Hinn langþráði dagur runninn upp.....

Hvað segist krúttin mín.  Hér bara allt nokkuð gott, skólinn byrjaði hér í gær og krakkarnir bara nokkuð sátt.  Ólafur Ketill fékk kennara sem var búið að segja honum að væri rosalega ströng og alveg hræðileg en honum leist nú bara nokkuð vel á hana.  Bara þegar hún verður reið og fer að öskra þá má maður passa sig!!! hehe, þannig að hann veit hvað hann á að gera í vetur....halda sig á mottunni, þá fær hann ekki öskur.  Ég er sátt við þetta, þau læra allaveganna á meðan, betra heldur en einhver auli.  Perla fékk líka nýjan kennara og það er tónlistarkennarinn líka, virðist fín.  Það er búið að auka við leikfimi sem mér finnst FRÁBÆRT enda komin nýr kennari þar líka.

Í dag erum við svo bara að chilla, hér er frí í dag.  Er búin að vera að dúlla við sjálfan mig í allann morgun, ógeð gott.  Var svo helv....dugleg í gær í leikfimi, ná þessum kílóum af núna ekki seinna en í gær en það tekur víst meiri tíma en það. Gráta  Svo kláraði ég næstum að kaupa allt fyrir skólann en einhverjar bækur voru ekki til en verða það fyrir föstudag, get ekki beðið þangað til það er búið.  Brjáluð stemming á Íslandi í kvöld fyrir lokaþátt MAGNA haha, hef lítið fylgst með því en maður kíkir í blöðin á morgun ehhe.

Paloma ætlar aftur að bjarga okkur þessa viku því krakkarnir eru búin í skólanum kl 13 og ég á náttúrulega að vinna lengur. Vona svo innilega að það verði matsalur frá og með mánudeginum. Öskrandi Jæja ætla skella Perlu Líf í sturtu og skreppa aðeins út í rigninguna að sækja föt til vinkonu minnar fyrir Perlu Líf. 

Kossar og takk fyrir kvittið hehe, virðist ekki virka en þó að komi error kemur athugasemdin inn!!!Koss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært hvað Paloma reynist þér vel með börnin, hrópa ferfalt húrra fyrir henni. Fór með innleggin fyrir Perlu Líf og sendi í dag, vona að þau komi fljótt. Fínt að skólinn byrjar vel og vonandi tekst krökkunum að samlagast vel. Og nú er MAGNI í kvöld, það finnst mér flott. Hann er minn maður, fínn söngvari og stendur sig afspyrnu vel í þessari erfiðu keppni. Bið að heilsa öllum, heyrumst, mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.9.2006 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband