Rigning og meiri rigning.

Þetta er búið að vera ótrúlegt hér er nú bara búið að vera skýjað og rigning í nærri viku, spánverjarnir eru himinlifandi að fá vatn en þetta er nú samt svolítið mikil breyting.  Það er nema rétt rúm vika sem við vorum að farast úr hita og það var rúmlega 30° en nú er hitinn ekki nema kannski 15-18°.  Hehe einmitt um það bil 20° sem hitastigið hefur dottið niður á nokkrum dögum.

Það er nú búið að vera nóg að gera svosem fyrir utan það venjulega, fengum kærkomna gesti á laugardaginn og eru þau búin að vera í rigningunni hérna.  Þetta eru Þurý og Steinar, við erum nú samt búin að hafa það mjög gott þrátt fyrir sólarleysið.  Þau eru allavegana búin að sjá Murciu eitthvað og í dag fóru þau til Almeríu til að skoða og hafa það notalegt á fínu fjögurra stjörnu spa hóteli.  Ætla nú að komast í samband við þau til að vita því það eru búin að vera flóð alls staðar hérna og það er best að vita að þau séu heil á höldnu.  Fékk alveg haug af fötum fyrir Perlu Líf á sunnudaginn og það var sko vel þegið, hún hefur stækkað svo mikið að það var allt bara að verða of lítið.  Ég fór nú í afmæli á laugardagskvöldið en það var bara farið út að borða og haft það notalegt, var reyndar með slatta hausverk svo að ég fór nú bara snemma heim. 

Já verð nú að monta mig að ég fór og keypti mér stígvél sem hún mamma mín ætlar að gefa mér í jólagjöf haha, ég veit það er rúmur mánuður þangað til.  En það er sjaldan sem ég verð svona hrifinn af einhverju, mér bara fannst ég verða að kaupa þau og er ekkert smá hamingjusöm með þau.  Notaði þau einmitt á laugardagskvöldið og þau voru ekkert smá þægileg.  Börnin hafa það bara frábært, varð reyndar að læsa síðunum þeirra en þeir sem okkur þekkja senda mér bara email til að fá aðgangsorðið, það er ótrúlegt hvað fólk á bágt og skemma fyrir öðrum en það er sama.

Vonum nú að það fari að sjást til sólar hehe. knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Til hamingju með klossana, það er segin saga að þegar maður sér eitthvað sem heillar mann þá erum að gera að kaupa það strax. Þó það sé svona langt til jóla, það er svo sjaldan sem eitthvað hrífur mann upp úr skónum, hehe.Já það  er furðulegt hvað fólk getur lagst lágt, að það þurfi að loka skólabloggi barnanna vegna skítkasts úr launsátri er sorglegra en tárum taki.Svona hegðun er ógeðsleg.!!!Flott að heyra að Þurý og Steinar voru svona ánægð með Spán og heimsóknina til ykkar, og þau eru væntanleg aftur,frábært. Vona bara að það hætti að rigna á ykkur og sjáist eitthvað til sólar, bara að hitinn sé mátulegur. Bið að heilsa öllum, kveðja, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.11.2006 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband