Helgin komin og farin híhí.

Hér er bara allt að komast í sitt horf.  Börnin farin að leika við alla vinina hér í kring þannig að ég fæ frið, öðru hvoru.  Síðasti dagurinn heima hjá Fulgen var á föstudaginn, og þetta er búið að bjarga mér alveg.  En nú byrjar matsalurinn á morgun og þá eru þau búin kl 15. Þannig að þá verður þetta æði, og svo byrjar allt í vikunni á eftir. Geggjað!!Glottandi

Helgin er búin að vera mjög fín.  Í gær vorum við mest hérna heima og úti á róló í rólegheitum.  Seinnipartinn fórum við svo til Fulgen.  Ég og Fulgen skruppum í Ikea, því nú fer kallinn að koma og þá verður allt að vera klárt.  Börnin urðu eftir heima með Palomu og borðuðu pizzu sem ég bjó til.  Fulgen keyrði okkur svo heim og kom aðeins upp.

Í dag fórum við svo til Torrevieja að hitta Oddnýju sem er stödd á La Florida, á el Melrose haha þar sem ég hef verið 2 sumur. Sóttum hana og fórum út að borða.  Ólafur Ketill gerði smá gloriur og var óþolandi en svo sem betur fer lagaðist það.  Keyrðum svo heim, ég stökk á þrekhjólið í 26 mín sem var ógeð gott. Drifum okkur svo labbandi heim.  Þau fóru svo eldsnemma að sofa því það er skóli á morgun.

Ps. Gleymdi alveg að ég byrjaði líka að prófa að sippa í morgun hahahaHlæjandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gott að heyra að allt gengur svona vel. En ég fór inn á Netskólann og fékk Perlu Líf strax upp og kvittaði í gestabókina. Það er svo gaman að fá kvittun í gestabókina erlendis frá. En ég fékk nafn og addr. Ólafs Ketils ekki upp, hvernig sem ég reyndi, það kom alltaf upp einhver Error. Er hans addr. ekki örugglega WWW. netskoli.is/harry potter? Ætla að reyna aftur seinna, ef addr. er vitlaus viltu gefa mér upp þá réttu? Frábært að heyra hvað vel þér gengur í leikfiminni, að sippa er með því besta, að því að sagt er. Ég tók eldhúsið hjá mér í gegn, skúraði og bónaði gólfið, tók gluggann í gegn og þvoði í kring og þreif stólana og tók seturnar á þeim í gegn. Ryksugaði teppin og stólana í stofunni og frammi á gangi. Allt sem sagt Spic and Span, nema hægri handleggurinn á mér er í hálfgerðu lamasessi eftir þetta allt saman. Held ég hafi tognað, en vonandi líður þetta hjá. Bið að heilsa öllum, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.9.2006 kl. 06:44

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Komst inn á síðuna hans Ólafs og er búin að kvitta þar.Sem sagt allt í góðum gír. Kveðja, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.9.2006 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband