Valentínusardagurinn, brúðkaup og fullt að gerast.

Hæ hæ,

Vá mar ég elska mig svo mikið,hehe ég fór sko og keypti gjafir handa mér, ég best.LoL Reyndar keypti ég smá pakka handa elskunni minni!! Og svo gaf hann mér fullt af kossum, þeim má nú ekki gleyma, þeir lífga upp á lífið.  Svo er Karnival á fullu hérna á Spáni núna, Perla Líf fer með vinkonu sinni á það á morgun og keyptum við drekabúning í tilefni af því, Ólafur Ketill fékk líka búning eitthvað drakúla dæmi.  Svo er þeim boðið í afmæli á laugardaginn, mér og Fulgen í brúðkaup.  Þannig að þau fara í afmæli og svo til Ninesar að gista, það verður fjör.  Þetta er afmælið besta vinar hans Ólafs, Adrian.  

 Á sunnudaginn förum við kannski bara öll á Karnavalið....síðasti dagurinn, æi maður ætti nú að skella sér fyrir þessi grey. Ja sjáum til.

Í dag var flottur dagurinn, hitinn heldur áfram, þannig að skíðaferðin er enn á undanhaldi.....Undecided En viti menn þó að maðurinn minn hafi ekki haft neina gjöf í gær þá kom hann sko hlaðinn gjöfum í dag!!! Haldið ekki að hann hafi keypt skíði og klossa handa mér!!! Jibbý ég er ekkert smá hamingjusöm.Happy Það eina var að klossarnir voru heldur litlir....það þarf að skipta þeim, því miður.Frown En þetta var frábært.

Búin í bili, 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært að lífið skuli vera svona skemmtilegt og fullt af óvæntum uppákomum, til hamingju með það.

Fór með passann á  lögreglustöðina í dag, föstudagur til frægðar, sem sagt góður dagur. En það sem þær furðuðu sig á var að ég skyldi ekki vera búin að lenda í krísum vegna ósamræmis í passa og tölvu. Humm...og auðvitað fékk ég tekna af mér  fangabúðarmynd, ég sagði nú stúlkunni sem tók myndina að sex ára gamalt barnabarn mitt tæki bestu myndirnar af mér, sem sagt Perla Líf. Stúlkan horfði kuldalega á mig lyfti annari augabrúninni og sagði....SEX ÁRA. Jamm, svaraði ég, hehe.

Líklega þarf að athuga bankann CAM eitthvað við þessa opinberu breytingu. Við ræðum það seinna.

Heyrumst fljótlega....Sóldís....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.2.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Er Guðrún Anna búin að læsa blogginu sínu? Vonandi hefur hún sínar skýringar, hemm.  Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.2.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband