Frábær Helgi.

Hæ Öllsömul.

 Hvað segist, hér segist allt bara frábært.  Það var svo gaman að fá Evu, Þór, Kötu og Guðna í heimsókn, ef ég á að segja ykkur satt hefði verið gaman að geta haft þau lengur en það sem við erum þakklát fyrir að þau hafi allavegana komið við hjá okkur!!! Glottandi Þau kíktu eina nótt enn sem var á sunnudagskvöld eða nótt réttara sagt þegar þau voru búin að vera að hringsóla í kringum húsið okkar í klst hahaha Hlæjandi, það var sko settur bjór í glas og kjaftað frameftir, síðan fóru þau á ströndina í Murciu og snéru beint heim til Barcelona.

En helgin.....á laugardag vorum við í verslunarleiðangri fyrri partinn og svo var glápt á sjónvarpið, lesið og spilað í Play station þangað til krakkarnir skruppu út á róló aftur með hjólin með sér. 

Alveg rétt fengum frábæran pakka sem beið okkar á föstudag.....bókapakki frá Brynju og co, hann kom sér ekkert smá vel, búið að liggja í þeim. Knús fyrir það elskurnar Koss

Ástarsagan heldur áfram á þessu heimili og ég held að ég sé að springa, við vorum saman allan sunnudaginn og krakkarnir að fíla sig í botn. Borðuðum saman og höfðum það frábært, fengum okkur spænska siestu á meðan krakkarnir voru góð að horfa á mynd í sjónvarpinu.  Hann er svo góður við okkur öll og krakkarnir mjög ánægð.  Þannig á lífið að vera!!!Glottandi 

Spenningurinn eykst með hverjum deginum að amma Sóldís láti sjá sig og að við förum í þessa langþráðu ferð á skemmtiferðaskip.  Vá það verður geðveikt!!!Svalur  Það sem við ætlum að njóta þess!Verst að Perla Líf missir af útskriftinni úr yngri deildinni upp í 6 ára bekk, sem er mikil hátíð hérna og mikið haft fyrir en við eigum eftir að skemmta okkur í Madrid og á skemmtiferðaskipinu í staðinn. Kennarinn hennar dýrkar hana og er mjög sorgmædd yfir þessu, ætlum að gefa henni eitthvað sætt.

Ekki nema 2 vinnudagar eftir af þessari viku, hér er frí í héraðinu á föstudaginn.

Söknum ykkar allra og það styttist óðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega að taka fullt af myndum af skemmtiferðinni til að sýna okkur...

Dabba (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband