Heimsóknir, brúðkaup og fermingar....
15.5.2007 | 14:40
Halló halló,
Veit varla hvernig ég á að komast framúr þessari helgi sem er framundan, held samt að ég byrji á að biðja um frí á föstudag því seinnipartinn erum við Fulgen boðin í brúðkaup hjá mjög góðum vini hans. Auðvitað sem kona verð ég að láta laga á mér hárið og aðeins að farða mig, annað gengur ekki og ef ég er að vinna fram eftir þá get ég lítið gert held ég. En allavegana Össi og Kata koma líka á morgun sem er mikið tilhlökkunnarefni, en það er verst hvað helgin er pökkuð eitthvað. Á laugardagseftirmiðdaginn er okkur boðið í afmæli hjá lítilli vinkonu og svo fer Ólafur Ketill í fermingu á sunnudaginn, sem betur fer var okkur ekki öllum boðið í hana. Fulgen er líka að fara í fermingu með sín á sunnudaginn til frænda í mömmu þeirra ætt. Mig langaði mikið að reyna að fara á ströndina helst báða dagana um helgina ef þá Össi og Kata vilja ekki gera eitthvað annað.
Í gær fór ég í smá kaupleiðangur, langaði í fleiri buxnapils fyrir padel og eitthvað sætt og mér tókst að kaupa mér 2 pils og einn bol. Ólafur Ketill ætlaði að kaupa sér nýjan mp3 spilara sem voru á tilboði í einni búð en þeir voru því miður allir búnir...hljótum að finna einhverja ódýra annars staðar.
Er aðeins byrjuð að hreingera áður en gestirnir koma, þetta er mest ryk en það verður víst líka að þrífa það. Svo á morgun ætla ég að taka allar sængur í burtu og þá verður þetta allt klárt. Ætla að drífa mig í leikfimi og padel í dag svo verður örugglega minna um leikfimi á meðan Össi og Kata eru hérna þó að ég sleppi nú ekki padel, það er á hreinu!!!
Það er komið sumar!!!
13.5.2007 | 11:47
Úff og rúmlega það mar....við erum enn í júní og það er búið að vera um 35° á hverjum einasta degi núna. Það hefði mátt vera meira jafnvægi í þessu ekki bara úr kulda í þennan svaka hita. Hefði viljað hafa mánuð bara með 25°-30° en það er ekki hægt að biðja um allt í þessu lífi.
Vikan er bara búin að líða á hundrað, ég prófaði nýja leikfimi tíma á þriðjudaginn sem heitir Workout og það er svaka skemmtilegt og ekki of erfitt til að spila Padel á eftir. Þessi tími fer bara eftir því sem þjálfaranum dettur í hug þann daginn, sú sem er með þennan tíma er algjör bomba, endalausa orku og svo svitnar hún fyrir okkur öll. Þannig ég fór í þennan tíma líka á fimmtudag, svo í spinning á föstudag en þurfti fyrst að hlaupa heiman að frá mér í 34°hita því bílskúrshurðin var biluð, úff mar. Við fórum að sækja hann Steinar á flugvöllin á miðvikudag og það var farið mjög seint að sofa, á fimmtudag komu Þurý og Steinar heim til Fulgens í heimsókn um kvöldið og það var líka farið seint heim hehe. Föstudagurinn var rólegri og ég var með Perlu Líf úti á róló heillengi svo fórum við til Fulgen.
Gærdagurinn var frábær, krakkarnir fóru í Cordillera að leika sér en ég og Fulgen fórum til Campoamor að borða með vinafólki, Henar og Samuel sem á risastóran (snauzer) sem er risastór hundur veit ekkert hvað tegundin heitir á íslensku, hann var bara flottur. Fulgen var heillaður því hann átti einn svona áður en að krakkarnir hans fæddust. Svo spiluðu Fulgen og Miguel keppni saman í tennis og það gekk svona lala en skiptir mestu máli að vera með.
Um kvöldið horfðu krakkarnir á Eurovision en við fórum aftur með vinafólki okkar, spiluðum billjarð og bowling...mér gekk frábærlega, vann allt liðið hehehe ;). Í dag dóum við Miguel næstum því við fórum að spila padel kl 11 og það var brjáluð sól og 30° hiti, rétt tórðum í næstum einn og hálfan tíma. Það var samt gaman. Annars á bara að taka því rólega í dag, taka aðeins til heima því nú koma Össi og Kata á miðvikudag, jibbý.
knús í klessu
Hljóðfæraverslunin Klavier á Spáni.
7.5.2007 | 15:16
Gott fólk, ég á til með að benda þeim sem eiga leið um á suðurströnd Spánar, Alicante eða þar í kring og hefur áhuga á hljóðfærum, nótnabókum og öllu sem því tilheyrir er frábær búð í Alicante, Murcia og Albacete sem heitir Klavier. Þeir selja allt þar á milli himins og jarðar sem við kemur þessum geira, og ef þeir eiga það ekki til þá er alveg möguleiki á að biðja um að það sé pantað. Fer náttúrulega eftir því hvort fólk hefur nógan tíma til að bíða eftir vörunni.
Verðið er mjög gott, allavegana yfirleitt ódýrara en á Íslandi. Mæli eindregið með þessari verslun, er komin með slóðina hérna til hliðar á síðuna en hún er: http://www.klavier.es. Endilega kíkið og hikið ekki við að biðja um upplýsingar. Vonandi getið þið notfært ykkur þessar upplýsingar.
Hvaða leti er þettað eiginlega...
7.5.2007 | 14:53
Jæja leti og ekki leti, hér erum við, var búin að skrifa ágætan helling á laugardaginn og þá var örugglega mbl liðið að uppfæra síðuna eða eitthvað, ógeð fúlt. En það er svo sem ekkert mikið búið að vera að gerast, í síðustu viku vorum við bara að þessu venjulega, fórum í tennis á miðvikudag sem var rólegt því það var hálfskýjað. Á fimmtudag fóru krakkarnir í sund og ég í padel en samt var þetta skrýtin dagur því það kom hellidemba í 2 mínútur um kl 19 og ég fékk sjokk og hélt að padel myndi verða frestað. Ég spilaði bara mjög vel og þetta var mjög gaman.
Á föstudaginn var ég með svo mikið ógeð af sjálfri mér að ég fór sko í spinning kl 17, Perla Líf var heima hjá Fulgen á meðan og svo sóttum við Ólaf Ketil heim þegar hann var búin í tennis og svo var kvöldið bara notalegt, með Palomu og Gaby sem elduðu hamborgara fyrir krakka gemsana eða réttara sagt Paloma gerði það á meðan Gaby spilaði við mig biljarð hehe. Við spiluðum slatta biljarð um kvöldið því stóru börnin horfðu á Drakula, Perla Líf og Ólafur á aðra mynd uppi á meðan ég vann öðru hvoru Fulgen hehe. Svo fór ég bara upp í rúm að lesa en Fulgen að svara mailum vegna vinnunar og ýmislegt svoleiðis. Notalegt kvöld í hnotskurn. Á laugardag löbbuðum við aðeins hingað heim, ég tók úr þvottavélinni og Ólafur Ketill lék við vini sína meðan Perla Líf var inni með mér að leika. Borðuðum hjá Fulgen, svo setti þessi elska WIFI net hjá mér, loksins get ég farið að nota nýju fartölvuna mar.
Keyrði svo Önnu Láru og Reginn Frey út á flugvöll og auðvitað kom Þurý með, vorum sko slatta tíma í biðröð eins og alltaf í íslandsflugi frá Alicante ógeð.....En þetta gekk samt vel, kom heim næstum um miðnætti, fékk mér samloku, kom grísunum niður og við kíktum á gamla James Bond mynd.
Enn ein fermingin var svo á sunnudag, ég passaði mig nú á að borða ekki svona svakalega hehe. Hún var fín nema Perla Líf er að verða kvefuð og veik eftir að hún rennbleytti sig um daginn.
Hvað er svo með þessa svokallaða vini mína sem aldrei kvitta????? Eruð þið öll svona rosalega upptekin. Ja vona að þið séuð ekki hrokkin uppaf.....hættið þessari leti og kvitta öðru hvoru.
PS Til hamingju Elsku Guðrún Anna mín og fjölskylda með nýja fjölskyldumeðlimin hana Emilíu Luz sem kom í heiminn í nótt.....eins og ég var viss um að hún myndi fæðast 7unda sem er heilög tala og í stíl við Perlu Líf og líka hann Konna Kalla hennar Þóreyjar.
Knús úr miklum hita og sól, og kveðja til allra...
Verkalýðsdagurinn....í rólegheitum
3.5.2007 | 20:27
Knúsudýrið mitt kom nú heim á mánudagseftirmiðdaginn þegar við vorum í barnaafmæli hjá bekkjarsystur Ólafs Ketils, Belen en það voru bara mjög fáir og bara notalegt. Svo var sko brunað til Fulgens því frídagur daginn eftir og um að gera að notfæra sér það og horfa á góða videomynd, spila billjard og kúra, æi það er svo notalegt. Spiluðum 2 leiki í billjard og ég er nú orðin þokkalega góð og farin að vinna uppá eigin spýtur ehheeh, þá fyrst fer þetta að verða gaman.
Á verkalýðsdaginn sjálfan dúlluðum við okkur bara í þessu aðeins í heimilisverkum, búa til mat, kjúlla í ofni og notalegt. Horfðum á eina eldgamla James Bond mynd og hún var bara þokkalega góð. Svo komu Nando og Silvia með krakkana sína og það varð nú að spila á móti þeim og það var geðveikt fjör. Svo inn á milli er búið að rigna eldi og brennisteini, eins og í gærkvöldi. Svo í dag var skýjað en samt fínt veður svo í 2 mínútur kom þessi hellidemba að það var ótrúlegt en svo kom sólin bara aftur. Þannig að verkalýðsdagurinn okkar var bara rólegur.
Fermingar á spænska vísu......
1.5.2007 | 20:45
Jább hér er búið að vera fjör eins og oftast. Reyndar verð ég nú að segja ykkur alveg eins og er að ég var í þvílíku óstuði í síðustu viku að vera mamma, æi sorry ég var bara búin að fá gjörsamlega nóg. Nú það sem mín gerði í því var að panta ferð til Mallorka í lok júní þegar skólinn er búin hjá krökkunum í eina viku. JESSS er að fara í flugvél það er nóg fyrir mig hehehe. Þar sem kallinn gerir ekkert annað að ferðast þá er hann ekki að skilja það að ég er ekkert búin að ferðast og ég verð brjáluð á vorin ef mér er ekki sleppt minnsta kosti í eitt ferðalag en þá meina ég ferðalag sem er allavegana ein helgi og helst í flugvél heheheh. Bið ekki um lítið. En allavegana hann verður í Bandaríkjunum þegar við förum til Mallorka, þetta verður frábært en vika með hálfu fæði, hlakka ekkert smá til.
Jæja síðasta vika nú reyndi að kíkja aðeins með Þurý minni, Önnu Láru og Reginn svona eitthvað fórum út að borða saman og svona hittumst eitthvað smá. Á fimmtudaginn átti að vera rigning svo þær vildu fara í verslunarleiðangur og fóru í nýju verslunarmiðstöðvarnar hérna uppfrá að eyða fullt af dinero!!! Ég ætlaði með Jose til Albacete en það varð á endanum Fulgen sem var nú ekki verra mar.....fórum út að borða með Ruben og Paco sem vinna í Albacete og það var bara borðað á sig gat en það besta var eftirrétturinn sem var úti í náttúrunni á milli skúra. hahahahha ;)
Hitti Þurý og Önnu smá stund í verslunarmiðstöðinni en svo langaði mig svo rosalega í Padel að ég þaut og var aðeins sein en það var sko þess virði, mér finnst þetta ekkert smá gaman, veit ekki hvað ég geri þegar sumarfríið byrjar mar. Svo þurfti sko að græja allt fyrir hátíðina í skólanum hjá krökkunum, Perla Líf var í svona hátíðisbúning þannig að það þurfti að strauja hann og svo átti ég að koma með kartöflur á spænska vísu í skólann daginn eftir líka, úfff var sko ekki að nenna þessu. Sem betur fer hringdi Þórey og skemmti mér á meðan ég var að stússast þetta.
Á föstudaginn var svo stóri dagurinn, og hvað annað rigning um morguninn en það stytti sem betur fer fljótt upp og hátíðin gat byrjað, hálftíma of seint en samt, frábært. Auðvitað kom svo sólin á milli skýjanna og grillaði mannskapinn en þetta heppnaðist mjög vel, Þurý, Anna Lára og Reginn komu náttúrulega að sjá krúttinn á sviðinu. Ólafur Ketill og María del Mar voru aftur kynnar hátíðarinnar og stóðu sig með einsdæmum. Þau voru öll frábær.
Svo var sko haldið heim með Perlu Líf fengið sér að borða og svo rússað til Torrevieja að leita að skrappbúðinni sem Önnu Láru langaði svo í, þetta var hennar æðsti draumur þannig að það varð að uppfylla hann ekki annað hægt. Fundum hana eftir svolitla leit en það var þess virði, kíktum svo á húsið Þurýjar og Steinars sem er bara alveg að verða tilbúið mar......geðveikt og borðuðum á gamla Freddabar rétt hjá Melrose. Svo varð ég nú að fara að gista heima hjá krúttinu mínu því hann var svo að fara í brúðkaup hjá frænku sinni í Asturias.
Á laugardaginn var sko farið í verslunarleiðangur með Chiqui, keypti flestar fermingargjafirnar úff þar var þungu fargi létt mar og svo keypti ég mér pils, skó og sætan bol til að vera í fermingunni daginn eftir hjá Adrian. Borðuðum heima hjá Chiqui og Jose og vorum með þeim alveg til miðnættis á flakki heheh.
Svo kom fermingin besta vinar Ólafs Ketils á sunnudeginum úff....það voru bara 8 klst í fermingu ótrúlegt en þá meina ég frá því að kirkjan byrjaði þangað til að við fórum heim. Þetta líktist SKO ekki neinni fermingu, ég held að ég hafi aldrei borðað svona mikið á ævinni. Ekkert smá gott, úff ég bæti bara á mig nokkrum kílóum eftir þessar 3 fermingar sem ég á eftir...NEI beint í spinning og Padel mar.
Nóg af röfli í bili, knús
Helgin í faðmi fjölskyldunnar.
23.4.2007 | 14:11
Föstudagurinn var bara fínn var að vinna bara stutt því ég þurfti að ná í pappíra og þar var lokað kl 14.15 þannig að ég slapp snemma. Fór heim og gaf okkur Þurý að borða spaghettí og pylsur að borða, svo fórum við labbandi heim til Fulgen með Perlu Líf með okkur. Þar voru Paloma og Gaby og pössuðu þau Perlu Líf fyrir okkur á meðan við fórum í spinning, það var ekkert smá gaman. Perla Líf fór svo að heimsækja Max vin sinn og Ólafur Ketill fór í tennis og var að leika við vini sína fram eftir kvöldi. Ég og Þurý notuðum tækifærið og skruppum einar í göngutúr niður í bæ, komum við á nýju safni og þar var allskonar dót frá Járnöld, bronsöld og fleira. Fengum okkur sjávarrétti á stað niðri í bæ og þeir voru allt í lagi ekkert meira en það, maður er orðin svo góðu vanur að maður getur ekki borðað hvað sem er ....heheh.
Á laugardaginn fórum við að borða heim til Jose og Chiqui paellu með kjúlla ekkert smá gott. Vorum þar til kl 17 og þá fóru krakkarnir í Cordillera og Ólafur Ketill fór heim að leika við tvíburana. En við stelpurnar Chiqui, Þurý og ég fórum í Atalayas að skoða í búðir ehhe stelpurölt, eyddi nú ekki mikið af peningum hehe en þurfti að kaupa fermingargjöf, myndaalbúm og eitthvað svona. Keypti nú einar svona stuttar gallabuxur og boli fyrir vorið. Fórum svo á Pans að borða kvöldmat áður en við fórum út á flugvöll að sækja Önnu Láru og Reginn Frey. Perla Líf gisti hjá Lauru og mér var sagt að Ólafur Ketill fékk að gista hjá tvíbbunum, þetta var bara fínt og maður var bara einn á báti. Dúllan mín var í Sevilla.
Í gær bauð ég Þurý og Önnu Láru, Reginn Frey í mat og eldaði kjúlla með kartöflum í ofni. Röltum niður í bæ í ágætisveðri og fengum okkur kakó og svo heim aftur
Í dag fór ég í 2 skiptið í laser og hárin eru bara öll að verða farin jibbí, eitt skipti enn og búið í bili. Í dag er veðrið geðveikt og við förum í tennis á eftir.
knús
Sólin......skýin, veðrið getur bara ekki ákveðið sig.
19.4.2007 | 20:49
Já nú er sko veðrið á uppleið en samt er það nú skrýtið. Á mánudag og þriðjudag var þetta glimrandi veður og fór hitinn alveg upp í 26° og maður komin í vorfílingin (því hér kemur sko ekki sumar fyrr en 21. júní) . Alveg rétt GLEÐILEGT SUMAR íslendingar, nær og fjær!!! En svo kom dagurinn í gær og þá var bara skýjað aftur og smá dropar og læti og hitinn datt niður í 18°ekkert smá fúlt, við Þurý kíktum á veðurspána því okkur langaði á ströndina á sunnudag og þá var bara spáð rigningu út vikuna alla vegana sumsstaðar. En með bjartsýninni þá var þetta glimrandi veður í dag og svona skal það vera!!!
Nú er búið að kaupa þessi fínu gleraugu fyrir Ólaf Ketil og hann er bara mjög sætur með þau. Er búin að taka myndir af honum þá er nú að sjá til hvort ég hef mig í að setja þær inn hehe.
Ég fór sko í padel í dag og ákvað að ég myndi ekki í spinning áður því það tekur alla orkuna frá padelinu. Og ég tók sko eftir því í dag að það var alveg hárrétt, ég var í svaka fíling og þar sem bara 2 mættu úr hópnum á eftir okkur þá lékum ég og Eduardo aðra klst í viðbót. Við reyndar grúttöpuðum en þetta var mjög gaman. Nú læt ég mér segjast og reyni að fara í spinning hina dagana, því maður verður ekkert betri ef maður er dauðþreyttur þegar maður fer að spila.
Sem betur fer skila ég vsk uppgjörinu á morgun en það er líka síðasti dagurinn, úfff hef aldrei verið svona sein með þetta. Það var vesen á forritinu, svo var náttúrulega skipti á fyrirtæki og alls kyns vesen en þetta hafðist og það með stæl......YES.
Hér er ég í svaka stuði, heyri vonandi í ykkur.....
Léttir....
17.4.2007 | 20:40
Jæja held að það sé best að fara að snúa sér að einhverju öðru en þessu leiðindarmáli sem er búið að vera að standa í. Reyndar held ég að ég sé nokkurn veginn búin að taka ákvörðun, ætla að salta kæruna í bili......en ef eitthvað vesen verður kæri ég alla sem að þessu máli komu. En mér sýnist að þetta sé búið og léttirinn er mikill. Þetta er búið að vera MJÖG erfitt. Held að það skilji það allir sem eiga börn að úff þetta er spark langt fyrir neðan mitti og við viljum vernda börnin okkar og gerum næstum hvað sem er til þess.
Ja fjölskyldan er loksins flutt heim eftir næstum 3 vikur að heiman eða á hinu heimilinu. En það er búið að ganga frábærlega hjá okkur Fulgen og í raun sambúðin á milli krakkana líka sem er frábært. Það er búið að leika mikið í billjard maður er bara orðin góður hehe, farin að vinna Fulgen inn á milli. Reyndar var þetta erfitt frí vegna rigninga, krakkarnir voru orðin ansi leið og sem betur fer er skólinn byrjaður aftur og sund og tennis. Ég fór með Ólaf Ketil, Perlu Líf og Miguel í gleraugnabúð um daginn að mæla sjónina í liðinu, það kom í ljós að Ólafur Ketill þarf gleraugu en við förum til augnlæknis núna í vikunni, Perla Líf er enn með góða sjón en Miguel hefur versnaði ansi mikið líka.
Núna fer að koma að fermingunum og ég sé fram á að þetta séu allavegana 7-9 gjafir úff þetta er ótrúlegt. En þetta verður fjör og mikið borðað ehhe.
Var rosa dugleg og fór í spinning í dag og var ekki búin að fara í 2 vikur og svo var Padel það var gaman þó að maður sé farin að ryðga ekki búin að fara í næstum mánuð vegna rigninga og fría, en jibbý nú er maður byrjaður aftur. Sólin er líka komin aftur og vorið loksins, er búin að vera taka til í fötum krakkana í dag, taka fram sumarfötin og aðeins að græja hehe. En það er sko allt á uppleið.
Knús í klessu
Kæra til Lögreglunnar eða.....
16.4.2007 | 14:27
Já það sem mér liggur mest á hjarta eru þessar blessuðu árásir sem voru gerðar af æskuvinkonu sem átti að heita. Já trúið því eða ekki, það er á hreinu að maður þarf sko ekki óvini ef að maður á svona frábæra vini!!!
Nú er ég bara að velta fyrir mér og mig langar í ykkar skoðanir, manneskja sem er búin að níðast á þér og þínum í rúmlega eitt og hálft ár reglulega ja svona um það bil 1-2 árásir á 2 mánaða fresti, þá er ég að tala um að meðaltali. Með viðbjóðslegu orðbragði og svívirðingum á maður að kæra til lögreglunnar?? Ég er að tala um ....afsakið orðbragðið.....að setja inn á bloggsíður barna 10 og 6 ára hluti eins og þú ert fitubolla og mamma þín ríður öllum eða ....engin vill feita píku þú þarft að fara í megrun. Það ræðst engin á saklaus börn með svona ógeði, þau eru algjörlega varnarlaus!!! Stóra spurningin er á að kæra hana???? NOTA BENE þessi manneskja á barn, myndi hún vilja að það væri ráðist svona á son hennar????? Mig langar að vita hvað fólki finnst, því ég er í svo miklu sjokki að ég bara á ekki til orð. Jæja þetta gengur yfir eins og allt annað og einum vini/óvini færri á lífið vonandi eftir að líta bjartari daga hér eftir.
Ósk um viðbrögð, ein í efa.