Fyrsta vikan að verða liðin í skólanum.

Jæja allt heldur þetta áfram og smátt og smátt færist allt í sínar horfur.  Skólinn byrjaður og alveg að verða búin að plasta bækurnar ekki nema 2 eftir hehe. Í næstu viku loksins byrjar matsalurinn það var eins gott því Paloma byrjar í skólanum í næstu viku svo að þá verður engin barnapía.  En hún er búin að standa sig eins og hetja þessi elska.  Svo náttúrulega Fulgen sem hefur mest og aðallega séð um matseldina ofan í allt þetta lið hehhe hann er bara yndislegur.

Vaknaði í dag við þvílíkar þrumur og eldingar og náttúrulega úrhellisrigningu, sem var æði, það er mjög langt síðan hefur rignt hér að ráði, það kom önnur steypa rúmlega kl 14 en þess á milli kom þetta fína veður. 

Er búin að standa mig svo vel, við Fulgen fórum að kaupa þrekhjól um daginn og ég er búin að vera eins og brjálæðingur á því.  Í gær 45 mín og svolítið af magaæfingum og í dag aftur 45 mín, var alveg búin en þegar maður er búin að sturta sig þá er þetta geðveikt, manni líður miklu betur á eftir.  Á morgun þarf ég að muna að borga tennis fyrir Perlu Líf, kom henni að í því ekkert smá heppinn, hún verður þá allavegana eins og bróðir sinn í tennis og sundi, þau byrja frá og með 25. sept þá get ég loksins farið að fara í leikfimi þó að ég geti alltaf notað hitt heima hjá Fulgen, þá er fínt að fara líka á hlaupabrettið og í tækin.  Vorum því miður tölvulaus í allan morgun í vinnunni og gerðum það sem við gátum í tiltekt en svo var manni farið að leiðast hehe.

Jæja vonandi verður allt ok á morgun, Perla Líf og Ólafur Ketill eru skráð í íslenskuskólann og geta farið að opna bloggsíður þær munu verða auglýstar hér, þetta verður áhugavert.

Knús er að fara að glápa á imbann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært þetta með íslenskuskólann, það verður spennandi að fylgjast með því. Blogg síður, það verður frábært. Og þau geta kynnst hinum og þessum krökkum sem búa erlendis. Flott. Þetta með tennisinn fyrir Perlu er meiriháttar, öll líkamshreyfing er svo nauðsynleg. Bið að heilsa þér og börnunum og Fulgen og allri hans fjölskyldu. Ég á að byrja í spænsku í fyrramálið, það verður nú dálítið forvitnilegt. Hehe. Kveðjur, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.9.2006 kl. 21:34

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Fór í spænskuna og gekk sæmilega en er með frábærum konum sem endilega vilja halda í mig í framhaldsflokknum. Ég læt reyna á þetta, humm. Takk fyrir svarið á blogginu mínu, vissi reyndar ekki hvað ég átti að taka fyrir þar, þar sem MAGNI er að koma til Íslands. En hann er sko kominn á kortið. Kveðjur til allra, mamma. Frábært þetta með íslenskuskólann.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.9.2006 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband