Veikindi

Jæja helgin var bara frábær að öllu leyti, brúðkaupið, ég fór í hárgreiðslu og vinkona mín málaði mig. Ég vakti mikla athygli meðal frændfólks og skyldmenna Fulgen sem höfðu aldrei séð mig svona vel til hafða og ég var að hitta marga í fyrsta sinn.  Við fórum nú reyndar bara snemma heim en þetta var mjög gaman.

Ólafur Ketill og Perla Líf voru í góðu yfirlæti í afmæli og svo meirihlutann af sunnudeginum með okkar kæru vinkonu Nines og systurdóttur hennar.  Þannig að ég fékk smá barnafrí þessa helgi, það varð ekkert úr Karnavali, því þau komu tilbaka um kl18 þá er það víst búið.  

Perla Líf veiktist í gær eða fékk svona asma eða þannig og mikinn hita í nótt.  Ef hún lagast ekki þarf að taka lungnamynd af henni á morgun og örugglega gefa henni pensilín eins og oft áður.  

Annars er ég búin að taka íbúðina að mestu í gegn því í dag kemur Þurý til okkar, förum og sækjum hana á San Javier flugvöll seinnipartinn.  

PS. er að verða frænka enn einu sinni.

knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ, Guðrún. Vonandi lagast þetta fljótt hjá Perlu Líf, vonandi engar myndatökur. Ég segi bara toj,toj,toj....það klikkar ekki og batinn á næstu grösum.

Frábært að eiga vinsældir tengdafjölskyldunnar, það hefur þýðingu. Nú er Þurý að koma til Spánar, og spennandi að vita með framhaldið. Vonandi gengur allt í sómanum.

Til hamingju með litla frændann í Svíþjóð, það verður spennandi að sjá myndina. Ég hef varla tölu á barnabörnunum. Einu sinni var ég spurð um fjöldann og ég stundi því upp, en tók jafnframt fram að ég hefði nú ekki gert þetta allt saman. Það stóð ekki á svari hjá spyrjandanum:....En þú sáðir fræinu. Óneitanlega á ég stóran þátt í þessu sem milliliður...hehehe...

Heyrumst seinna....bið að heilsa börnunum og þér sjálfri....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.2.2007 kl. 12:55

2 identicon

Til hamingju með frændann alltaf gaman að verða frænka

Knús í klessu og segðu Perlu að Róbert er  enþá kærastinn hennar

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband