Veikindi....

Jæja hér erum við enn á ný, tíminn líður en þessi vika er nú svolítið öðruvísi. Hann Ólafur Ketill fékk allt í einu hita á þriðjudaginn, alveg 38,5° seinnipartinn og var með mikinn höfuðverk, greyið litla.  Nú er hann búin að vera með hita á 3ja dag og heima í 2 daga úr skólanum.  Það er mjög óvenjulegt því hann er aldrei veikur en það hlaut nú samt að koma eitthvað smá.  Nines barnalæknir vinkona okkar ætlar að koma að kíkja á hann seinnipartinn en honum er ekki illt neins staðar sem er mjög skrítið, nema þá í höfðinu.  Vonandi verður hann hress á morgun, hann er reyndar frekar listarlítill með þessu.

Þannig að nú fylgi ég Perlu Líf í skólann á morgnanna og sæki hana kl 15.  Ég keypti handa henni nýtt úr um daginn en hún er búin að eiga nokkur og alltaf týnir hún þeim, en nú er komin tími á að læra á klukku til að geta verið úti og komið samt heim á þeim tíma sem er sagt.  Það munar miklu að þurfa ekki að leita af henni rétt áður en við förum í sund eða tennis því nú kemur heim á réttum tíma.  Hún fékk úrið og Ólafur Ketill fékk nýjan mp3 spilara fyrir góðan árangur í skólanum í vetur, þó að það séu enn 2 vikur eftir þá held ég að þetta hljóti að klárast með trompi.

Ég hef ekki getað farið í leikfimi útaf veikindunum en fór nú samt í Padel.  Mig langaði að fara í dag eða á morgun að gá hvort að það væri nú ekki einhver kjóll sem biði eftir mér í dag eða á morgun, en verð víst að sjá til á morgun, vil nú ekki skilja Ólaf greyið of mikið eftir einan.  

Við erum boðið í brúðkaupið hjá Tómasi og Beu sem vinnur með mér á laugardaginn, börnin verða á meðan hjá tengdó og svo örugglega í Cordillera, þetta reddast allt.  Er ekki enn komin með á hreint hvort ég fæ greiðslu því hér er frídagur á laugardaginn, það verður hræðilegt ef ég fæ engan til að greiða mér úff.

Hafið það gott...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að honum Ólafi Katli batni fljótt og vel.  Góða skemmtun á laugardaginn, mundu nú að taka myndavélina með ( engin ónýt minniskort þó ) og farðu að setja myndir á netið, svo maður geti nú fylgst betur með.  Kossar og knús til ykkar allra.

Þórey Sigurjóna Karelsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Ég var að tala við Ólaf, hann ber sig vel í lasleikanum. Það var fínt fyrir okkur bæði að tala saman, en vonandi lagast hann bara yfir helgina og kemst í skólann á mánudaginn. Það er svo óvanalegt að hann sé veikur, hann er með svo flott ónæmiskerfi en stundum smeygja bakteríurnar sér inn og gera, í þessu tilfelli, smá usla. En svo lagast allt saman og Ólafur skilar sínu með trompi.

Og Perla Líf komin með úr á nýjan leik, það er frábært. Það er mikil hjálp í því fyrir ykkur báðar. Fínt að tengdamamma hjálpar til með krakkana, brúðkaupið framundan og kjóllinn bíður örugglega eftir þér einhversstaðar, leitið og þér munuð finna.

Þú ættir að sjá hárið á henni Þorgerði Katrínu menntamálaráðherranum okkar, stundum er eins og hún sé ógreidd, en hún er alltaf jafnflott og glæsileg. Hún er með sítt og slegið hár og rennislétt, en hún stendur sko alltaf fyrir sínu, hehe. Góða skemmtun í brúðkaupinu og ég tek undir með Þóreyju, fleiri myndir á bloggið, þá sér maður hvað er í gangi. Knús og kossar til allra. Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.6.2007 kl. 10:28

3 identicon

Ég verð nú að gefa þér klapp á bakið Sóldís fyrir að beygja nafnið mitt rétt.  Það er nú bara ekki svo algengt að það sé gert, heldur alltaf skrifað eins þ.e.a.s í nf.         Kveðja frá Þóreyju  ;0)

Þórey (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:18

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk Þórey, í framtíðinni ætla ég að vanda mig eftir bestu getu. Ég skrifa nefnilega inn á síðuna hans Ólafs og hann er að æfa sig í íslensku. Svo þú sérð, betra að gera rétt. Knús...Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.6.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband