Hreinsunardagar....

Jább mín er núna í stuði til að henda og taka til!!! Eins gott að nota tækifærið, því það er nú ekki alltaf sem mín kemst í svona stuð.  Fátæka fólkið og Rauði krossinn hafa fengið nokkra poka undanfarið af fötum og dóti....úff það er svo mikið til af drasli.  Er nú að ljúka þessu eða það er nú ekki mikið eftir.

Nú okkur er boðið í brúðkaup heima á Íslandi þann 17. mars en því miður komumst við ekki!!! Frown Ástæðurnar eru nokkrar, því miður er ekki byrjað að fljúga beint, þannig að flugið er þó nokkuð dýrara og svo tekur það miklu lengri tíma að fara í gegnum London.  Til að stoppa bara í 4 daga þá er þetta því miður ekki inni í myndinni.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er sorgmædd yfir að komast ekki, en það er búið að lofa mér videoi af öllum herlegheitunum og það verður víst að duga mér.

Jæja hér er komið sumarveður....ótrúlegt við erum komin í 25°á daginn sem hefur ekki gerst í 30 ár hér á Spáni í febrúar. Lítur út fyrir að ég geti verið á stuttbuxunum eða pilsi á afmælisdaginn.  En þar af leiðandi fer lítið fyrir skíðaferðinni sem mig langaði í. W00t  

Heyrumst... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja tók mín sig til og gerði vorhreingerninguna um leið og veður gafst til líst vel á þig og vá til hamingju hehe vildi komast í þennan gír en bíður betri tíma. Knús í klessu snúlla

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Frábært að heyra að svona vel hefur tekist til með fatatiltektirnar hjá þér og að fátæka fólkið og Rauði Krossinn skuli njóta góðs af. Það er eins og þar stendur það skilar sér alltaf ef maður gerir góðverk, sannaðu til.!

Gott að þú færð að sjá brúðkaupið á spólu, ef að líkum lætur verður það örugglega vel heppnað. Tilhlökkunarefni.!

Komið sumar hjá ykkur?...Hérna er örugglega einhver spölur í það mál, flensur ganga eins og faraldur, að sögn. Fór inn í Skífuna og sagði stúlkan sem afgreiddi mig að starfsfólk Skífunnar væri meira og minna veikt meira að segja hefði núna nýlega fimm verið veikir í körfuboltakeppni. Og þá er útlitið svart.

Nú er afmælið þitt framundan og þú á stuttbuxum, vá. En slæmt með skíðin, en það kemur dagur eftir þennan dag. Bestu kveðjur til allra, þín og barnanna, mamma og amma Sóldís.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.2.2007 kl. 19:00

3 identicon

Hæ sæta mín .. já Simmi reddar dvd fyrir þig  .. Við skiljum þig fullvel ..alltof dýrt að fljúga svona á milli ! Þið verðið bara með okkur í huganum. Aron Blær vill fara til Spánar .. fyrst fljúga í flugvél, svo dýragarðinn og svo vill hann hitta "perluna mína" eins og hann kallar perlu og "Óli Keill" hehe Hann er búinn að vera veikur engillinn ..þannig skil hann vel að vilja flýja til spánar haha hafa það gott í sólinni..

Knús og kossar til ykkar

Didda, Simmi og Aron Blær

Didda og Simmi (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband