Búið að borða á sig gat.

He he, helgin var mjög fín.  Frá síðustu færslu fórum við til Silviu og Nando og þar skemmtum við okkur alveg til seint um kvöld.  Börnin voru í Play station, horfa á heimsmeistarakeppnina, leika sér úti og við kellurnar að kjafta. Brosandi

Á sunnudaginn var nú bara fínasta veður en samt ekkert týpískt veður hérna því það er líft hehe.Buðum Lolí og Zaidu að borða með okkur kjúlla í ofni og franskar svona frekar íslenskur matur. Fyrst vorum við reyndar bara úti á róló og svo eftir mat var farið aftur út á róló í svolitla stund en þar sem Ólafur Ketill og Zaida áttu að fara í próf í dag var það frekar stutt.

Ég fór með bílinn minn í athugun í dag því hann lekur olíu, þar sem það er nú ekki eðlilegt fyrir svo nýjan bíl þá eru þeir með hann í 1-2 daga til að athuga hann til hlýtar og laga það sem að er.  Við brunum á meðan um á píanóbílnum sem er nú alltaf í pínu uppáhaldi hjá mér, það er opel Corsa sem er með auglýsingum frá búðinni, fengum hann í láni hjá Jose. Á eftir förum við í leikfimi og tennis, litlu trítlurnar hennar Belen vinkonu koma með okkur því það var eitthvað vesen með pössun.

Á morgun er það svo endurskoðanda vesen og foreldrafundur í bekknum hans Ólafs Ketils.  Gæinn lætur heyra reglulega í sér og við erum voða hamingjusöm. Koss

Bæ í bili, munið að kvitta Ullandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afhverju kemur ekkert sem ég skrifa ?

Didda og simmi (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 15:04

2 identicon

hæhæ :)
ÞAð er búið að vera meira vesenið að kvitta hjá þér haha kemur aldrei það sem við skrifum .. en held að ég nái þessu í gegn núna ;) Við vildum bara þakka fyrir okkur það var alveg æðislegt að vera með ykkur í viku :) Aron Blær en duglegur að vera ekki með duddu og bleyju .. en koma stundum slys ;) Hann saknar ykkar líka og Perlu sinnar ;) og einnig ruslabílsins síns var hann eftir hjá ykkur ? Hlökkum til að sjá ykkur í sumar :) og frábært að þú sért svona ástfangin :)
Kveðja Didda, Simmi og Aron Blær

didda og simmi (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 15:13

3 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Vá takk fyrir að kvitta og kíkja á mig reglulega. Það var æði að fá ykkur í heimsókn og vonandi komið þið aftur. Ruslabíllinn er hér í góðu yfirlæti og 1-2 handklæði sem gleymdust, þau koma heim með krökkunum í júlí. Þetta styttist hratt, svo kem ég í ágúst. Hlökkum rosalega til að hitta ykkur og Perla Líf talar mikið um Aron Blæ líka.

Kossar og knús

Guðrún Helga Gísladóttir, 13.6.2006 kl. 19:35

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er flott síða,ég kíki inn öðru hvoru. Athuga með körfurnar á morgun. Er að reyna að koma einhverju af viti saman, til að senda um sjálfa mig. Úff, það er svo erfitt.

Gott að heyra hvað Simma, Diddu og Aron Blæ líkaði vel hjá þér.

Meira seinna.Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.6.2006 kl. 23:01

5 identicon

Það væri nú ekkert agalega leiðinlegt að vera að fara í skemmtisiglingu í góðu veðri, allavega finnst manni það svona þegar maður lítur út um gluggann. Hér er rok og rigning og á að vera svoleiðis á sautjándanum líka (gleði).
Gangi þér vel í prófunum Ólafur Ketill, þú stendur þig vel.
Kærar kveðjur úr rigningunni
Hanna María

Hanna María (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband