Blóðið hætti að renna....

Jæja lyfjagjöfin hennar Perlu Lífar gengur vel og virðist vera að virka mjög vel.  Nú í næstu viku förum við til læknisins til að hann kíki á hana en ég hugsa að hann verði bara ánægður með framförina.  Sem betur fer er hún betri áður en við förum til Mallorka úff ég var farin að kvíða fyrir.

En fórum að taka blóð úr Ólafi Katli eldsnemma á föstudagsmorguninn æi bara rannsókn til að athuga hvort að allt sé ekki í lagi, s.s. kólesteról og uff ég veit ekki allt en líka af því að hann var með hita um daginn án skýringa.  Fæ loksins að vita líka blóðflokkinn hans mér finnst það gaman hehe.  En þessi blóðtaka var saga til næsta bæjar......Það var fullt af fólki og náttúrulega bara færibandavinna, allt á fullu,  Ólafur Ketill greyið var frekar stressaður settur þarna í stól eins og fullorðnafólkið og svo var byrjað að leita að æðinni sem hentaði.  Ólafi Katli fannst mjög óþægilegt það sem er hert um handlegginn svo að æðarnar komi betur fram og svo þegar loksins var búið að stinga, kom varla neitt blóð.....hann fölnaði upp og það kom bara nánast ekkert blóð í sprautuna.  Nú voru góð ráð dýr....beint á bekkinn með hann, fæturnar upp í loft, höfuðið aðeins niður og svo anda.   Með öllum þessum æfingum hafðist að ná blóði úr hinum handleggnum og við sluppum heil úr þessu ahahha.  En svona var ég þegar ég var lítil líka....leið bara yfir mig hehe.

Erum búin að vera heima hjá Fulgen um helgina, Perla Líf reyndar ekki því hún fór með vinkonu sinni Christinu í sveitina úff þvílíkt gaman mar.  Mér var sagt að hún léki á alls oddi þarna með hvolp og dýr og sundlaug.....borðaði á sig gat og bara í skýjunum.  En við höfum líka haft það mjög gott fórum með Miguel og Fulgen til Alicante í gær og borðuðum á þessum fína ítalska veitingastað, fór með strákana aðeins á ströndina áður því Fulgen þurfti að stilla píanó í leikhúsinu.  Svo vorum við bara að reyna að laga fartölvuna sem gekk ekki neitt og hafa það nice um kvöldið.   Bara með strákana hjá okkur,  þetta var mjög fínt.  

Ólafur Ketill fór til Adrian í dag og var þar alveg allann daginn, á meðan keyrði ég elskuna mína á flugvöllinn því hann var að yfirgefa mig aftur.  Nú er förinni heitið til Kansas á námskeið.

Kveðjur þangað til næst 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Gott að heyra að allt gengur svona vel með Perlu Líf, það er ekkert smámál að vera með hana veika svona lengi, en loksins finnast meðul sem passa svona vel og laga málin, frábært

Ólafur og blóðtakan, flott frásögn, það líður yfir suma við blóðtökur, hehe. Og það þurfti að leggja hann á bekk með fæturna upp í loft og höfuðið niður, til að ná í blóð. Sem betur fer hefur þetta tekist og blóðflokkurinn kemst á hreint við allar þessar aðgerðir. En það sem skiptir þó mestu máli er, að þetta sé bara tilfallandi lasleiki hjá honum, hann hefur alltaf verið svo hraustur, nú er bara að setja puttana í kross, toj...toj...toj.....og Good Luck. Og þið farið í ferðina til Majorka.

Fulgen er svona Grand týpa, ég kannast við það mál. hann hefur oft boðið í mat og það er glæsileg upplifun, að hluta vegna þess að hann hefur svo mikla ánægju af svona boðum, nýtur þess í botn, og maður nýtur góðs af. Flott. Og nú er USA næst hjá honum, hans vinna krefst mikilla ferðalaga ef vel á að vera og fylgjast með nýjungum.

En það er frábært að heyra að allt gengur eins og smurð vél núna, eitt er víst að sumarið verður búið áður en nokkur veit af. Flýgur hjá eins og hraðfleygur fugl, eins gott að halda í minningarnar, þær geta verið býsna mikils virði.

Heyrumst á Skypinu, fljótlega....bið að heilsa Ólafi og Perlu Líf...þér sjálfri og öllum sem ég þekki......Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.6.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Það er búið að skrifa atburði vikunnar niður á bloggið sérstaklega fyrir spánverjann minn!. Knús frá stressuðum og þreyttum námsmanni sem vinnur líka rúmlega fullan vinnudag. Heimilið er hinsvegar alveg látið mæta afgangi þessa dagana enda hefur Steinar líka verið að vinna mjög mikið og kom til dæmis ekki heim fyrr en eftir miðnætti tvo daga vikunnar.

Það á að vinna í verkefninu alla helgina þrátt fyrir svaka afmæli og ball í Félagslundi á vegum fjölskyldu Steinars með útilegu og alles. Fólk kemur úr öðrum löndum meira að segja og að norðan til að fagna systur hans og mági sem eiga bæði fertugsafmæli og maður hefur ekki tíma til að vera með og verður að vera voðalega stabíll og stilltur. Því skila á verkefninu á mánudag. Úff..... og svo ætla ég að sofa heilan haug í framhaldi af þessu því ég er ekki búin að sofa nema rúma fimm tíma í þrjár vikur.

Myndi gjarnan vilja vera áfram úti í mínu afslappaða lífi þar og sólinni. Reynar er þetta fína veður hér en ég hef engan tíma til að njóta þess. Vonandi kemur aftur gott veður á Íslandi:-)

Knús úr stressinu, Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 22.6.2007 kl. 09:21

3 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Já og náttúrlega sérstakar kveðjur til ormanna minna. Vona sannarlega að veikindin á heimilinu klárist fyrir ferðalagið. Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 22.6.2007 kl. 09:22

4 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Takk fyrir bloggið gella, Gangi þér geðveikislega vel og svo bíð ég bara spennt yfir að fá einkunnina senda á sms hehe.  Við erum á leið til Mallorca núna og það verður vonandi betra en það sem á undan er gengið úff.  Knús og kreist til ykkar allra líka til Örnu og Önnu og bara allra. MUA MUAK

Guðrún Helga Gísladóttir, 22.6.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband