Leti leti.....

Halló halló, já ég veit að ég er búin að vera mjög löt að skrifa til ykkar allra.  En æi er komin smá leiði í síðuna veit ekki afhverju.  Kannski vegna þess að það eru litlar fréttir þessa dagana.  Lífið gengur sinn vanagang.  Ólafur Ketill fer á sitt 3 mót í skák um helgina, hann hefur geta æft sig því hann fékk frábæra skák í jólagjöf með svo mörgum erfiðleikastigum að hann getur bara teflt eins og hann lystir.  Hann fer tvo daga í viku núna í körfubolta og finnst það mjög gaman það besta er að hann fer bara sjálfur á nýja hjólinu sínu og er bara orðin herramaður.

Perla Líf er óð að fara í fótbolta en við höfum ekki getað komið henni í hann ennþá, verðum að vera róleg þangað til það verður pláss og ekki svona mikið af stórum strákum, það er sko engin stelpa að æfa þarna fótbolta.  Við erum aðeins farin að hugsa til sumarsins og krakkarnir verða hjá pabba sínum þann 20 júlí - 10 ágúst.  Leikfimin heldur áfram og ég hef aðeins slakað á en er samt búin að fara alla dagana undanfarið, þó að það sé ekki nema í 1 tíma það er þó allavegana eitthvað.  Í gær var dýrðlingadagur San Fulgencio og ég gaf gæjanum einhverja smá gjöf í tilefni dagsins en annars var hann í Sevilla og ég rétt sá hann um kvöldið.  

Við erum búin að vera að horfa á seríuna LOST og reyndar líka Two feet under, báðar eru þær góðar, mjög ólíkar en ég tel að Lost sé en betri af því sem komið er, þeim tekst vel upp með þættina, ég bjóst alls ekki við þeim svona góðum.

knús til allra Kissing


Gaman gaman

Jæja nú erum við flutt aftur heim....það er alltaf gott að koma heim.  En samt sakna ég að vera með Fulgen æi þetta er skrítið líf hehe. Við höfðum það svo yndislegt um jólin og hátíðarnar.  En núna er strax farið að sjást munurinn á því á birtingu, hvað daginn er farið að lengja.....æi það er yndislegt.  Tómstundirnar hjá krökkunum eru að tröllríða öllu en þetta smellur allt að mestu leyti saman eða við látum það gera það.  Ég er byrjuð að vera miklu duglegri í leikfimi aftur og er að drepast úr harðsperrum í dag en er búin að vera í hvíld yfir hátíðarnar, og borða á mig gat hvað heldur þú ahha Grin

Náði mér í kinnholsbólgu þvílíkur óþverri en það er á undanhaldi, er samt að taka pensilin.  Börnin hafa það gott og eru bara hress voru að breytast í nátthrafna um hátíðarnar fóru alltof seint að sofa og voru að spila á nýju leikjatölvuna frá Nintendo Wii.   Hún er bara snilld, við erum búin að vera að spila golf og keilu heima í stofu haha.  

knús og kossar 


Gleðilegt nýtt ár!!!

Takk fyrir öll þau liðnu.  Mikið ósköp er tíminn fljótur að líða.  Hér höfum við haft það fínt yfir hátíðarnar, étið á okkur gat og allt sem því fylgir.  Höfum verið heima hjá Fulgen yfir hátíðarnar, það hefur gengið mjög vel að búa saman hehe.  En við flytjum aftur heim næstu helgi.  Þetta er bara svona yfir hátíðarnar.  Vonandi hafið þið öll haft það gott yfir hátíðarnar og njótið nýja ársins til fullnustu.  Ég er að fyllast af kvefi en Perla Líf og Ólafur Ketill eru bara nokkuð brött, Perla var með mikið kvef um daginn en það er að mestu horfið.  jæja nóg í bili.  Heyrumst eftir næstu helgi.

Knús og kossar á nýju ári.


Gleðileg Jól allir saman!

Hæ elskurnar, hvernig hafið þið það. Gleðileg Jól allir, og jólakortin koma seint, varð smá vesen með framköllunina á myndunum en þau koma....lofa því, eru farin héðan.  Takk fyrir öll kortin æi það er alltaf svo gaman að fá kort, þó að mér finnist hálf leiðinlegt að skrifa þau, þau eru svo ansi mörg.  En svo nýt ég þess.  Fullt af pökkum, börnin fengu allt sem þau langaði mest í held ég.  Vonandi hafið þið öll haft það frábært yfir jólin.  Við erum búin að vera með tengdafjölskyldunni og alveg frábært.

Jólakveðjur, knús


Jólin Jólin!!

Jæja jólastressið er það nokkuð að fara með ykkur.....ja hérna svona næstum því verð að viðurkenna það, en samt ekki.  Er búin með flestar gjafirnar og er langt komin með jólakortin.  En því verða þau í mjög seinna lagi þessi jól, það var sko smá klikk með framköllunina á myndunum og við fáum þær ekki fyrr en á morgun eða hinn.  Þau verða send um leið og myndirnar koma en eins og ég segi ég á ekki von á því að þau verði komin fyrr en í næstu viku.

Ólafur Ketill er búin að standa sig eins og hetja í jólaprófunum, svo fór hann á annað skákmót en gekk ekki eins vel á því og því fyrsta en hann bara lærir af þeim og skemmtir sér líka.  Á föstudaginn er síðasti skóladagurinn þeirra þangað til 8. janúar 2007.  Hvernig ég redda fríinu, það má guð vita en líklega Paloma þessi elska.  Perla Líf fer ekki enn í nein próf en hún stendur sig líka vel í skólanum. 

Maður finnur líka fyrir stressi í vinnunni, sumir vilja reikningana áður en árið klárast aðrir helst ekki fyrr en í byrjun næsta árs, úff að reyna að verða að vilja allra er býsna flókið stundum. 

Við höfðum það bara frábært um helgina, reyndar er ég búin að vera alveg brjáluð því rafmagnið er búið að vera að stríða mér, er búin að bíða eftir rafvirkja í 2 vikur og svo kemur hann og þá virkar allt helv draslið.  Enda eftir því sem hann segir lítið hægt að gera, engin raunveruleg bilun.  Já fórum í bíó á föstudagskvöldið að sjá Eragon, við fórum ég, Chiqui, Jose, Alvaro, Miguel og Ólafur Ketill.  Mér fannst myndin bara fín miðað við ævintýramynd.  Ólafur Ketill fór svo að sjá hana aftur morgunin eftir á meðan fór ég í spinning og reyndi að taka til en það sló alltaf út til að ryksuga, svo að ég gafst upp.  Fulgen minn er búin að vera eins og litlu krakkarnir með eyrnabólgu síðan á miðvikudaginn, þannig hann er mikið búin að vera heima og gerir síðuna okkar sem slóðin er http://www.klavier.es endilega kíkið inn á hana og segið mér, þýðingin og einhverjir hlutir eru í vinnslu en þetta er bara nokkuð gott, miðað við að Fulgen er búin að gera hana einn og sjálfur.

Á sunnudaginn fórum við að afhenda píanó og vorum boðin í þetta svaka matarboð, átum á okkur gat, þetta var frábært, vorum hérna við ströndina í bæ sem heitir San Pedro del Pinatar.

Vonandi hafið þið það frábært, ætla að reyna að skrifa fyrir jól aftur....annars

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!

 


ATH!!!! Mikilvægt

http://monsarar.bloggar.is/blogg/140707/

 

Skoðið og látið ganga!!!


Jólin koma....

Góðan og blessaðan daginn, hér er brjálað að gera í jólaundirbúningi og bara að stússast.  Erum náttúrulega með þennan fína gest en það er nú að verða búið, vikan er ekki búin að vera neitt smá fljót að líða.  Þurý er komin til okkar aftur og eins og ég segi næstum farin aftur haha.  Er búin að njóta lífsins ekkert smá undanfarið, búin að fara 2 í bíó, fyrra skiptið var nú ekki frásögufærandi nema af því við fórum á hryllingsmynd og auminginn hún Guðrún varð að fara út áður en hún kláraðist Crying.  En hin myndin var þó nokkuð skárri. 

Fórum í ferðalag í helli sem vinafólk mitt á og það er sko til að sofa og búa í, þetta er bara venjuleg íbúð, grafin inní hæð, ekkert smá töff.  Krakkarnir fóru á undan með Chiqui og voru alveg í 3 nætur en ég og Þurý fórum og vorum í eina nótt, það var skítakuldi þar eða svona 3-6° og hávaðarok. Bara veður eins og á Íslandi.  Svo er ég búin að kaupa flestar jólagjafirnar, vantar elskuna mína sem á bókstaflega allt....hef ekki hugmynd hvað ég á að gefa honum. En annað er komið að mestu.  O my god.....jólakortin, vona að þau komist til Íslands á réttum tíma, því ég er ekki byrjuð...FootinMouth

Jæja var nú bara að stelast núna en heyri í ykkur fljótlega aftur.  Kveðjur til Guðrúnar Önnu krúttu.

Knús og jólakveðjur


Konur flókin fyrirbæri....

Ja það er verið að ýta á mig að skrifa oftar einhverjar pælingar.  En mér finnst ég ekki alveg sú besta í það en get játað að alltaf er verið að pæla fullt af hlutum.  Það síðasta sem ég ég hef kvalist af eins og margar konur er að gera hluti of flókna.  Það væri gaman að komast í kollinn á nokkrum karlmönnum og komast að því hvort þeir gera hluti svona flókna útaf engu.  Málið er það að við veltum okkur upp úr engu.  Tökum dæmi, ef maki okkar er ofsalega þögull einhvern daginn þá eru mjög margar sem hugsa fyrst af öllu.....hvað hef ég gert núna......eða hvað.  Þetta kemur alltof oft fyrir mig.  En ég held að þeir eru bara alsælir að hugsa um sín mál....þessvegna myndi mig langa að komast þarna inn í heilabúið til að sjá hvað fer um hausinn á þeim á þessari stundu og við þjáumst og engjumst.    Endilega komið með athugasemdir hvað ykkur finnst, hvort sem þið eruð sammála eða hafið lent í því sama haha. InLove

Ps.. Svo skammast ég mín því það kemur í ljós að það er allt í himnalagi, úpps Blush


Mikið að gera.....

Halló erum á lífi og höfum það fínt, það er bara svo mikið að gera undanfarið að það er ekki fyndið.  Ég reyndar nýt mín best þegar það er svoleiðis. haha. Er búin að vera á fullu að prófa tíma í leikfiminni og það tekur á.  Erum oft komin heim seint og síðar meir.  Er enn með harðsperrur síðan á laugardag en þá fór ég í fyrsta tímann í Body Pump og tók hann með trukki, svo fórum við að spila tennis á sunnudag, slá bolta á krakkana svo að þau æfi sig aðeins og svo sló Fulgen til mín nokkra, það var mjög gaman.

Gistum að heiman aftur um helgina og erum bara heima mestmegnis á kvöldin í miðri viku og ekkert mikið meira, blessað sundið og allir hlutirnir sem við erum að gera haha, stoppum ekki.  Ólafi Katli gengur svona rosalega vel að læra á píanóið, Fulgen er ekkert smá stoltur af honum og segir að hann eigi eftir að spila rosalega vel ef hann heldur áfram að hafa áhuga og við getum komið honum með góðu móti í góðan skóla....næsta haust eða eitthvað, þangað til mun Fulgen kenna honum.  Perla Líf hefur rosalega mikinn áhuga að byrja að læra líka að spila en erum ekkert að ráði byrjuð að kenna henni.

Á sunnudag fórum við á klassíska tónleika sem voru mjög flottir og þar var Fulgen gefin viðurkenning fyrir vel unnin störf fyrir hljómleikahúsið hér þar sem hann stillir alltaf píanóin.  Þetta var mjög gaman.  Börnin fengu að gista hjá vinum því á mánudaginn var ekki skóli.  Annað gengur bara sinn vanagang, er að byrja að fá hjartaáfallið að það eru að koma jól og ég ekki búin að framkalla myndir frekar en venjulega, keypti þó allavegana fyrstu jólakortin í dag. Sem betur fer á ég ekki mikið eftir í kringum jólagjafir, bara mínir nánustu hér og kannski foreldrarnir heima en aðrir eru nú þegar búnir að fá pakka frá okkur.  Verð að viðurkenna að verð ansi stressuð í kringum jólakortin en það er spurning um að fara drífa sig í þessu.

Jæja ætla að setja á annað blað smá pælingar haha.


Helgi að heiman.

Halló halló, hvað segist....hér bara allt gott.  Hér er bara rútínan alla daga, en þetta er næstum orðið flóknara með nýju leikfiminni, sérstaklega meðan maður þekkir ekki stundatöfluna.  Byrjaði semsagt á mánudagin á að fara í spinning, svo er búið að prófa gap sem er fyrir magavöðva,rass og fætur. Paloma er búin að fara með mér alltaf í leikfimina, prófuðum líka pilates sem er styrking fyrir innri magavöðva og beitingu, stöðu líkamans.  Á föstudag var leti í gangi, þurfti að sækja Miguel í píanó um kvöldið og áður voru krakkarnir í afmæli hjá tvíburunum sem byrjaði kl17 þannig að það var nóg að gera, svo hringdi Chiqui og bauð okkur í heimsókn þangað þar voru við alveg fram til kl 23 og gistum svo hjá Fulgen eftir það.  Í gær fór ég í leikfimi haha nýtt body combat, læra að berja þessi gerpi haha........en það var bara gaman.  Borðuðum öll saman og svo var Miguel að keppa í tennis, tapaði reyndar en þetta var ágætt.

Vorum að reyna okkur í heimasíðugerð um kvöldið og það endaði með að við kíktum ekki einu sinni á dvd sem var nú ætlunin. 

Ólafur Ketill var að keppa í skák í morgun og gekk svona svakalega vel, hann var áttundi af þeim 22 sem voru að keppa á hans aldri.  Ég er ekkert smá stolt af stráknum.....Svo er hann svo duglegur að spila að píanóið að Fulgen segir að hann verði fljótur að ná Miguel, þó að hann sé búin að vera læra miklu lengur en hann vantar áhugann. 

Á morgun er stefnan tekinn á spinning aftur og áfram með smjörið.  Svo er afmælisveisla á þriðjudaginn og þetta er bara nóg að gera.

knús til ykkar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband