Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Allt er gott sem endar vel!!!!

Hrakfallabálkurinn ég lenti í ævintýri heldur óskemmtilegu fyrir viku síðan.  Það festist kjúklingabein í hálsinum á mér í hádegismatnum.  Ég var úti í sveit með vinafólki og þau vissu ekki hvaðan stóð á sig veðrið þegar ég stóð upp hóstandi og ælandi að reyna að ná beininu upp.  En allt kom fyrir ekki, hringt var í 112 en þar var okkur sagt þar sem ég andaði og það var í góðu, ætti að bruna með mig á næsta spítala.  Þar var sko beðið, röntgen svo beðið eftir háls-nef og eyrnalækni og endalaus bið en með speglun var beininu svo náð upp rúmum 2klst síðar, þvílík kvöl!!!  En þá var það sko ekki búið okkur var sagt að koma 2 tímum seinna til að vita hvort að það hefði komið sár.  Við drifum okkur að koma krökkunum fyrir og að koma fólkinu heim úr sveitinni, ég mátti hvorki borða né drekka.  Síðan þegar þeir stungu slöngunni niður aftur kom í ljós þessi ljóti skurður á vélindanu!!  Viti menn ég að eyða nóttinni á bráðavaktinni á spítalanum, mér var bannað að drekka né borða þannig það þurfti að setja vökva í æð og þar þurfti ég að dúsa alla nóttina.  Mín kæra vinkona Inma tók börnin með sér heim og þannig endaði það.  Þetta var mikil lífsraun en hér er ég og allt í góðu orðið nú, er reyndar búin að vera á fljótandi fæði í heila viku en er byrjuð að prófa að borða og það virðist vera í lagi.  Varið ykkur á beinunum þau eru hættuleg!!!

En deginum á undan höfðum við farið að heimsækja Þurý og Steinar til Torrevieja og það var frábært, borðuðum kvöldmat með þeim og svo spiluðum við aðeins en Steinar vinnur alltaf svo að það fór eins og það fór hehehehehe.  Takk fyrir okkur. 

Vikan er búin að vera tíðindalítil fyrir utan mikið hungur hahhaahha, kemur sér vel fyrir sumarið, bikinilínuna.  Reyndar keppti ég í padel á þriðjudeginum, gat nú ekki sleppt því hehehe en tapaði 6-0, 6-1, en við fengum fullt af gjöfum þannig að þetta var bara glæsilegt.  Svo sást sjaldséður fiskur hér í Murciu sem heitir Nabila ehhhee, það var frábært að fá hana hún gisti hjá okkur og svo keyrðum við hana aftur til Cehegin.   Börnin eru búin að vera með listaviku í skólanum og eru að læra allt um Van Gogh, Picasso og fullt af öðrum málurum sem ég þekkti varla einu sinni, mér finnst það frábært.

Um þessi helgi var svo önnur keppni í Padel og ég keppti með Martin, töpuðum fyrri leiknum 6-0, 6-0 en seinni leikurinn var langur og spennandi og við unnum á endanum.  Svo var boðið upp á paellu...(ég borðaði bara grjónin, engin bein takk).  Og allt rann í bjór....við skemmtum okkur mjög vel.  Svo vorum við boðin í barnaafmæli, bekkjarsystir Ólafs Ketils þannig að laugardagurinn flaug frá okkur í frábæru veðri.  Í gær fóru börnin í 3falda fermingu en ég dreif mig sko beint á ströndina með Belen og dóttir henna í Alicante það var bara yndislegt, tókum bara heilmikin lit!!!  Fer að setja inn fleiri myndir fljótlega.

Farið vel með ykkur og knús héðan.


Padel ...og helgin.

Jæja þetta líður nú á þvílíkum ofsahraða að það er ekki venjulegt.  En ég er búin að skrá mig ásamt vinkonu minni sem æfir með mér padel á mót í næstu viku úff hahahha.  Við eigum líklega eftir að tapa stórt en mestu skiptir að taka þátt er það ekki....heheheh eða það vona ég.  Við spiluðum um síðustu helgi til að æfa okkur og það var mjög gaman töpuðum fyrir köllunum en...skemmtum okkur.  Svo komu íslendingarnir frá Sauðó í heimsókn til okkar, það var æði að fá þau.  Ég kom reyndar seint eða bara um 14,30 og allir orðnir glorhungraðir.  Það var rölt yfir á el Patio sem er góður veitingastaður hér í nánd en þar var allt pakk og ekkert að losna.  Nú þá í hina áttína á stað sem heitir Sokkurinn(El Calcetin) og þar var líka 15mín bið.....svo það var ekkert annað að gera en að fara í Zig Zag sem er staður þar sem er fullt af skyndibita og skemmtistöðum....Tyrkneskur varð fyrir valinu og sem betur fer fengum við borð þar.  Ég bauð fólkinu að fara með þau í bæinn að sýna þeim miðbæinn í Murciu en þau völdu verslunarmiðstöðvarnar....ég var svolítið hissa til að segja eins og er .....hélt að þau væru sko búin að fá nóg af þeim og búðum...mörkuðum og öllu þessu.  En það var fín ferð í Nueva Condomina með þeim.

Það var búið að bjóða mér á rall um kvöldið þannig að ég var í spreng að gera rækjusalat og túnfisksalat sem ég átti að koma með..til að þau fengju að smakka eitthvað íslenskt í partýinu. Og að reyna að vera kurteis við fólkið mitt í leiðinni og vona að þau hafi samt sem áður haft það ágætt hér í Murciu hjá okkur.  Partýið var bara frábært!!!  Það var afmælisdrengur og honum var komið á óvart með pakka sem kona hafði farið ofaní...það var allavegana mikið hlegið, spjallað og dansað.

Á sunnudag var David strákurinn hennar vinkonu minnar fermdur og ég var nú bara ótrúlega vel upplögð fyrir það....svolítið þreytt en þetta hafðist sko vel.  Fengum rosalega góðan mat á stað sem heitir Hispano og þar borðaði ég á mig gat....nú verð ég að fara að minnka þetta át!!!

Svo er vikan búin að vera fín...á fullu í pappírsmálunum mínum fyrir nafnskírteinin krakkana en það er sko búið að vera skrautlegt.  Svo snéri ég mig aðeins í padel á þriðjudaginn en það var mest þann dag en nú er þetta allt í áttina. Gat spilað í dag og bara þokkalega vel.  Á morgun ætlum við að spila og laugardag....veit ekki með sunnudag en við þurfum að æfa okkur fyrir mótið á mánudaginn.  En við ætlum að kíkja á Þurý og Steinar um helgina...og þetta verður fínt.  Knús á línuna. 


Helgin flaug!!

Já vikan var frekar fljót að líða reyndar er enn slatti að gera í vinnunni því við erum enn eftir á síðan við vorum með talninguna.  Úff sem betur fer sér fyrir endann á þessu eftir að við skilum VSK núna þá held ég að við förum loksins að komast á rétt ról.  Sem betur fer ég hef ekki séð í borðið mitt núna síðan fyrir áramót.  En semsagt í næstu viku þarf ég að skila skattinum af mér eða fyrir 20. apríl þannig að þetta er að verða búið,....en það er sko ekki þar með sagt að það sé ekki vinna, nei bara að maður heldur í það daglega og er nokkuð rólegri en undanfarið, getur farið að hringja í skuldarana sem hefur sko ekki verið neinn tími til.

 Það gleymdist alveg litla prinsessan sem bættist við í þessa fjölskyldu þann 16.mars það er búið að nefna litla krílið Katrínu Björt.  Til hamingju sæta fjölskylda í Danmörku og auðvitað afinn og amman í Hafnarfirði þar sem hún var nú líka nefnd í höfðuðið á þeirri ömmu. Stórt knús.

Á laugardaginn var ég eins og óð hæna í tiltektum, mér fannst eins og ég hefði ekki gert neitt á heimilinu fyrir ferðalögum í ár og daga.  Þannig að það var sko allt tekið í gegn, gluggar að utan og innan, ryksugað, skúrað og þvegið, næstum dauð eftir daginn en það var þörf á.  Ólafur Ketill var svo elskulegur að hann ryksugaði sem betur fer meirihlutann af íbúðinni annars hefði ég nú aldrei komist yfir þetta.  Fór svo ógeð seint að sofa en samt ekki mikið syfjuð.

Á sunnudaginn þrátt fyrir að seint hefði verið farið að sofa vöknuðum við öll rúmlega 9, fengum okkur morgunmat og drifum okkur fljótlega á ströndina til Berglindar, Juanma og stelpnanna.  Það var bara truflað að fara fyrsta daginn á þessu vori á ströndina, börnin þurftu náttúrulega að vaða sjóinn þangað til að þau bleyttu sig eða alveg upp að nára, brrrrr kalt.  Þaðan var rokið til Capo Roig að hitta Lillu, Kalla, Jón, Rakel og Kristínu Báru sem voru svo elskuleg að koma með afmælispakka til okkar og auðvitað páskaeggin!!!! Vorum með þeim fram eftir og það var rosa gaman að sjá þau og eyða þessu litla tíma með þeim, vonum svo innilega að þau geti gefið sér tíma að renna til okkar líka í heimsókn til Murcia.  Vorum komin til Murcia um kl 19 hittum þá vinafólk í garði nálægt sem voru með picnic.....eins og ég segi það er sko farið að VORA ehehhe yndislegt.  Tölvunördin ég aðstoðaði svo Belen vinkonu að setja upp forrit í tölvunni því hún var að fá internet.  En mín var sko alveg búin eftir daginn.  Nú byrjar bara ný vika og hún verður örugglega jafnfljót að líða.  Knús, væri gaman að fá smá komment, því nóg af fólki kemur og kíkir við....þarf ekki að vera langt bara kvitt.  Bæti við myndum frá líðandi helgi. Hafið þið það gott.


Oasis Tropical, Almeria og Alicante.

Jább skruppum á 4stjörnu hótel sem heitir Oasis Tropical, það var bara góður matur, hlaðborð í morgunmat, hádegismat og kvöldmat.  Síðan var spa sem kostaði bara 5€ og var það leigan á handklæði, sundhettu og baðskóm....úff þar var sko allt prófað fyrst áttiru að fara í þurrsauna svo í tyrkneskt sauna, svo kom sturtunudd og svo venjulegt sauna, alltaf þurfti að fara í volga sturtu á milli svo að þetta virkaði rétt.  Á eftir voru svo ávaxtapottur, kaldur pottur, pottur með steinum í botninum til að labba á og svo afslöppunin heitur pottur með nuddi og svo afslöppunarherbergi.  Þetta var svo yndislegt, ég hafði aldrei prófað neitt svona þannig að ég fór sko báða dagana og held að ég hafi hreinsað húðina bara ansi vel. Krakkarnir komu með mér á sunnudeginum en þau máttu ekki fara í neitt nema pottana, en fannst þetta samt frábært.  Við gerðum held ég lítið annað en að borða en jú....fórum á stað sem heitir vestrinn í Almeríu, þar hefur verið reistur svona gamaldags kúrekabær þar sem hafa verið myndaðar 5-6 kvikmyndir, sú síðasta Lukku Láki.  Þetta var mjög skemmtilegt að sjá og svo voru sýningar með kúrekum og þeir voru með byssur, hesta og fullt af látum hehehe, krakkarnir skemmtu sér konunglega.  Fengum óvænta sýningu þar sem kom lítill snákur inn á lóðina hjá veitingastaðnum og þar sem honum var ógnað reyndi hann að bíta frá sér og þá kom í ljós að hann var eitraður, þau náðu að drepa hann á endanum með kústskafti ehehhe.  Við spókuðum okkur um ströndina, týndum steina og nutum þess að vera saman.  Fyrsta kvöldið var galdramaður og tók hann Ólaf Ketill upp á svið og hvað haldið þið.....mamman var ekki með videomyndavélina né venjulega myndavél í för....hræðilegt.  Frábær ferð...svolítið stutt en mjög gaman.

Á sunnudeginum brunuðum við heim en stoppuðum stutt....fórum næstum beint til Alicante þar sem okkur var boðið að gista og svo bara að slæpast.  Við tókum Playstation 2 með og fullt af singstar og hlógum mikið og sungum mikið hehehhe. Ruben og Helena höfðu aldrei prófað þetta en fannst mjög gaman.  Slæptumst um Alicante á mánudag og svo loksins seinnipartinn heim!  Ég var farin að sjá í hillingum heimilið mitt, jább trúið því komið nóg af ferðalögum í bili en ekki lengi hahahhaha. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband