Bíó, Halloween party og fleira

Hæ og hó, hvað segist.... hér allt frábært að frétta bara. Er svosem búið að vera nokkurn veginn sama rútínan en alltaf eitthvað.  Hér bilaði örbylgjuofnin fyrir 2 vikum síðan og ég dreif mig loksins um helgina að kaupa nýjan, þar sem ég var búin að kíkja á helstu verðin í stærstu og bestu búðunum duttum við niður á einn sem var ódýr og fínn.  Þetta var á laugardaginn ég keypti mér reyndar hlægilega ódýrar buxur og nokkra hálfsíðermaboli fyrir veturinn sem er nú reyndar bara ekkert að láta sjá sig hér á þessu landi.  Hér er hitinn búin að vera yfir 30° á hverjum degi í meira en viku en það fer kannski niður í 15-17°á nóttunni en þetta er ótrúlegt. 

Vorum boðin í mat til Jose og Chiqui eina ferðina enn og þar var boð vegna dýrðlingadags Lauru sem er haldið hér, er haldið næstum því meira en afmæli en þetta var fínt.  Perlu og Ólafi var svo boðið að sofa en á endanum fór Perla Líf með Lauru að sofa heima hjá ömmu hennar því restin fór í bíó.  Fullorðnafólkið, ég, Fulgen, Paloma og Chiqui fórum á nýju myndina Woody Allen Scoop og mér fannst hún frábær, en krakkarnir fóru að sjá spænska mynd sem fær mjög góða dóma.  Ólafur Ketill fór og gisti hjá Alvaro en ég hjá Fulgen æi það var notalegt eftir svona langan tíma.

Í gær var heljarinnar halloween party hjá Jose og þeim.  Krakkarnir voru öll klædd í búninga og um allt hverfið þarna því þetta er í hverfi aðeins fyrir utan og bara raðhús og svoleiðis og ekki miklar hættur á ferð.  Það sem þau söfnuðu af nammi, peningum og allskonar sem fólk gaf þeim.  Fullorðna liðið hafði það bara gott með bjór, sangríu og fullt af alls konar smáréttum.  Komum ekki heim fyrr en um miðnætti og þá beint að þrífa málninguna framan úr sér og fara að sofa.

knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún enn og aftur. Gott að þið skemmtuð ykkur svona vel og ég bið að heilsa öllum sem ég þekki. Ég ætla endilega að sjá Woody Allen myndina, ekki veitir af að brosa svolítið og skella uppúr öðru hvoru. Hehe. Kv. , mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.11.2006 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband