Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ferðalög....jibbý.

Ja hér er ég komin er búin að vera í ferðalagi núna með Fulgen í rúma 8 daga.  Þetta var alveg frábær ferð, við flugum til Brussel þann 1.ágúst.  Þar gistum við í 2 daga, skoðuðum borgina labbandi svo að við hreyfðum okkur.  Síðan lá leiðin Haag og þar vorum við á 4 stjörnu hóteli ekkert smá flottu við hliðina á lestarstöðinni. Borgin var alveg yndisleg, allir á hjólum, það voru þúsundir hjóla fyrir framan lestarstöðina, ekkert smá mikið af hjólum. En veðrið var yndislegt og við skoðuðum borgina á tveimur jafnfljótum, mig langaði nú mikið að leigja hjól en það beið til betri tíma. Þaðan lá leiðin til Amsterdam, við keyptum okkur lestarkort sem virkaði í 3 löndum Belgíu, Luxemborg og Hollandi.  Við ferðuðumst semsagt í lestum og fótgangandi mest.  Við vorum aðeins fyrir utan Amsterdam og þar tókum við hjól á leigu og hjóluðum til Amsterdam sem var alveg rúmlega hálftími á hjóli.  Og fengum okkur að borða og skoðuðum borgina á hjóli, það var ekkert smá gaman.  Við tókum lestina með hjólin tilbaka og vorum mjög þreytt en við fórum seint út að borða á indónesískan veitingastað mjög góðan.  Löbbuðum um rauða hverfið en Fulgen fannst þetta ekkert mjög merkilegt sem ýtti undir móralinn minn ehhe, ég var sko flottari en margar haha. Jæja daginn eftir skoðuðum við meira af Amsterdam, versluðum smá og vorum akkúrat á leiðinni heim á hótel þegar byrjaði að rigna um kl 18.

Brugges var næsti bær sem við fórum til, aftur komin til belgíu í súkkulaðið.  Borgin var algjör álfaborg, hún var yndisleg.  Eldgömul hús, fórum í siglingu þar og sáum við alla borgina, það var æði.  Enduðum svo í Brussel aftur og það var mjög fínt.  Komum svo heim í dag í hitann, borðuðum með tengdó á Benidorm og svo er ég bara okkur klár að fara á ströndina.

Börnin mín eru búin að hafa það frábært á Íslandi en eru að koma á morgun loksins.  Við verðum með Hrólfi, Sólveigu í Torrevieja, hlakkar ekkert smá mikið til.

Takk fyrir börnin allir!!!  Knús 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband