Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hjólakaup!!!

Hæ allir saman og takk fyrir öll innlitin og kvittið, ég var virkilega farin að halda að allir þarna á klakanum væru búnir að gleyma að við værum til.Blush  Þannig að ég er búin að vera með brosið á smettinu alla vikuna að heyra frá ykkur.  Jább hin frægu hjólakaup, takk fyrir ábendingarnar Þurý mín og ég hefði sko verið meira en til í að kaupa mér hjól fyrir meira en 600€ en þá verður þú að leggja út fyrir því dúllan mín ahhahahah.  Það er ekki á fjárhagsáætluninni svona dýrt hjól og mér fannst þó skárra að fá mér hjól en að kaupa það ekki. Ég keypti það á þriðjudaginn í síðustu viku og er mjög ánægð með það, þar sem ég er heldur ekki hjólafíkill og hef eins og er bara hugsað mér að nota það hérna innan bæjarmarkana.  Svo hvort að maður verði fíkill það verða tímarnir bara að leiða í ljós og þá sér maður til með mun betra hjól.  En allavegana eitt sem ég hafði á hreinu og það eru SHIMANO skiptingarnar mitt hjól er með svoleiðis heheTounge maður klikkar ekki á svoleiðis smá atriðum!!!  Er búin að vera frekar dugleg að hjóla í vikuna þrátt fyrir að ég hafi náð mér í vott af flensunni sem var að ganga hjá Fulgen, var meira að segja allann miðvikudaginn heima með svima og vanlíðan.

Ólafur Ketill stendur sig eins og hetja í skólanum eins og alltaf en reyndar var 1 sætið hans í hættu um daginn þar sem stelpurnar í bekknum eru farnar að draga á.  Hann átti að fara í 3  próf í vikunni en á föstudaginn var hann slappur og ég leyfði honum að vera heima.  En hvort það var stress að ná ekki að vera hæstur eða flensan það get ég ekki verið viss um.  Því seinnipartin var hann nógu hress til að fara í afmælið hjá bestu vinum sínum tvíburunum.  Vorum þar langt fram eftir eða til næstum því 21 en það var þvílíkur skítakuldi að ég ætla ekki að segja ykkur það og þar sem við erum á Spáni þá er þetta haldið úti þó að það séu ekki nema 7°eða eitthvað.

Perla Líf tróð sér eins og venjulega að sofa hjá systur tvíburana en þá byrjuðu þeir að suða að Ólafur mætti líka gista hjá þeim.  Nú var sko ekkert að Ólafi Katli, þannig að það var barnlaus nótt. Ég fór yfir til Fulgen og gisti þar, fékk kvöldmat og fínt.  Er svo búin að vera eins og brjáluð að þrífa hérna baðherbergin og fleira.  En er að verða búin og nú er það langþráð sturta!!! 

Guðrún Anna mín það hlaut að vera að þú værir ekki búin að kaupa síma!!! Var að reyna að hringja í þig rétt áðan, var ekki búin að sjá skilaboðin frá þér.  En auðvitað komum við krökkunum til þín eina nótt.  Ræði það við yfirvaldið næst þegar við heyrum í honum.  Vonandi kaupir þú símann fljótlega.  Bið að heilsa í bili. 


Vikurnar líða.

Hér erum við.  Vikurnar líða áfram og það er ótrúlegt að Ólafur Ketill og Perla Líf eru að fara til Íslands eftir rétt rúmar 5 vikur.  Endilega byrja að panta viðtal við þau hahaha.  En þau verða yfir jólin og alveg heilar 3 vikur.  Vona þeirra vegna að það komi snjór því það er efst á óskalistanum.  Við erum hraust eins og er annars fer hratt kólnandi núna þannig það verður gaman að vita næstu daga og vikur. Ég er miklu betri í efra bakinu og hálsinum enda búin að vera hjá sjúkraþjálfara núna í líklega 3 vikur þetta er allt að koma, var meira að segja rosalega dugleg og fór í spinning og Workout á föstudaginn en þar af leiðandi hef ég lítið geta hreyft mig þessa helgina hahhaha Tounge harðsperrurnar að drepa mig, úff maður. 

Nú fóru Þurý og Steinar heim á klakann í síðustu viku og maður er farin að bíða eftir að fá símtalið hvenær þau koma aftur til okkar.  Þó að við höfum hist lítið að undanförnu er svo gott að vita af þeim þarna því okkur þykir svo mikið vænt um þau.  Annars hefur lítið borið á daga okkar undanfarið, það er vírus í gangi heima hjá Fulgen svo að við vorum ekkert að fara þangað um helgina.  Nema ég fór með honum og Miguel að borða á ítölskum á laugardaginn á meðan börnin mín voru í afmæli.  Þau voru svo heppin að það voru 2 afmæli sama daginn og ekki á sama tíma, semsagt þau voru í afmæli frá kl 14 til kl 21 það er nú ekkert smá.  

Er búin að ákveða að kaupa mér hjól eða réttara sagt biðja um það í jólagjöf og er búin að velja það, er ekkert smá spennt að fara að kaupa það. hehe Svo er bara að vera duglegur!! 

Jæja það er best að fara að skella sér í sófann að glápa á eitthvað skemmtilegt. 


Allt á uppleið....

Jább af hrakfallabálkinum mínum er bara allt gott að frétta, helgin eftir þetta var erfið því það var ekki hægt að fara í skó og lítið hægt að hreyfa sig þar af leiðandi en svo var þetta má segja bara búið.  Þessi börn hrista þetta af sér ótrúlega hratt, erum útskrifuð með þrif á nöglinni og hún má fara að fara í sund og þess háttar.  Vorum hjá barnalækninum um daginn líka og asmahljóðin eru farin í bili, jibbý.  Eigum að fara aftur eftir 2 vikur til að sjá hvernig hún er.....endist þetta gott svona lengi.....Eins og þið sjáið er bjartsýnin með þennan asma alveg í lágmarki en maður verður víst að vona það besta.

Lítið búið að vera að gerast nema þetta venjulega, fórum reyndar í afmæli um síðustu helgi og Perla Líf fékk að sofa hjá Mariu vinkonu sinni sem hún var ekki búin að hitta MJÖG lengi.  Fórum svo að sækja hana daginn eftir þegar í raun var afmælið bróður hennar, vorum þar til að verða átta um kvöldið svo bara heim að hvíla sig.  Tímanum var breytt um síðustu helgi þannig að nú dimmir hér klst fyrr en það er reyndin að það er auðveldara að vakna á morgnanna.

Já ótrúlegt en satt Ólafur Ketill var lasin á sunnudag og mánudag, hann sem aldrei er veikur en þetta var bara smá hiti, höfuðverkur.  Hann er svo duglegur að hann var svo komin í skólann á þriðjudag og allt í lagi.  

Í gær var haldið upp á Halloween hér eins og er orðið á mjög mörgum stöðum í heiminum.  Ólafur Ketill fékk að gista hjá Nando þar sem Perla Líf fékk um helgina og þar voru þau í búningum og fóru hús úr húsi og skemmtu sér vel.  Við fórum aftur á móti til Jose og Chiqui þar sem aldrei vantar fjörið.  Gestirnir okkar Þurý og Steinar kíktu til okkar hjólandi frá Torrevieja og fengu því að taka þátt í hátíðarhöldunum.  Fengum fullt af nýjum mat að smakka og sangríu sem þeim fannst góð, höfðu aldrei fengið að smakka alvöru góða sangríu.  Vorum alveg til miðnættis svo bara heim....

See you guys 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband