Helgi að heiman.

Halló halló, hvað segist....hér bara allt gott.  Hér er bara rútínan alla daga, en þetta er næstum orðið flóknara með nýju leikfiminni, sérstaklega meðan maður þekkir ekki stundatöfluna.  Byrjaði semsagt á mánudagin á að fara í spinning, svo er búið að prófa gap sem er fyrir magavöðva,rass og fætur. Paloma er búin að fara með mér alltaf í leikfimina, prófuðum líka pilates sem er styrking fyrir innri magavöðva og beitingu, stöðu líkamans.  Á föstudag var leti í gangi, þurfti að sækja Miguel í píanó um kvöldið og áður voru krakkarnir í afmæli hjá tvíburunum sem byrjaði kl17 þannig að það var nóg að gera, svo hringdi Chiqui og bauð okkur í heimsókn þangað þar voru við alveg fram til kl 23 og gistum svo hjá Fulgen eftir það.  Í gær fór ég í leikfimi haha nýtt body combat, læra að berja þessi gerpi haha........en það var bara gaman.  Borðuðum öll saman og svo var Miguel að keppa í tennis, tapaði reyndar en þetta var ágætt.

Vorum að reyna okkur í heimasíðugerð um kvöldið og það endaði með að við kíktum ekki einu sinni á dvd sem var nú ætlunin. 

Ólafur Ketill var að keppa í skák í morgun og gekk svona svakalega vel, hann var áttundi af þeim 22 sem voru að keppa á hans aldri.  Ég er ekkert smá stolt af stráknum.....Svo er hann svo duglegur að spila að píanóið að Fulgen segir að hann verði fljótur að ná Miguel, þó að hann sé búin að vera læra miklu lengur en hann vantar áhugann. 

Á morgun er stefnan tekinn á spinning aftur og áfram með smjörið.  Svo er afmælisveisla á þriðjudaginn og þetta er bara nóg að gera.

knús til ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ, ætlaði bara að kasta á ykkur kveðju. Þú stendur þér vel í líkamsræktinni, keep up the good work. Hvernig ertu í mataræðinu, ertu kanski enn að borða þessar minimuffins í morgunmat hehe.

Dabba

Dabba (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 12:05

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábær frammistaða í leikfiminni, ekki veitir af stundum,hemm. Til að ná fínum árangri þarf víst að gera eitthvað í mataræðinu. Ég er ekki að gera neitt í þessum málum, en ætla samt að reyna eitthvað, bráðum. Gott að heyra að Ólafi gengur svona vel með píanóið þeir og /þær sem kunna á hljóðfæri eru allir vegir færir nú til dags og það hefur víst alltaf verið þannig. Það er nefnilega flott. Gott mál að hafa nóg....passlega....fyrir stafni. Allt sem sagt í fínum farvegi!!!! Bið að heilsa öllum, og auðvitað Ólafi og Perlu. Já og til hamingju Ólafur með skákina, ég held ég verði að læra mannganginn, það er víst byrjunin á öllu. Kveðjur, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.11.2006 kl. 14:19

3 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

ha mataræði hvað er það.....ja þetta með mataræðið er svona upp og niður...æi nenni heldur ekki að verða einhver nunna í þessu.  Ég vil lifa lífinu og njóta þess að borða góðan mat en samt halda mér í formi og reyna að halda línunum.....og reyna að njóta hreyfingarinnar ekki einhver píning.  Þetta kemur allt. knús

Guðrún Helga Gísladóttir, 20.11.2006 kl. 21:24

4 Smámynd: katrin sigmarsdóttir

Hæ Guðrún mín mikið er gott að heyra hvað ykkur gengur vel .    það er allt í gúddí að frétta frá svöluás það er nóg  að gera hjá bellu og gilla sérstaklega bellu því hún er að útskrifast .hún  og vinkonur hennar voru að gefa út útskriftablaðið að það tók sko  tíma og auðvita var lilli brósi gilli fengin til að sétja það upp áður en það fór í prentun. ég er rosa ánæð með hvað þú ert   dugleg í ræktinni ég dáist að þér........ þú þarf ekkert að spá mikið í mat ef þú er dugleg að hreifa þig . það er sagt  að jói  fel þessi eini sanni borði alla sínar  kræsingar + eftirétt   og er samt í góðu formi af því að hann stundar líkamsrækt á hverjum degi .heyrðu ég ætla að hætta þessu bulli og fara að sofa klukkan er hál eitt.  það biðja allir að heilsa og kystu krakkana frá okkur kiss.....kiss

 svo

katrin sigmarsdóttir, 22.11.2006 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband