Opnunarhátíð!!!!!

Vá maður það er komið að því, það á að opna 3 Klavier búðina núna, hún verður í Albacete sem er um 140km í burtu.  Allt stóðið ætlar nú að fara, ég og Chiqui sjáum um að selflytja gamla manninn og öll börnin, því þeir bræður verða farnir snemma þangað.  Ætlum að leggja af stað um kl 18 en það byrjar um kl 19 verðum líklega pínu seinar en það er allt ok.

 Hér gengur annars lífið bara vel, allt það venjulega, held áfram að vera dugleg í leikfimi, endist á meðan endist!!!Ullandi Er í raun alveg hissa á sjálfri mér hversu miklu úthaldi ég hef komið mér upp, en þetta er rosa gott fyrir heilsuna og ég segi bara er á meðan er.

Perla Líf og Ólafur Ketill eru bæði í tennis og finnst bara rosalega gaman, það eru enn 10 dagar þangað til sundið byrjar því það er verið að laga sundlaugina, en það finnst þeim báðum gaman líka.

Skólinn gengur æðislega vel hjá þeim báðum en Ólafur heldur áfram að fá mjög góðar einkunnir, ég er rosa stolt.  Brjálað að gera í vinnunni, reikningagerð, styttist í VSK og allt það. ÚFFÓákveðinn

Höfum það samt fínt, og sendum ykkur bestu kveðjur.


Helgin í faðmi tengdafjölskyldunnar.

Við höfum haft það næstum of notalegt, allavegana fyrir fólk sem er eins og brjálæðingar á hjólinu og á hlaupabrettinu að ná af sér kaloríum!!! Semsagt hef lítið annað gert alla helgina en að borða.  Byrjaði nú föstudagseftirmiðdaginn á að leyfa Perlu Líf að fara með vinkonu sinni að gista og Ólafur Ketill fór í afmæli.  Ég hunskaðist í leikfimi eftir að hafa sofið síðdegisblundin og latari en nokkru sinni.  Þegar í leikfimi kom var ég með meiri kraft en oft áður, hjólaði fyrst í 45 mín og svo hljóp ég í um 20 mín var ekkert smá stolt af mér, nú gæti ég allavegana borðað í matarboðinu sem okkur var boðið í um kvöldið haha Glottandi

Kvöldverðarboðið var rosalega nice, Ólafur Ketill varð eftir heima hjá Fulgen með pabba hans og konu, þar sem Paloma átti svo að koma heim seinna.  Ég var í fyrsta skipti að hitta þetta fólk og þau voru hreint frábær, skemmtum okkur fram undir kl 1 um nóttina en þá vorum við að sofna hehe Ullandi

Laugardaginn þurfti Fulgen að rjúka út snemma til að fara að vinna, ég sinnti skyldum mínum sem tengdadóttir og fór með tengdó að borða morgunmat, sem betur fer kom Paloma með.  Svo kom í ljós að við myndum fara út að borða með kallinum og konunni hans líka en Fulgen komst ekki vegna vinnu.  Það gekk allt rosalega vel og tengdó leyfði náttúrulega engum að borða hann bauð.

Seinniparturinn var svo í rólegheitum heima hjá Chiqui og Jose, vorum þar að chilla alveg til kl 23, Laura dóttir þeirra kom og gisti hjá okkur sem var fínt.

Ótrúlegt en satt fórum að borða hjá mömmu Fulgen í dag nánast öll fjölskyldan, var fínn heimatilbúin matur en vorum ekki lengi, krakkarnir voru farin að slást og láta eins og fífl og plássið í stofunni leyfði ekki mikið.  Kíktum heim til Fulgen í smá stund en brunuðum svo til vinafólks því það var mjög mikilvægur fótboltaleikur í TV.  Ég hafði það nú bara fínt með kellingunum og krakkarnir léku sér flest á meðan, ekki þeir hörðustu í fótboltanum.

Nú er skóli á morgun og börnin farin að sofa, þreytt eftir fína helgi.  Ég ætla nú bara að hafa það náðugt líka.

Heyrumst kát.


Vikan senn á enda.

Jæja nú er komið að smá skrifum, annars er merkilegasta fréttin sú að við eignuðumst nýjan frænda í gærkvöldi.  Hún Anna Lára dóttir Kalla bróður eignaðist stærðarstrák eða jafn stóran og Ólaf Ketil þegar hann fæddist.  Hann var 16 merkur og 53cm.  Til hamingju til nýju foreldrana og einnig til Kalla bró og Elínar, Þuríðar ömmu barnsins og bara allra.  Ég er orðin afasystir hahaha.  Virkar eins og maður sé orðin elliær....þá meina ég sko orðið hehe. Hlæjandi

Hér gengur lífið bara sinn vanagang, börnin eru byrjuð í Tennis og Perlu Líf finnst þetta voða gaman.  Ég byrjaði líka loksins að geta farið í leikfimi þar sem barnagæslan er komin í gang.  Var svo dugleg á mánudaginn að í gær dó ég úr harðsperrum.  Gat bókstaflega ekki hreyft nokkurn magavöðva, Fulgen kom að kíkja á okkur í gærkvöldi og ég hló svo mikið útaf verkjunum í maganum að það var þvílík skemmtun.  Jose María og konan hans eiga brúðkaupsafmæli í dag og það verður mjög líklega haldið upp á það um helgina.

Annars er nóg að gera, Ólafi Katli er boðið í afmæli á morgun, Perla Líf gistir hjá vinkonu sinni því okkur Fulgen er boðið í afmæli til vinkonu minnar Henar en því miður verður lítið úr að við förum þangað því okkur er víst líka boðið í virðulegt kvöldverðarboð til vina hans úff hehe en það verður bara fínt.  Gellurnar vinkonur mínar vilja fá mig á djammið en ég verð að vera heiðarleg að er ekki að nenna.....er ekki orðin svona gömul en finnst ég alveg hafa tekið þetta út fyrir árið þarna fyrri part árs þegar ég gerði ekki annað.  Fyrir utan þegar maður var innan við 20 ára og alltaf á lífinu.

Endilega kvitta, langar að vita pínu af ykkur...jájá myndirnar!!!!

Knús til ykkar allra

 


Brúðkaup og flott.

Daginn í gær var allt á fullu, við vöknuðum rúmlega 9 og þá þurfti að fara fljótlega að borða morgunmat og taka sig til.  Þurftum að fara til Alicante að sækja Nabilu og Arslan sem voru svo góð að vera hjá krökkunum á meðan brúðkaupið fór fram.  Ég var reyndar búin að vera að vakna frá því kl 5 um morguninn vegna úrhellisrigningar og því sem því fylgdi, þrumur og eldingar.  Hugsaði úff.....veðrið sem við fáum, til að vera fínn og sætur.

Vorum komin heim rúmlega eitt, þá brunaði ég í El Corte Ingles til Mariu Dolores vinkonu minnar sem vinnur við snyrtivörur og hún málaði mig svona geðveikt flott.  Það tók sko sinn tíma þannig að þegar ég kom heim var stelpan hennar Loli farin að bíða eftir mér til að greiða mér.  Þetta var sko minn dagur, njóta þess að láta stjana við sig ehhe, ekki oft sem að maður getur leyft sér það. Borðaði á hlaupum og svo kom sæti kallinn minn að sækja mig og Tomas, Beatriz komu líka svo að við gætum farið öll saman. Það stóðst ég var stórglæsileg þó að ég segi sjálf frá.

Úff þetta var sko öðruvísi en á Íslandi, líka þar sem þú þekkir hvorki brúðhjónin né nokkurn annan þá var kirkjan hundleiðinleg haha, fyrir utan að vera á spænsku. Svo var þvílík bið eftir að brúðhjónin kæmu sér útúr kirkjunni, mér var orðið ansi illt í fótunum á mínum háu hælum. Fórum svo á einhvern stærsta veitingastað sem ég hef séð, honum er reyndar skipt í 10-15 veislusali og þvílíkir garðar að það er ótrúlegt.  En þar tók við önnur klst bið upp á endann og fæturnir voru ekki mjög hamingjusamir.  Borið var í okkur nóg af mat og drykkjarföngum það vantaði ekki.  Maturinn var svo frábær að maður borðaði oft yfir sig.  Rækjur, ostur, smokkfiskur, svínasteik og þetta er bara hluti.  Dönsuðum aðeins sem var í fyrsta skipti sem ég dansa við minn mann og mér leið stórkostlega, æi sorry ég hljóma hrikalega eigingjörn og eitthvað en það gengur bara allt svo frábærlega að það er til að segja frá því.

Tengdó gamli vakti okkur svo í morgun hahah, drifum okkur á fætur eftir það og borðuðum morgunmat með þeim.  Svo er dagurinn í dag búin að vera tileinkaður Nabilu og krökkunum.  Frekar rólegt eða eins rólegt og það getur verið með börnin.

LOFA að fara að setja inn myndir.....þið megið alveg skamma mig, þetta gengur ekki.

knús til allra

 


Spennan eykst!!!!!!!

Jæja úff sorry en það styttist í brúðkaupið, verð að segja ykkur að ég er nú bara pínu (fullt)Tala af sér stressuð.  Er byrjuð að lakka neglurnar á tám og höndum, hef mikinn áhuga að vera sem glæsilegust, þar sem ég er í fyrsta skipti að fara með kærastanum mínum Fulgen í svona opinbera veislu. Koss Veit að það hefur ekkert áhrif á hvort hann elskar mig meira eða minna en þetta er fyrir mig. Langar að brillera.....æi ég veit ekki hvað er að mér hahahHlæjandi en held að þetta sé bara góðs viti ekkert annað.  Hef nú ekki getað farið á hjólið í 2 daga þannig að einhver auka kíló eru þarna til staðar enn....en ekkert hræðilegt.  Meira að segja að barnapössunin er að ganga upp sem þýðir bara að þetta verður æði og enn betra. Glottandi

 Er búin að vera stússast í pappírsveseninu útaf matsalnum fyrir krakkana, hlýtur að reddast úr þessu þetta eru ég veit ekki hvað....þetta lið sem er opinbert hér. AULARÞögull sem gröfin

Hitti tengdó í dag eða aftur því ég hafði hitt hann áður en aldrei sem tengdadóttir, úff haha.  Hann vissi bara ansi margt um Ísland og virtist hafa áhuga á að heimsækja okkar fagra land.  En hann er nú komin til ára sinna þannig að ég veit ekki hvort það rætist en það er náttúrulega aldrei að vita.  Hann er ótrúlega hress og konan hans líka sem er frá Mexíkó, eru að hugsa um að flytja til Spánar en það kemur mjög fljótt í ljós á ég von á. Jose Maria og Fulgen vilja allavegana fá hann hingað.

Nú er búið að vera mikið skýjað og það er bara notalegt.  Hitinn fer þá ekki í mikið meira en 30° og það er þessi þægilegi hiti. Ullandi Í dag fórum við á bókasafnið og það fannst Ólafi Katli og Perlu Líf gaman. Perla Líf var úti með vinkonu sinni en Ólafur Ketill var með mér heima.

Gleymdi alveg að segja ykkur frá djammlífinu mínu heheSaklaus Fór á djammið á miðvikudagskvöldið.....er ekki í lagi heima hjá mér úpps.  En þetta var upphafið á nýju tímabili hjá djamminu hér en til að vera hreinskilin þá var ég nú komin heim til mín um kl 2 og þá var ég búin að vera klst hjá Fulgen að kjafta og knúsa hann, æi það er svo gott.  Vona að þið njótið öll dagsins í dag og bíðið ekki með góðu og yndislegu hlutina.  Þetta líf flýgur frá okkur.....verður að njóta þess og ekki hugsa um og eða hafa áhyggjur.

Kossar, Njótið þess að elska og vera elskuð LOVE YOU


Verslunarleiðangur.

Jább varð náttúrulega að versla smá fyrir brúðkaupið, keypti kjólinn í sumar á Grikklandi hann er RAUÐUR ekkert smá fallegur, hnésíður.  Ég keypti mér mjög háhæla skó ekkert smá fallega svona hvíta með steinum yfir ristina og rautt veski við kjólinn.  Nú er bara að redda greiðslu fyrir hárið á laugardaginn og þá erum við tilbúin hehe.  Verð ekkert smá glæsileg, fékk lánað hjá Henar vinkonu, rosa fallega eyrnalokka, armband og hring, veit ekki hvort ég bæti hálsmeninu við eða....Koss

Ææ kálfarnir, munið sipp æfingarnar hehhehe þær segja til sín, þó að ég sé búin að vera dugleg að hjóla þá er það allt önnur hreyfing en sipp og mér er enn illt í kálfunum hahaha.  Hjólaði samt fullt í gær og er alltaf að bæta mig.  Reyndar sleppti ég í dag þar sem ég var í bænum að stússast.

Þarf að standa í stappi útaf matsalnum eina ferðina enn.....Jose er búin að lofa að fara með mér að leysa úr málunum, sem betur fer.  Reyndar þarf ég nú að fara að gá hvort að ég geti reddað laugardeginum því bróðir Fulgen klikkar á endanum, þeim er boðið út Fýldur En hlýtur að reddast.

Er mjög pirruð á nágrönnunum, hjónaherbergið þeirra snýr að mínu og viti menn, litli strákurinn þeirra sem er um 3 ára fer ekki að sofa fyrr en eftir miðnætti og það heyrist ekkert smá vel á milli argÖskrandi Svo vakti hann mig kl rúmlega 6 í morgun, vona að þau verði ekki mikið hérna eða venji drenginn á eitthvað annað.

Vona að allir hafi það gott, já síðurnar Perlu og Ólafs eru í vinnslu en slóðina er að finna hérna við hliðina til vinstri eða http://www.netskoli.is/harrypotter og http://www.netskoli.is/4330 en gefið þessu þolinmæði, lítið sem ekkert komið inn enn. Hlæjandi


Helgin komin og farin híhí.

Hér er bara allt að komast í sitt horf.  Börnin farin að leika við alla vinina hér í kring þannig að ég fæ frið, öðru hvoru.  Síðasti dagurinn heima hjá Fulgen var á föstudaginn, og þetta er búið að bjarga mér alveg.  En nú byrjar matsalurinn á morgun og þá eru þau búin kl 15. Þannig að þá verður þetta æði, og svo byrjar allt í vikunni á eftir. Geggjað!!Glottandi

Helgin er búin að vera mjög fín.  Í gær vorum við mest hérna heima og úti á róló í rólegheitum.  Seinnipartinn fórum við svo til Fulgen.  Ég og Fulgen skruppum í Ikea, því nú fer kallinn að koma og þá verður allt að vera klárt.  Börnin urðu eftir heima með Palomu og borðuðu pizzu sem ég bjó til.  Fulgen keyrði okkur svo heim og kom aðeins upp.

Í dag fórum við svo til Torrevieja að hitta Oddnýju sem er stödd á La Florida, á el Melrose haha þar sem ég hef verið 2 sumur. Sóttum hana og fórum út að borða.  Ólafur Ketill gerði smá gloriur og var óþolandi en svo sem betur fer lagaðist það.  Keyrðum svo heim, ég stökk á þrekhjólið í 26 mín sem var ógeð gott. Drifum okkur svo labbandi heim.  Þau fóru svo eldsnemma að sofa því það er skóli á morgun.

Ps. Gleymdi alveg að ég byrjaði líka að prófa að sippa í morgun hahahaHlæjandi


Fyrsta vikan að verða liðin í skólanum.

Jæja allt heldur þetta áfram og smátt og smátt færist allt í sínar horfur.  Skólinn byrjaður og alveg að verða búin að plasta bækurnar ekki nema 2 eftir hehe. Í næstu viku loksins byrjar matsalurinn það var eins gott því Paloma byrjar í skólanum í næstu viku svo að þá verður engin barnapía.  En hún er búin að standa sig eins og hetja þessi elska.  Svo náttúrulega Fulgen sem hefur mest og aðallega séð um matseldina ofan í allt þetta lið hehhe hann er bara yndislegur.

Vaknaði í dag við þvílíkar þrumur og eldingar og náttúrulega úrhellisrigningu, sem var æði, það er mjög langt síðan hefur rignt hér að ráði, það kom önnur steypa rúmlega kl 14 en þess á milli kom þetta fína veður. 

Er búin að standa mig svo vel, við Fulgen fórum að kaupa þrekhjól um daginn og ég er búin að vera eins og brjálæðingur á því.  Í gær 45 mín og svolítið af magaæfingum og í dag aftur 45 mín, var alveg búin en þegar maður er búin að sturta sig þá er þetta geðveikt, manni líður miklu betur á eftir.  Á morgun þarf ég að muna að borga tennis fyrir Perlu Líf, kom henni að í því ekkert smá heppinn, hún verður þá allavegana eins og bróðir sinn í tennis og sundi, þau byrja frá og með 25. sept þá get ég loksins farið að fara í leikfimi þó að ég geti alltaf notað hitt heima hjá Fulgen, þá er fínt að fara líka á hlaupabrettið og í tækin.  Vorum því miður tölvulaus í allan morgun í vinnunni og gerðum það sem við gátum í tiltekt en svo var manni farið að leiðast hehe.

Jæja vonandi verður allt ok á morgun, Perla Líf og Ólafur Ketill eru skráð í íslenskuskólann og geta farið að opna bloggsíður þær munu verða auglýstar hér, þetta verður áhugavert.

Knús er að fara að glápa á imbann.


Hinn langþráði dagur runninn upp.....

Hvað segist krúttin mín.  Hér bara allt nokkuð gott, skólinn byrjaði hér í gær og krakkarnir bara nokkuð sátt.  Ólafur Ketill fékk kennara sem var búið að segja honum að væri rosalega ströng og alveg hræðileg en honum leist nú bara nokkuð vel á hana.  Bara þegar hún verður reið og fer að öskra þá má maður passa sig!!! hehe, þannig að hann veit hvað hann á að gera í vetur....halda sig á mottunni, þá fær hann ekki öskur.  Ég er sátt við þetta, þau læra allaveganna á meðan, betra heldur en einhver auli.  Perla fékk líka nýjan kennara og það er tónlistarkennarinn líka, virðist fín.  Það er búið að auka við leikfimi sem mér finnst FRÁBÆRT enda komin nýr kennari þar líka.

Í dag erum við svo bara að chilla, hér er frí í dag.  Er búin að vera að dúlla við sjálfan mig í allann morgun, ógeð gott.  Var svo helv....dugleg í gær í leikfimi, ná þessum kílóum af núna ekki seinna en í gær en það tekur víst meiri tíma en það. Gráta  Svo kláraði ég næstum að kaupa allt fyrir skólann en einhverjar bækur voru ekki til en verða það fyrir föstudag, get ekki beðið þangað til það er búið.  Brjáluð stemming á Íslandi í kvöld fyrir lokaþátt MAGNA haha, hef lítið fylgst með því en maður kíkir í blöðin á morgun ehhe.

Paloma ætlar aftur að bjarga okkur þessa viku því krakkarnir eru búin í skólanum kl 13 og ég á náttúrulega að vinna lengur. Vona svo innilega að það verði matsalur frá og með mánudeginum. Öskrandi Jæja ætla skella Perlu Líf í sturtu og skreppa aðeins út í rigninguna að sækja föt til vinkonu minnar fyrir Perlu Líf. 

Kossar og takk fyrir kvittið hehe, virðist ekki virka en þó að komi error kemur athugasemdin inn!!!Koss


Skólinn fer alveg að byrja. jibbý

Jæja þá, hvað segist....hér bara allt frekar rólegt en samt notalegt.  Hér er enn frekar heitt en samt að verða gott tímabil núna, erum svona í 32-34° á daginn en 23-25° á nóttunni, þannig það er líft að sofa.

Guð sé lof fyrir Palomu því hún er sko búin að vera svo dugleg að passa krakkana fyrir mig undanfarið og vill svo ekki leyfa mér að borga henni neitt.  Þannig við höfum plantað okkur í hádegismat heima hjá Fulgen og haft það NICE hehe.Ullandi Það var fínt að byrja að vinna reyndar eru tölvukerfin enn að stríða okkur en guð sé lof þetta er allt að koma, annars yrði ég vitlaus.  Byrjaði að fara að fara í leikfimi á miðvikudaginn en hef ekki komist aftur, þarf nú endilega að ná af mér þessum 3 kílóum sem ég bætti á mig á íslandinu fyrir utan hvað ég hef mikla löngun til þess. Má fara alla daga vikunnar en það er erfiðara ef maður hefur ekki pössun, Ólafur hefur nú verið rosalega mikið með vinum sínum en það er aðallega Perla Líf sem þarf að redda. Æi vona að næsta vika verði betri, verð að fara að vera rosa dugleg, okkur er nefnileg boðið í brúðkaup 23. sept og þá verður nú að verða búið að ná einhverju í burtu.  Reyndar kemur svo tengdó þann 21 líka svo það er nóg að gera.

Ætla að bæta inní fleiri kveðjum og þökkum til Íslands, mamma takk fyrir okkur þessa viku sem við gistum hjá þér og bara fyrir allt á meðan við vorum, þetta var frábært.  Svo átti Hanna María mín afmæli um daginn og segi hér með Til Hamingju gella, áfram í stuði.

Í gær kom vinafólk í mat, ætluðum út að borða 2 pör en það var engin barnapía svo að það var bara heima í nice köldum kvöldmat og kjaftatörn.  Maite og Paco komu, við Fulgen keyptum eitthvað svona bara til að skella á borðið köldu og þetta var ýkt nice. Þar sem börnin hans voru ekki gisti hann hérna hjá okkur sem fer nú bara að verða allvanalegt eða öfugt.  Loli kom loksins með Zaidu og krakkarnir eru búnir að skemmta sér konunglega í dag, söknuðu hennar ekkert smá.  Hjálpaði Fulgen að þrífa niðri í kjallara áður en pabbi hans kemur. Og núna langaði hann að vera í rólegheitum í kvöld en bjóst samt við að koma seinna.

2 dagar þangað til að skólinn byrjar og svo frí á þriðjudag. heheh.

knús og endilega látið vita af ykkur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband