Loksins komið páskafrí!!

Heyr heyr, vá alveg dagar frí í röð þetta er æðislegt.  Ólafur Ketill og Perla Líf fengu einkunnirnar sínar bæði á föstudag og fengu þau ágætiseinkunn í öllu sem er besta einkunnin.  Reyndar segi ég ekki alveg satt frá því Perla fékk í annað skiptið í röð gott í íþróttum...en hvers vegna?? Spurði ég mig. Vegna þess að hún var alltaf að gleyma leikfimistöskunni...hugsið ykkur, ógeð fúlt.  Nú verður hún yfirheyrð á hverjum degi hvort hún sé með töskuna.  

Í einkununum hans Ólafs var aðeins minnst á unglingahegðun sem væri hreint óþolandi og það væri nú betra að hann reyndi að bæta það áður en hann fer í Menntó. Þetta er nú allt í áttina og hann hefur verið þolanlegur hérna heima að mestu.

Veðrið er að mestu farið að skána hér þó að það hafi gengið á frekar miklum rigningum inn á milli, svo er þetta blessaða tímabil komið að þú veist ekki hvernig þú átt að klæða þig á morgnanna því að það eru um  10° en fer alveg í 25° yfir miðjan daginn.

Enskukennslan gengur eins og í sögu og bjargar mér alveg á krepputímabilinu hehe, það er nú gott að þeir kunni ekki ensku þessir spánverjar hahaha.  

Nú ætlum við að skreppa á ströndina á morgun og vera í 2 nætur, halda afmælið hans Martin á laugardaginn, sem hann veit ekkert um.  Hann heldur örugglega að við munum ekki eftir því. Þetta tímabil er samt eitt af mitt uppáhaldstímabilum því það verður ekki of heitt og inni er orðið hlýrra ekki skítakuldi þannig að maður þurfi að sitja með teppi í ullarsokkunum.

Það er allt í brjálaðri skipulagningu fyrir Íslandsferð með þessa vitleysinga í sumar, planið er að koma um miðjan ágúst ef ekkert breytist verðum við í bústað í miðhúsaskógi og vonandi verður veðrið skaplegt. Planið er að fara í Landmannalaugar, þingvelli, laugarvatn, gullfoss og geysi og bara þessa helstu staði.  Ég er farin að hlakka svo til....ps vill einhver lána/leigja okkur jeppann sinn í 10 daga??? 

Knús á línuna,

 Guðrún Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska Guðrún mín! Vona að þið hafið það gott á ströndinni um helgina. Hér verður bara unnið alla helgina, ekkert of spennandi það. Það væri sko æði að koma og kíkja á ykkur í nokkra daga núna. Annars er vorið aðeins að byrja að kíkja með nefið hingað. Kossar og knús til ykkar allra.

Þórey (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðilega páska.!!!!! Þó seint sé.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.4.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband