Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Held að ég sé gengin af vitinu hahaha.

Já það er nú bara af mér að segja að ég er komin með íþróttir og hreyfingu á heilann.  Fer alltaf á hjólinu í vinnuna sem eru rúmir 5km aðra leið svo er ég farin að reyna að minnsta kosti einu sinni í viku að hjóla auka 15km eftir vinnu en langar að gera það kannski 1-2 í viku.  Á þriðjudaginn var ég svo þreytt að ég nennti ekki að fara aukakílómetrana því ég hafði gert það á mánudeginum....þannig að ég hjólaði heim, bjó mér til eitthvað að borða og lagðist svo í sófann og fékk mér þessa týpísku spænsku siestu sem er eitt það besta sem til er.  Þegar Ólafur Ketill kom svo heim með vini sína þá var ég að verða búin að fá nóg af sófanum....hugurinn undanfarið var búin að leita mikið til að fara út að hlaupa.  En þar sem ég HATA bókstaflega að hlaupa þá hummaði ég það alltaf fram af mér.  En þennan seinni- part fór mín í hlaupafötin, með mp3 spilarann og þá var ekki aftur snúið.....úfff þvílíkt púl, fór bara nógu langt að heiman til að geta ekki snúið við strax en vá hvað það togaði í mig.  Það var þvílíkur segul að toga mig heim en ég þraukaði heilar 30 mín hlaupandi.  

Er svo stolt af mér HÚRRA fyrir mér.....en viti menn það versta var ekki búið.  Ég er í ágætisþjálfun...hjóla, spila padel mjög mikið en, það er sko alls ekki nóg.  Við erum að tala um að ég fór að hlaupa á þriðjudaginn og spilaði svo padel um kvöldið en síðan hef ég ekki getað hreyft mig!!! Þvílíkar harðsperrur man ég bara varla eftir að hafa fengið í lærvöðvana EVER....úff á morgun ætla ég að pína mig að hjóla í vinnuna því hef meira að segja sleppt því...reyndar er búið að vera að rigna þannig að það var ágætis afsökun en...nú er nóg komið, hjólið verður tekið út á morgun og ekkert múður.  Verð að ná harðsperrunum úr mér áður en ég keppi í padel með Inmu á laugardaginn.  Var svo með henni heima .....gaf henni að borða en svo var mér boðið út að borða...helduru að Martin hafi ekki verið svona sætur í sér...er að nota frídaga sem hann á inni og ég át á mig gat....vá mar. En þetta var svo notalegur dagur, hann kom svo með mér hérna heim og við höfðum það gott hér þangað til að hann keyrði mig í padel.  

Jæja nóg af mínum íþróttaþrekvirkjum hahaha.

Ef einhverjum dettur í hug hvað hefur komið fyrir mig....þá er ég til í að heyra skoðanir.

Knús til ykkar


Vá mikið að gera og langt síðan síðast.

Hér er alltaf nóg að gera og auðvitað spæjarastörfin á fullu hehee.  Það er sko mál málana, það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í þeim bransa.

En við hérna á heimilinu erum bara á fullu í okkar íþróttum þó að ein hafi bæst við núna fyrir stuttu.  Perla Líf fékk að byrja í magadansi, þar sem að mamman er alveg sjúk og kemst ekki leyfði hún dótturinni að prófa og henni fannst þetta svona líka æðislegt!!! Hún er búin að fara með 2 vinkonur og þeim fannst þetta æði líka þannig að nú eru þær 3 vinkonurnar í magadansi.  Hún fær þá að sleppa sundi á fimmtudögum og fara í þetta. Mér finnst það allt í lagi þar sem magadans leiðréttir stöðu okkar, er mjög góð hreyfing og þar eru notaðir vöðvar sem við notum sko ekki dags daglega.  Þær verða kvenlegar og fínar af þessu.  Ég er ekkert smá glöð fyrir hennar hönd og hundfúl að komast ekki sjálf.

Um helgar erum við búin að fara alltaf eitthvað í sveitina...en þá meina ég ekki sveit með dýrum.  Þetta eru gömul hús sem eru útí sveit þar sem er ekkert og þar borðum við saman og krakkarnir njóta þess í botn.  Yfirleitt erum við hátt í 10 fullorðnir og oftast er fjöldin af börnum meiri heldur en fullorðna fólkið hahaha.  Héldum einmitt afmælið hennar Clöru út í sveit um daginn og ég gerði marengstertu fyrir liðið og þau voru ekkert smá ánægð þeim fannst hún geðveik.  Sló í gegn mörgum sinnum, samt vorum við búin að borða MJÖG góðan mat, eins og kolkrabba, stóra rækju og sjávarfang.  Veisla að okkar hætti.

Fór aðeins að djamma á föstudag og hafði ekki gert það síðan á Íslandi.Fór með konunni yfirmannsins og við skemmtum okkur ekkert smá vel.  Og síðan brjálaður leti dagur á laugardaginn.  Perla Líf var alla helgina hjá uppáhalds vinkonu sinni en Ólafur Ketill var með mér og að leika við vini sína. 

Kreppan er ekki farin að hrjá okkur hér eins og hjá ykkur og vonandi verður hún ekki eins yfirþyrmandi. Ég sendi ykkur öllum góða strauma frá okkur og vona að allir séu við hestaheilsu og eins og best verður á kosið.  LUV YA


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband