Það á ekki af okkur að ganga!

Nú lífið gengur sinn vanagang en það er eitthvað í gangi á eftir okkur núna.  Ólafur er enn hálf skrítin, orkulaus, með höfuðverk endrum og sinnum og til að kóróna allt saman þá snéri hann á sér löppina í gær.  Hann er svo bólgin að það er ekki fyndið, stígur ekki í löppina og æðislega gaman.  Við að fara í ferðalag og Ólafur Ketill getur ekki gengið.....mér finnst þetta ekki mjög skemmtilegt uppátæki akkúrat núna en svona er þetta víst bara. Svo í morgun þegar ég hringdi á hótelið til að láta vita að við kæmum seint þá kom það í ljós að bókunin sem ég hafði gert á netinu hafði klikkað.....VIÐ ÁTTUM EKKI BÓKAÐ HERBERGI.....á síðustu stundu....helv.  Ég gat ekki hugsað um það í augnablikinu því ég þurfti að fara með Perlu Líf í skólann og Ólaf Ketil til læknis, varð allt í einu svo stressuð að það var ekki fyndið.  En sem betur fer reddaðist þetta en auðvitað var það næstum helmingi dýrara....við hverju var að búast, týpískt hjá mér.

Ja en ferðahugurinn er nú samt að komast í gang aftur og ég er búin að vera að skoða á internetinu hinar ýmsu síður með stöðum til að skoða, vatnagarðana og ýmsar upplýsingar um Mallorka.  

Nú er skólinn loksins búin og við að fara í smá frí, taka forskot á sæluna.  Í vikunni fór ég í tvöfaldan spinningtíma sem var mjög skemmtilegur en ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið svona þreytt.  Síðasti hálftímin leið eins og skjaldbaka, en kennararnir voru frábærir og það var það sem hélt þessu uppi.  Nú er bara að liggja á ströndinni og við sundlaugina í viku og hafa það gott.  Vonandi hafið þið það öll sem best heyrumst á bakaleiðinni, verð sambandslaus á eyjunni.  KNÚSHeartCool


Blóðið hætti að renna....

Jæja lyfjagjöfin hennar Perlu Lífar gengur vel og virðist vera að virka mjög vel.  Nú í næstu viku förum við til læknisins til að hann kíki á hana en ég hugsa að hann verði bara ánægður með framförina.  Sem betur fer er hún betri áður en við förum til Mallorka úff ég var farin að kvíða fyrir.

En fórum að taka blóð úr Ólafi Katli eldsnemma á föstudagsmorguninn æi bara rannsókn til að athuga hvort að allt sé ekki í lagi, s.s. kólesteról og uff ég veit ekki allt en líka af því að hann var með hita um daginn án skýringa.  Fæ loksins að vita líka blóðflokkinn hans mér finnst það gaman hehe.  En þessi blóðtaka var saga til næsta bæjar......Það var fullt af fólki og náttúrulega bara færibandavinna, allt á fullu,  Ólafur Ketill greyið var frekar stressaður settur þarna í stól eins og fullorðnafólkið og svo var byrjað að leita að æðinni sem hentaði.  Ólafi Katli fannst mjög óþægilegt það sem er hert um handlegginn svo að æðarnar komi betur fram og svo þegar loksins var búið að stinga, kom varla neitt blóð.....hann fölnaði upp og það kom bara nánast ekkert blóð í sprautuna.  Nú voru góð ráð dýr....beint á bekkinn með hann, fæturnar upp í loft, höfuðið aðeins niður og svo anda.   Með öllum þessum æfingum hafðist að ná blóði úr hinum handleggnum og við sluppum heil úr þessu ahahha.  En svona var ég þegar ég var lítil líka....leið bara yfir mig hehe.

Erum búin að vera heima hjá Fulgen um helgina, Perla Líf reyndar ekki því hún fór með vinkonu sinni Christinu í sveitina úff þvílíkt gaman mar.  Mér var sagt að hún léki á alls oddi þarna með hvolp og dýr og sundlaug.....borðaði á sig gat og bara í skýjunum.  En við höfum líka haft það mjög gott fórum með Miguel og Fulgen til Alicante í gær og borðuðum á þessum fína ítalska veitingastað, fór með strákana aðeins á ströndina áður því Fulgen þurfti að stilla píanó í leikhúsinu.  Svo vorum við bara að reyna að laga fartölvuna sem gekk ekki neitt og hafa það nice um kvöldið.   Bara með strákana hjá okkur,  þetta var mjög fínt.  

Ólafur Ketill fór til Adrian í dag og var þar alveg allann daginn, á meðan keyrði ég elskuna mína á flugvöllinn því hann var að yfirgefa mig aftur.  Nú er förinni heitið til Kansas á námskeið.

Kveðjur þangað til næst 


Málið versnaði heldur en..fer nú loksins batnandi.

Nóttin eftir síðustu færslu var hreinn horror, heyrði nú í Þóreyju og var að kjafta svolítið frameftir, svo þegar mín ætlaði að fara að sofa þá byrjaði það.  Perla Líf byrjaði með sín ógurlegu hóstaköst og um tvöleytið ákvað ég að fara með hana upp á bráðavakt.  Úff þegar þangað var komið far allt stútfullt útúr dyrum ég fékk áfall.  En þar sem súrefnisinntakan hennar Perlu Lífar var orðin svo slæm þá fórum við bara framfyrir alla og inn til læknisins eftir 10 mín.  Þar var hún skoðuð og svo var henni gefið súrefni og ventolin 3 sinnum en það þarf að bíða umbþ klst á milli, þannig að við vorum þarna í rúma 3 klukkutíma.  Auðvitað þegar heim kom var ég svöng og auðvitað drulluþreytt en maður sofnar nú ekki alveg eftir pöntun, þannig að ég sofnaði ekki fyrr en hálf sex.  Svo hringdi vekjaraklukkan um áttaleytið og þá þurfti ég að athuga hvort að Ólafi Katli liði betur og senda hann í skólann en við Perla ætluðum að sofa.  Ólafur fór í skólann með nánast engan hita og allt nokkuð gott.  En við Perla Líf fengum nú ekki að sofa því nú var heilsugæslan og barnalæknirinn.....það tók sko allann morguninn.  Henni var gefin sprauta til að reyna að klippa á hóstann sem enn var viðloðandi, og svo hrúgu af meðulum.  Sum sem hún þarf líklega að taka í langan tíma til að reyna að koma í veg fyrir þessi köst.

 Nú eru liðnir 3 dagar og hún er miklu betri, hóstar orðið nánast ekki neitt.  Við krossleggjum fingur um að þessi lyfjagöf virki í eitt skipti fyrir öll.  Ólafur Ketill á að mæta í blóðprufuna á morgun en hann er betri en er samt skrítin, hefur ekki fengið lystina að fullu og með höfuðverk ennþá stundum.  Vonum að það komi í ljós með þessari prufu.

Ja annað gengur sinn vanagang og allt í góðu, ég fer í mitt Padel og við vorum á tennishátíð núna seinnipartinn og það var rosa stuð.  Nú eru allar tómstundirnar að verða búnar og við förum í frí.

knús í bili 


Kvef, hósti og hiti....hvað verður það næst.

Svona er lífið við höldum áfram að þjást allavegana yngri hlutinn á þessu heimili.  Nú hósta börnin í kór, reyndar mjög ólíkur hósti en samt ótrúlega pirrandi og getur þetta ekki klárast. 

Ólafur Ketill greyið hafði enga lyst í dag og ég sem ætlaði að senda hann í skólann ef hann væri ekki mjög slappur en svo var ekki.  Pöntuðum tíma hjá lækni sem ákvað að senda hann í blóðrannsókn en við þurfum víst að bíða til föstudags með það.  Ætli hitinn verði ekki farin þá??? týpískt.  Perla Líf er enn með sinn asma hósta og ég fer nú að fara með hana líka aftur til læknis og krefjast rannsókna.  Vil þó allavegana fá að vita hvort þetta er asmi eða hvað!!!

Nú er orðið alltof heitt hérna til að vera veikur!!! Hitinn fór í um 35 gráður í dag og það var vel heitt.  En við fórum í tennis, meira að segja Ólafur Ketill líka en hann var samt hálf kraftlaus en sló samt ótrúlega vel.  Þau fara í próf í tennis á miðvikudag og svo verður sumarhátíðin á fimmtudag, er samt kennt til 28 júní að ég held.  Annars bara gott að frétta héðan, over and out. 


Jebb, góð helgi..

Jább haldið ekki að ég hafi fundið mér þennan fína kjól og saga til næsta bæjar að Fulgen hafi farið með mér að kíkja á hann og kaupa.  Það fannst mér nú ótrúlega merkilegt en honum fannst kjóllinn flottur eins og mér, keypti hann í flýti því að við vorum á þvílíkum hlaupum því að krakkarnir voru með Nines og hún var að fara í kvöldmat með kórnum sínum.  Reyndar fórum við í kvöldmatinn sem var í æskuumhverfi Fulgens og þó að Ólafur Ketill væri lítill þegar við komum með hita og eitthvað þá var það nú fljótt að renna af honum og hann lék sér með krökkunum sem voru þarna og auðvitað Perla Líf líka og þetta var frábært kvöld sögðu þau bæði.  Við vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega miðnætti og seint farið að sofa.

Ma Jose dóttir Loli vinkonu minnar greiddi mér hérna á laugardagsmorguninn og það endaði með að ég ákvað að taka krakkana með í brúðkaupið því annað hefði bara verið vesen.  Perla Líf fékk þessa fínu greiðslu líka og þetta var mjög skemmtilegt brúðkaup, við entumst til að verða 21 um kvöldið og þá var í raun nóg eftir enn af skemmtun en okkur fannst nóg komið.  Ætluðum heim að slappa af og horfa á mynd en þá var spænska deildin í fótbolta ekkert smá spennandi og við urðum að sjá hana. Síðan kíktum við á mynd sem við á endanum vorum að sofna yfir.

Í dag var rólegt, borðuðum hjá Fulgen og svo heim að slaka á.  Ég og Perla Líf steinsofnuðum í sófanum en það versta er að Ólafur Ketill er enn með hita þó að hann hafi heldur lækkað en við fengum að vita hjá Nines að þetta er eitthvað í hálsinum, sýking.  Og Perla Líf er að gera mig vitlausa með hósta sem ég get ekki séð annað en að þetta sé asmi eða eitthvað, er búin að fá meira en nóg af þessu.  Nú eru ekki nema 2 vikur þangað til að við förum til Mallorka, jibby.

Meira seinna. 


Veikindi....

Jæja hér erum við enn á ný, tíminn líður en þessi vika er nú svolítið öðruvísi. Hann Ólafur Ketill fékk allt í einu hita á þriðjudaginn, alveg 38,5° seinnipartinn og var með mikinn höfuðverk, greyið litla.  Nú er hann búin að vera með hita á 3ja dag og heima í 2 daga úr skólanum.  Það er mjög óvenjulegt því hann er aldrei veikur en það hlaut nú samt að koma eitthvað smá.  Nines barnalæknir vinkona okkar ætlar að koma að kíkja á hann seinnipartinn en honum er ekki illt neins staðar sem er mjög skrítið, nema þá í höfðinu.  Vonandi verður hann hress á morgun, hann er reyndar frekar listarlítill með þessu.

Þannig að nú fylgi ég Perlu Líf í skólann á morgnanna og sæki hana kl 15.  Ég keypti handa henni nýtt úr um daginn en hún er búin að eiga nokkur og alltaf týnir hún þeim, en nú er komin tími á að læra á klukku til að geta verið úti og komið samt heim á þeim tíma sem er sagt.  Það munar miklu að þurfa ekki að leita af henni rétt áður en við förum í sund eða tennis því nú kemur heim á réttum tíma.  Hún fékk úrið og Ólafur Ketill fékk nýjan mp3 spilara fyrir góðan árangur í skólanum í vetur, þó að það séu enn 2 vikur eftir þá held ég að þetta hljóti að klárast með trompi.

Ég hef ekki getað farið í leikfimi útaf veikindunum en fór nú samt í Padel.  Mig langaði að fara í dag eða á morgun að gá hvort að það væri nú ekki einhver kjóll sem biði eftir mér í dag eða á morgun, en verð víst að sjá til á morgun, vil nú ekki skilja Ólaf greyið of mikið eftir einan.  

Við erum boðið í brúðkaupið hjá Tómasi og Beu sem vinnur með mér á laugardaginn, börnin verða á meðan hjá tengdó og svo örugglega í Cordillera, þetta reddast allt.  Er ekki enn komin með á hreint hvort ég fæ greiðslu því hér er frídagur á laugardaginn, það verður hræðilegt ef ég fæ engan til að greiða mér úff.

Hafið það gott...... 


Útskrift og heimkoma.

Jæja það koma að stóra deginum hennar Palomu, það var á föstudaginn og þetta var haldið í portinu í skólanum hennar.  Í stað stúdentshúfunnar sem er á Íslandi þá var settur á þau svona blár borði sem mér fannst nú ekkert spes en svona er þetta bara víst hér.  Paloma var ein af þeim nemendum sem fékk heiðurseinkunn og fær hún þá frítt í háskólann fyrsta árið, það er sko engin smá peningur.

Nú svo var ég með Chiqui í gær og við fórum í bæinn að reyna að kaupa kjól fyrir brúðkaupið en ég fann ekkert ef mér líkaði við eitthvað þá var hann of stór og ekki til í minni stærð, ógeð fúlt.  Við borðuðum svo heima hjá þeim og vorum svo bara að dúlla okkur heima seinnipartinn, fórum svo að kaupa inn líka aðeins fyrir Fulgen því þar var engin heima og eitthvað lítið til.  Fórum í Thader að borða kvöldmat, krakkarnir á Subway en við kebab á tyrkneska veitingastaðnum ekkert smá gott.  Svo renndi ég eftir Fulgen en hann átti að lenda kl 1 að nóttu.  

Það var svo ljúft að fá hann tilbaka.  Hann kom með gjafir eins og alltaf þessi elska, gaf mér ipod með 30 gb minni ekkert smá flottur!!! Svo keypti hann handa okkur keramik hnífa, þeir skera sko ekkert smá stórhættulegir en náttúrulega góðir í matinn hehe.

Fórum í Cordillera í dag í sólbað því nú fer útilaugin að opna, það var bara notalegt, reyndar kom Fulgen ekkert með okkur, var latur og þreyttur, ekki skrítið.  Nú fer ein enn vikan að byrja og hún verður búin áður en að við vitum af.

Knús 


Allir farnir heim....

Ja það hlaut að koma að deginum, nú eru allir gestirnir okkar farnir.  Það er að segja gestir hún Þurý mín var nú varla gestur lengur eftir að hafa verið hérna í 3 mánuði og í íbúð sér og allt.  En allavegana  hún og Steinar komu úr ferðalaginu á sunnudag og ég hitti þau nú ekki fyrr en á þriðjudag.  Það var svo brjálað hjá mér að gera á mánudaginn, fór í media markt fyrir Össa bróðir að kíkja á verð á minniskortum í myndavélar, svo var ísskápurinn eitthvað svo tómur að það varð að fara í Mercadona að versla allavegana eitthvað, vatn og nauðsynjavörur.  Nú mín vildi líka flýta sér heim til að vita hvort að Fulgen myndi nú láta vita eitthvað af sér....var sko ekkert búin að heyra í honum nema smá email um morguninn.  Var sko á hlaupum því svo átti ég að mæta í laser kl 15.30, úff ekki tími til neins.  Skellti mat í andlitið á mér og svo talaði ég við Fulgen á skypinu í smá stund, hann var voða þreyttur enda ekki næstum búin að ná tímamismuninum sem eru 7 klst, fyrir utan allt ferðalagið.  Þessi elska saknaði mín fullt og var búin að kaupa ýmislegt handa mér.

Fór svo út að borða með Þurý og Steinari á Casa Carmelina í hádeginu á þriðjudag svo vorum við að snúast í búðum að athuga með 20" sjónvarp handa þeim, koma krökkunum í sund en sem betur fer leyfði Paloma mér að skilja þau eftir hjá henni þangað til að þau áttu að mæta.  Keyrði svo Steinar og Þurý heim seint um kvöldið það var komin tími til að pakka.  Í gær var rólegt, æi það var notalegt.  Reyndar fór ég með bílinn í skoðun til tryggingafélagsins sem á að borga skemmdirnar á honum en  þetta gekk allt mjög vel.  Enn einn mánuðurinn að klárast og við förum í stúdents útskriftina hennar Palomu á föstudaginn hún fékk yfir 9 í meðaleinkunn hún er ótrúleg.

Jæja nóg í bili, biðjum að heilsa öllum. 


Fermingar...úff.

Jæja loksins, lofa ég að tala ekki meira um fermingar á þessu ári eftir þessa færslu!!! Í dag vorum við boðin í 4 fermingar, ótrúlegt en satt okkur tókst að mæta í 3. Það byrjaði á kirkjunni og þar voru öll þessi 4 börn voru að fermast í sömu kirkjunni sem betur fer.  Svo fór Ólafur Ketill í veisluna til Maríu del Mar sem ávallt er kynnir með honum í skólanum og sér vinkona.  En Perla Líf og ég fórum allaleiðina til Lorca að vera við veisluna hennar Belen.  Föðurfjölskylda hennar sá um veisluna og þau eiga nú dáldið af peningum svo að það var ekkert til sparað í þeirri veislu, maður bara át á sig gat en lét nú áfengið vera þar sem eru rúmir 40 km aftur tilbaka til Murciu.  Kl rúmlega 18 þá brunuðum við Perla Líf aftur til Murciu því þar beið okkur svona barnalands veisla eins fermingarbarnsins sem var haldin eftir aðalveisluna.  Þar var meiri drykkur, meiri matur en börnin hoppuðu og djöfluðust í tækjunum til um kl 21, þá var að sækja Ólaf Ketil og nú er komin ró á liðið.  Maður er sko alveg búin eftir svona dag úff.  Þær eru búnar fermingarnar sem ég veit um í ár, jibbý.

Annars gleymdi ég alveg að minnast á brúðkaupið sem ég og Fulgen fórum í um daginn, það var mjög skemmtilegt og kannski ekki mikið frásögufærandi nema þetta var æskuvinur Fulgen sem var að gifta sig í annað sinn eftir að hafa misst konuna sína úr krabbameini.  Þar af leiðandi voru þar margir æskuvinir hans og það var mjög gaman að kynnast öllu þessu fólki og Fulgen lék á alls oddi, vildi meira að segja dansa og bara frábært.  Skemmtum okkur þrusuvel.

Ég ætla nú bara að taka það rólegt, sjá hvort að Fulgen minn vaknar þarna lengst í burtu svo að ég geti heyrt aðeins í honum annars verður bara farið snemma í háttinn.  Ein búin að fá nóg. 


Það hlaut að koma að því!!!!

Sælt veri fólkið, hér er nú bara búið að vera notalegt með gesti í heimsókn.  Reyndar byrjaði ferðin vel hjá greyið Össa og Kötu.  Á fimmtudaginn ætlaði ég að vera rosalega góð að bjóða þeim á fínan hrísgrjónastað og þau komu eftir að vera búin að rölta á markaðin og svona um bæinn til mín.  Haldið þið ekki að við lendum í 4 bíla árekstri.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ég lendi í árekstri en einhvern tímann er allt fyrst.  En málið var að það snarhemluðu bílarnir fyrir framan okkur og ég náði sko að bremsa þó dálítið frá næsta bíl en sá sem kom á eftir var ekkert að horfa og bremsaði ekki einu sinni.   Þannig að hann lenti aftan á okkur og henti okkur vel á næsta bíl. Ég var semsagt í 100% rétti og það á að kíkja og laga bílinn minn í næstu viku. En við erum heil og það er fyrir öllu.  Reyndar þurftum við að hanga þarna með löggunni í rúman klukkutíma og þá var bara komin tími til að sækja krakkana og við ákváðum bara að fara að fá okkur kebab í verslunarmiðstöðinni.

En vikan eins og ég segi er búin að vera mjög fljót að líða og það er búið að vera frábært að hafa Össa og Kötu við erum strax farin að sakna þeirra.  Við fórum með þeim á ströndina, var reyndar hávaða rok og læti en var samt bara fínt.  Össi spilaði padel við mig, Fulgen og Miguel og svona liðu dagarnir.  Við fórum í kvöldmat á spænskavísu til Jose bróðir Fulgen og Chiqui konunar hans og fullt af nágrönnum þeirra og það var svona mjög typical spænskir réttir, alveg brilliant.

Nú er krúttið mitt að fara til Japan í kvöld og verður í viku, það verður svo sem nóg um að vera hjá okkur, það eru bara 4 fermingar á sunnudaginn.  Þurý og Steinar fara að koma tilbaka og fara reyndar næstum strax til Íslands.  Svo líður hægt og sígandi að skólaslitum, Ólafur Ketill er búin að brillera í síðustu prófum og ég óska þess að næsta ár og árin þar á eftir reynist honum svona auðveld og skemmtileg í skólanum.   Jæja hætt í bili.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband