Vatnsblöðruslagur.

Hí Hí já það var sko gaman hjá okkur í gær. Okkur var boðið til Jose og konunnar hans til að vera á hátíð sem þau halda á hverju ári í júní.  Það er svo kölluð vatnsblöðruslagshátíð hehe.  Við komum þangað seinnipartinn og Paloma var með okkur, farið var í bikini, krakkarnir voru á sundfötum einum saman en við gellurnar í einhverskonar þunnum kjólum yfir.  Fljótlega byrjaði slagurinn, þeirra næstu nágrannar eru með í þessu og það voru notaðar slöngur, vatnsbyssur og blöðrurnar.  Við vorum á floti vá en þetta var brjálað stuð Svalur ég hef aldrei gert svona áður en það var sko þess virði.  Eina sem vantaði og er sjaldgæft hérna á þessum slóðum var sólin!!!! Ef þið takið eftir því á Íslandi að það er mikill hiti þá er svalara hérna hjá okkur.  Hissa Þannig að við vorum rennvot og að frjósa úr kulda eða þannig, það hafa verið svona 25-30° en sólin hitar svo mikið að maður tók eftir því.

Síðustu dagar eru búnir að vera rólegir, ég er rosalega stolt af sjálfri mér ....er byrjuð að hlaupa í leikfimi, sem ég hef aldrei haft þrek ne þol í og mér gengur bara rosalega vel.  Er búin að ná að hlaupa stanslaust í 7 mín á 9 km hraða, veit það er ekkert svakalegt en fyrir mér er það svaka árangur.  Svo er sambandið mitt að ganga æðislega vel, ástfangin og hamingjusöm.  Hann er reyndar í ferðalagi núna en þökk sé skype þá erum við í símasambandi í gegnum tölvurnar frítt, netvæðingin er æðisleg. Koss

Þó að það sé búið að vera rólegt þá þyngist hjá honum Ólafi Katli mínum því nú koma prófin fyrir allann veturinn og það er að læra utanaf....allavegana í líffræði ansi mikið.  Hann er svo rosalega duglegur að hann er nú ekki lengi að því.  Hann hagar sér eins og engill Saklausnúna því það styttist í afmæli stelpunnar sem hann er skotin í og þá er nú betra að vera góður til að fá að fara.

Spenningurinn eykst líka stöðugt fyrir hið langþráða ferðalag okkar og að amma Sóldís komi loksins til okkar.

Í dag ætlum við að fara til Nando, Silviu, Nando og Mariu sem er vinafólk okkar, krakkarnir eru jafngömul Ólafi Katil og Perlu Líf og við skemmtum okkur alltaf rosa vel þegar við erum þar, komum aldrei fyrr en kl 23 heim eða eitthvað.  Þau eru reyndar með sundlaug en eins og ég gat til um áðan þá eruð þið með hitann og góða veðrið þannig ég efast um að hún verði notuð í dag. Óákveðinn

Vona að þið njótið góða veðursins!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vatnsslagurinn hefur verið meiriháttar fjör, en algjör brandari að sólin lét ekki sjá sig. Og það á Spáni, hehe.

Hrafnhildur er í bænum núna er búin að láta framkvæma þaðsem þurfti að gera, nú er bara að taka það rólega um tíma. Erfitt fyrir svona duglegt fólk. Ég er komin í ferðalagið fyrir löngu, byrjuð að setja í töskuna og taka upp aftur. Alltaf með of mikið, læri þetta aldrei. Humm. Ólafur á eftir að standa sig vel í prófunum, heilinn í honum í besta lagi. Hlakka til að fara með þeim og ykkur í skipið, þetta er örugglega flott líf, fljótandi lúxus. Vona að Perla verði með veskið og allt þetta kvenlega. Það er svo flott. Heyrumst. Mamma og amma Sóldís k.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.6.2006 kl. 09:45

2 identicon

testa

Didda (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 21:15

3 identicon

A spani er gaman að vera, mikid haegt að gera med öllum a Spani og lata sig vera bera........að neðan

gudrun (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband