Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
Hér komum við Madrid.
23.6.2006 | 15:39
Þá er sko komið að því að við leggjum land undir fót. Nú brunum við af stað á Toyotunni til Madridar. Þar ætlum við að vera í 3 nætur og 2 daga. Ætlum aðeins að sjá borgina og svo að fara í Warner bros garðinn með börnin. Svo á mánudaginn er langþráða ferðalagið í augnsýn, fljúgum frá Madrid til Aþenu og þá verður farið í lúxusinn. Skemmtiferðaskipið vá mar.
Hér er vikan búin að fljúga síðan Mamma kom er ýmislegt búið að gera!! verslunarleiðangur og margt fleira. Haldið þið ekki að hún hafi fengið fyrirfram afmælisgjöf.....geðveika myndavél. Takk fyrir hana þangað til hægt verður að hringja í viðkomandi.
Fullt verður tekið af myndum sem verða settar á netið þegar tilbaka kemur.
Knús og kvitta mua
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðilegan Þjóðhátíðardag allir íslendingar nær og fjær!!!
17.6.2006 | 20:33
Til hamingju með daginn öll, hér er hann eins og hver annar en við hugsum til ykkar.
Jæja blessaður tíminn flýgur og meira þegar það er nóg að gera. Þessa vikuna er búið að vera nóg að gera. Ólafur Ketill er búin með nokkur próf í fyrsta líffræðiprófinu fékk hann 10, málfræði fékk 9,75 hann fékk í lesdæmum í reikningi 8 og í helstu atriðum í reikningi plús, mínus, sinnum, deiling og tölurnar 10. Hann stendur sig eins og hetja, það gætu verið 3-4 próf eftir en hann virðist fara létt með þetta.
Við höfum haft nóg að gera í vikunni, Belen og Paula voru með okkur á mánudaginn frá kl 18-21. Svo á þriðjudaginn var foreldrafundur kl 13 í bekknum hans Ólafs Ketils, eftir það fór ég að borða með Chiqui sem er konan hans Jose, borðuðum á okkur gat á kínverskum. Seinnipartinn áttu börnin að fara í sund en þeim var boðið í afmæli hjá bróður stelpunnar sem Ólafur er skotin í. Ekki nóg með það að hann er sko búin að fá ýmsar staðfestingar að það er gagnkvæmt......úff er að verða tengdó!!!! hjálp, svolítið snemmt, en þetta er nú alveg saklaust og þau hafa nú ekki einu sinni talað um þetta sín á milli. Þetta er fyrsta hrifningin, hún er voða sæt og jafn dugleg og Ólafur í skólanum. Á meðan þau skemmtu sér í afmæli fór ég á stúfana, kaupa fermingargjöf, kíkja eftir einhverjum fötum fyrir ferminguna, en sá ekkert. Svo skrapp ég í vinnunna í klst og sótti þau svo.
Á miðvikudag fór mín í andlitshreinsun og það var nice en VONT þegar hún tók nefið hélt ég að ég myndi deyja. En haha er hér enn sem betur fer. Rúmlega kl 16 komu dætur Berglindar, Sonia, Laura og Christina og voru með okkur til um 20 þegar Berglind kom tilbaka úr vinnunni. Við fórum að sjá Ólaf Ketil í Tennis og hann er farin að hitta svo vel að það er frábært að sjá hann. Var yfir mig stolt af honum, hann var sjálfur ánægður og vill halda áfram á næsta ári. Vorum svo bara á róló.
Fimmtudagur var sund og alltaf nóg að gera þegar þeir dagar eru, kl 20,30 um kvöldið var haldin smá veisla hérna uppi á þaki með nágrönnunum til að kynnast og svoleiðis. Allir komu með eitthvað og við vorum alveg til að vera 23. Minn heitt elskaði kom um kvöldið þreyttur eftir ferðalagið, töskurnar urðu eftir á leiðinni og eitthvað vesen.
Svo á föstudag var hin fræga ferming Lauru dóttur Jose og Chiqui. Ég hef aldrei verið viðstödd Kaþólska fermingu en Ólafur Ketill fór í eina fyrir 2 mánuðum. Þetta var mjög spes sérstaklega því þetta var í litlu nunnuklaustri við hliðina á búðinni og frændi hennar var presturinn. Jafn lengi að líða og heima því skal ég sko lofa ykkur. Á eftir var haldið á veitingastaðinn og þetta var eins og fínasta brúðkaup!!! Þvílíkur matseðill, hoppukastali fyrir krakkana og bara yndislegt kvöld. Fórum heim að sofa um kl 1 eftir miðnætti.
Í dag erum við búin að vera að undirbúa komu Sóldísar ömmu (mömmu), gera hreint og taka til. Svo bara í rosalegum rólegheitum. Krakkarnir fóru á róló seinnipartinn og ég fór út að hlaupa í 10-15 mín, þoli enn ekki meira en þetta kemur allt. Svo erum við bara að deyja úr spenningi fyrir ferðina frægu, veit að ég er að verða þreytandi með allt þetta mont en er að springa sjálf. Þið verðið bara að fyrirgefa mér Knús og endilega kvitta
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Búið að borða á sig gat.
12.6.2006 | 15:00
He he, helgin var mjög fín. Frá síðustu færslu fórum við til Silviu og Nando og þar skemmtum við okkur alveg til seint um kvöld. Börnin voru í Play station, horfa á heimsmeistarakeppnina, leika sér úti og við kellurnar að kjafta.
Á sunnudaginn var nú bara fínasta veður en samt ekkert týpískt veður hérna því það er líft hehe.Buðum Lolí og Zaidu að borða með okkur kjúlla í ofni og franskar svona frekar íslenskur matur. Fyrst vorum við reyndar bara úti á róló og svo eftir mat var farið aftur út á róló í svolitla stund en þar sem Ólafur Ketill og Zaida áttu að fara í próf í dag var það frekar stutt.
Ég fór með bílinn minn í athugun í dag því hann lekur olíu, þar sem það er nú ekki eðlilegt fyrir svo nýjan bíl þá eru þeir með hann í 1-2 daga til að athuga hann til hlýtar og laga það sem að er. Við brunum á meðan um á píanóbílnum sem er nú alltaf í pínu uppáhaldi hjá mér, það er opel Corsa sem er með auglýsingum frá búðinni, fengum hann í láni hjá Jose. Á eftir förum við í leikfimi og tennis, litlu trítlurnar hennar Belen vinkonu koma með okkur því það var eitthvað vesen með pössun.
Á morgun er það svo endurskoðanda vesen og foreldrafundur í bekknum hans Ólafs Ketils. Gæinn lætur heyra reglulega í sér og við erum voða hamingjusöm.
Bæ í bili, munið að kvitta
Vatnsblöðruslagur.
10.6.2006 | 09:26
Hí Hí já það var sko gaman hjá okkur í gær. Okkur var boðið til Jose og konunnar hans til að vera á hátíð sem þau halda á hverju ári í júní. Það er svo kölluð vatnsblöðruslagshátíð hehe. Við komum þangað seinnipartinn og Paloma var með okkur, farið var í bikini, krakkarnir voru á sundfötum einum saman en við gellurnar í einhverskonar þunnum kjólum yfir. Fljótlega byrjaði slagurinn, þeirra næstu nágrannar eru með í þessu og það voru notaðar slöngur, vatnsbyssur og blöðrurnar. Við vorum á floti vá en þetta var brjálað stuð ég hef aldrei gert svona áður en það var sko þess virði. Eina sem vantaði og er sjaldgæft hérna á þessum slóðum var sólin!!!! Ef þið takið eftir því á Íslandi að það er mikill hiti þá er svalara hérna hjá okkur. Þannig að við vorum rennvot og að frjósa úr kulda eða þannig, það hafa verið svona 25-30° en sólin hitar svo mikið að maður tók eftir því.
Síðustu dagar eru búnir að vera rólegir, ég er rosalega stolt af sjálfri mér ....er byrjuð að hlaupa í leikfimi, sem ég hef aldrei haft þrek ne þol í og mér gengur bara rosalega vel. Er búin að ná að hlaupa stanslaust í 7 mín á 9 km hraða, veit það er ekkert svakalegt en fyrir mér er það svaka árangur. Svo er sambandið mitt að ganga æðislega vel, ástfangin og hamingjusöm. Hann er reyndar í ferðalagi núna en þökk sé skype þá erum við í símasambandi í gegnum tölvurnar frítt, netvæðingin er æðisleg.
Þó að það sé búið að vera rólegt þá þyngist hjá honum Ólafi Katli mínum því nú koma prófin fyrir allann veturinn og það er að læra utanaf....allavegana í líffræði ansi mikið. Hann er svo rosalega duglegur að hann er nú ekki lengi að því. Hann hagar sér eins og engill núna því það styttist í afmæli stelpunnar sem hann er skotin í og þá er nú betra að vera góður til að fá að fara.
Spenningurinn eykst líka stöðugt fyrir hið langþráða ferðalag okkar og að amma Sóldís komi loksins til okkar.
Í dag ætlum við að fara til Nando, Silviu, Nando og Mariu sem er vinafólk okkar, krakkarnir eru jafngömul Ólafi Katil og Perlu Líf og við skemmtum okkur alltaf rosa vel þegar við erum þar, komum aldrei fyrr en kl 23 heim eða eitthvað. Þau eru reyndar með sundlaug en eins og ég gat til um áðan þá eruð þið með hitann og góða veðrið þannig ég efast um að hún verði notuð í dag.
Vona að þið njótið góða veðursins!!!
Frábær Helgi.
6.6.2006 | 20:52
Hæ Öllsömul.
Hvað segist, hér segist allt bara frábært. Það var svo gaman að fá Evu, Þór, Kötu og Guðna í heimsókn, ef ég á að segja ykkur satt hefði verið gaman að geta haft þau lengur en það sem við erum þakklát fyrir að þau hafi allavegana komið við hjá okkur!!! Þau kíktu eina nótt enn sem var á sunnudagskvöld eða nótt réttara sagt þegar þau voru búin að vera að hringsóla í kringum húsið okkar í klst hahaha , það var sko settur bjór í glas og kjaftað frameftir, síðan fóru þau á ströndina í Murciu og snéru beint heim til Barcelona.
En helgin.....á laugardag vorum við í verslunarleiðangri fyrri partinn og svo var glápt á sjónvarpið, lesið og spilað í Play station þangað til krakkarnir skruppu út á róló aftur með hjólin með sér.
Alveg rétt fengum frábæran pakka sem beið okkar á föstudag.....bókapakki frá Brynju og co, hann kom sér ekkert smá vel, búið að liggja í þeim. Knús fyrir það elskurnar
Ástarsagan heldur áfram á þessu heimili og ég held að ég sé að springa, við vorum saman allan sunnudaginn og krakkarnir að fíla sig í botn. Borðuðum saman og höfðum það frábært, fengum okkur spænska siestu á meðan krakkarnir voru góð að horfa á mynd í sjónvarpinu. Hann er svo góður við okkur öll og krakkarnir mjög ánægð. Þannig á lífið að vera!!!
Spenningurinn eykst með hverjum deginum að amma Sóldís láti sjá sig og að við förum í þessa langþráðu ferð á skemmtiferðaskip. Vá það verður geðveikt!!! Það sem við ætlum að njóta þess!Verst að Perla Líf missir af útskriftinni úr yngri deildinni upp í 6 ára bekk, sem er mikil hátíð hérna og mikið haft fyrir en við eigum eftir að skemmta okkur í Madrid og á skemmtiferðaskipinu í staðinn. Kennarinn hennar dýrkar hana og er mjög sorgmædd yfir þessu, ætlum að gefa henni eitthvað sætt.
Ekki nema 2 vinnudagar eftir af þessari viku, hér er frí í héraðinu á föstudaginn.
Söknum ykkar allra og það styttist óðum.
Komin helgi aftur og júní, sem þýðir sumar....
2.6.2006 | 14:23
Jæja þetta er nú búin að vera góð vika skal ég segja ykkur. Nú erum við búin að fá útborgað, geðveikt rík er ég váá Vikan gekk svona nokkurn veginn sinn vanagang fyrir utan gæjann sem ég er að verða kreisí in LOVE með haha Hann er mesta dúllan í heiminum...... Það er sko búið að vera fullt af ýmiskonar æfingum hahaha. Við erum búin að fara í leikfimi, tennis og sundæfingar nema í gær skrópuðum við. Fengum langþráða gesti Eva Hrönn, Þór, Kata og Guðni komu sko keyrandi alla leið frá Barcelona og til okkar!!! Fór nú út að borða með þeim á El Patio sem var alveg frábært, sérstaklega því þeim fannst þetta allt svo gott. Svo var nú bara kíkt á Murcia bæ, löbbuðum að heiman og skoðuðum allt sem á vegi okkar varð. Síðan um Kvöldið var nú bara rölt aftur út og út á ZIG ZAG þar fórum við á Kebab stað sem er nú bara allt í lagi. Gæinn lét sig ekki vanta, vill kynnast mínu fólki.
Þau fóru í morgun en koma sko aftur á sunnudagskvöldið þegar þau eru búin að fara um Granada og líklegast Cordoba. Það styttist nú í að ég fái hvíta flygilinn minn hahaha
Í dag má nú ekki skrópa í leikfimi það er bannað.....æi já gleymdi að viðurkenna að við skrópuðum á miðvikudaginn vegna þvílíkrar úrhellisrigningar sem var sko svo slæm að ég blotnaði upp að hnjám. En það var útaf því að við þurftum að fara í eftirlit til tannsa með krakkana en það var sko allt í fínasta lagi með þessar glæsilegu tennur.
Það eru ekki nema 20 dagar þangað til við förum til Madridar. jibbí
Knús......endilega kvitta elskurnar......ein in Love í mikilli heimaleikfimi