þessar blessuðu árásir sem voru gerðar af æskuvinkonu sem átti að heita.  Já trúið því eða ekki, það er á hreinu að maður þarf sko ekki óvini ef að maður á svona frábæra vini!!!

  Nú er ég bara að velta fyrir mér og mig langar í ykkar skoðanir, manneskja sem er búin að níðast á þér og þínum í rúmlega eitt og hálft ár reglulega ja svona um það bil 1-2 árásir á 2 mánaða fresti, þá er ég að tala um að meðaltali.  Með viðbjóðslegu orðbragði og svívirðingum á maður að kæra til lögreglunnar??  Ég er að tala um ....afsakið orðbragðið.....að setja inn á bloggsíður barna 10 og 6 ára hluti eins og þú ert fitubolla og mamma þín ríður öllum eða ....engin vill feita píku þú þarft að fara í megrun.  Það ræðst engin á saklaus börn með svona ógeði, þau eru algjörlega varnarlaus!!!  Stóra spurningin er á að kæra hana????  NOTA BENE þessi manneskja á barn, myndi hún vilja að það væri ráðist svona á son hennar????? Mig langar að vita hvað fólki finnst, því ég er í svo miklu sjokki að ég bara á ekki til orð.  Jæja þetta gengur yfir eins og allt annað og einum vini/óvini færri á lífið vonandi eftir að líta bjartari daga hér eftir.

Ósk um viðbrögð, ein í efa.


Í SJOKKI.......Hverjir eru vinir manns og hverjir ekki!!!!

Já lífið er undarlegt, vægast sagt.  Hvernig getur maður að vinir manns séu þeir sem þeir segjast vera??? Hvort sem þú þekkir þá langan tíma eða mjög stuttan?? Því miður er það svo að vinir snúa við þér bakinu án þess að þú vitir einu sinni hvers vegna og þeir stinga þig í bakið.  Sumir myndu gera það á ljúfan góðan hátt en aðrir ráðast á þig og þína með svívirðingum og ógeði, meira að segja á börnin þín.  Hvaða manneskja getur ráðist á börn með viðbjóðslegu orðbragði og svívirðingu?  Mér er það óskiljanlegt.  Því miður hef ég og sumir minna kærustu orðið fyrir þessu, þá er ég að tala um börnin mín og fleiri, nú hef ég fengið staðfest með þessari frábæru tækni IP  tölu um hver hefur verið að ráðast á okkar einkalíf.  Ég vona að þessi manneskja komi betur fram við barnið sitt en hún hefur komið fram við mín,þau eru SAKLAUS!! Hvort sem ég hefði gert eitthvað eða ekki þau eiga enga sök, þú hlýtur að eiga mjög bágt, ég kenni í brjósti um þig.  Trausti mínu hefur verið brugðist og ég get ekki annað sagt en ég er sorgmædd, mér líður betur á að hafa fengið staðfestingu á þessu en samt er þetta svo ömurlegt að það er ekki hægt að lýsa því.  Ég vona að með þessari staðfestingu fáum við að lifa okkar lífum í friði.  Þeir sem eru raunverulegir vinir gera ekki svona og ég vona að þið séuð þarna enn.  Við erum langt í burtu en við hugsum alltaf til ykkar og hlakkar til að sjá ykkur á Íslandi eða hér hjá okkur á Spáni.

Rigning og aftur rigning....

Vá mar, þetta fer að vera verra en páskarnir fyrir 3 árum að okkur rigndi niður vinunum,....úff.  Enn einn rigningardagurinn í dag og á að rigna meira í vikunni.  Ég var reyndar að vona að ekki myndi rigna á morgun því hér er mikill hátíðardagur, hann heitir Bando de la huerta og mun það skilgreinast sem hátíð sveitarinnar eða eitthvað svoleiðis, auðvitað er þetta eldgamall siður og því klæðast hér allir í sveitahátíðarbúning og fara niður í bæ (ef veður leyfir!!!). Venjulega þarf nú ekki að fella þetta niður en það gæti nú farið svo þetta árið, en fúlt ég sem er búin að fá lánaðan kvenbúningin en það er mynd af okkur í karlabúningnum síðan í fyrra hérna á síðunni.  Ja ég verð víst bara að sætta mig við það ef svo verður.

Ég vil nota tækifærið og óska honum Júlíusi Fannari til hamingju með fermingardaginn þann 1. apríl og auðvitað Guðrúnu Önnu með soninn.  Sendum okkar bestu kveðjur til þeirra til Keflavíkur þar sem okkur var boðið til veislu í dag.

Þurý og Steinar ætla að bjóða okkur Fulgen út að borða í kvöld og verður það bara notalegt, svo frí á morgun aftur jibbý.

Knús og kossar


Páskafrí.

Jæja það er orðið svolítið síðan ég skrifaði síðast, æi einhvern veginn bara lítill vindur í mér undanfarið.  Páskarnir hérna eru sami kuldinn, rigningin og óþverrin þegar vinafólk mitt fyrir 3 árum kíkti í heimsókn.  Í svona veðri er lítið hægt að gera hérna á Spáni. 

Ég var náttúrulega í hálfgerðum vandræðum með krakkana í síðustu viku því ég þarf náttúrulega að vinna en þau eru í fríi.  Paloma og Miguel fóru með mömmu sinni til Madridar og þá er engin barnapía.  Við byrjuðum þó á því að fara til læknis þar sem búið var að fara í ofnæmispróf með Perlu Líf og sem betur fer er hún ekki með ofnæmi fyrir neinu, allavegana sem er í prófinu.  Svo fór Ólafur Ketill heim til okkar að leika við tvíburana vini sína en þar sem Fulgen var heima að vinna þá gat Perla Líf verið með honum.  Um kvöldið fóru báðir krakkarnir með Chiqui og sváfu þar, þannig hefur vikan liðið sem betur fer á ég góða að hérna sem hafa reddað okkur.  Erum núna um hátíðarnar heima hjá Fulgen og fer bara vel um okkur, hann er nýbúin að kaupa 50" sjónvarp og svo var það billjardborðið sem við drösluðum upp á háaloft í dag þar sem verður spilað.

Knús héðan úr rigningunni,


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband