Konur flókin fyrirbæri....

Ja það er verið að ýta á mig að skrifa oftar einhverjar pælingar.  En mér finnst ég ekki alveg sú besta í það en get játað að alltaf er verið að pæla fullt af hlutum.  Það síðasta sem ég ég hef kvalist af eins og margar konur er að gera hluti of flókna.  Það væri gaman að komast í kollinn á nokkrum karlmönnum og komast að því hvort þeir gera hluti svona flókna útaf engu.  Málið er það að við veltum okkur upp úr engu.  Tökum dæmi, ef maki okkar er ofsalega þögull einhvern daginn þá eru mjög margar sem hugsa fyrst af öllu.....hvað hef ég gert núna......eða hvað.  Þetta kemur alltof oft fyrir mig.  En ég held að þeir eru bara alsælir að hugsa um sín mál....þessvegna myndi mig langa að komast þarna inn í heilabúið til að sjá hvað fer um hausinn á þeim á þessari stundu og við þjáumst og engjumst.    Endilega komið með athugasemdir hvað ykkur finnst, hvort sem þið eruð sammála eða hafið lent í því sama haha. InLove

Ps.. Svo skammast ég mín því það kemur í ljós að það er allt í himnalagi, úpps Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrin sigmarsdóttir

guðrún mín vertu ekki að velta þér  of mikið uppúr þessu stundum er það bara þannig að sumum þykir gott að sitja og hugsa og segja ekki neitt  þá heldur maður  að sjálfsögðu  að það sé eitthvað að en annað kemur svo á daginn  nákvæmlega ekkert að .......... ekki satt.     Kveðja Kata

katrin sigmarsdóttir, 29.11.2006 kl. 00:28

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gott hjá þér að setja hérna inn smápælingar, það nefnilega léttir á huganum. Stundum er frábært að hvíla hugann og segja bara ekki neitt, maður hvílir eigin huga og líka annarra. Auðvitað lenda allir í því að eigna öðrum einhverjar hugsanir, það er bara mannlegt. En það þýðir alls ekki að fólk festist í því fari, það kemur yfirleitt á daginn að það er enginn ástæða fyrir öllum þessum hugsunum. Það er ekkert að....lífið er bara svona.....stundum.  Það er allt í himnalagi, sem betur fer.  Njóttu bara lífsins, við höfum bara þetta eina, svo það er um að gera að njóta þess.

Kveðjur til allra, Sóldís mamma.

Já, meðal annars, Steindór kom aðeins inn í gær. Hann virtist bara hrifinn af íbúðinni og var hinn hressasti. Við ræddum um allt milli himins og jarðar og allt gekk frábærlega vel.

Heyrumst. Sama Sóldísin.

Steindór var voða hrifin af nýja nafninu og finnst það meiriháttar flott.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 29.11.2006 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband