Er ad drepast ur kvefi í kuldanum.
18.12.2007 | 21:43
Jaeja ég veit ekki hvad er í gangi med lyklabordid en talvan leyfir mer ekki ad breyta yfir í íslenska stafi núna, alveg ótholandi. En aetla nú samt ad skrifa smá thar sem er svo langt sídan sídast.
Eins og ég segi er med thvílíkt haesi og pínu illt í hálsinum ad thad er ekki fyndid, enda fer hitinn nidur í svona 3º á nóttunni thessa dagana. Hef semsagt ekkert lagt í ad hjóla og í raun búin ad vera brjálud í skapinu vegna pappírsmála hér og gengur ekkert né rekur, alls stadar kemur madur ad lokudum dyrum og thvílíkt vandamál ad gera thad sem bedid er um eda nálgast thad.
Erum reyndar búin ad vera dugleg ad fara í bíó, krakkarnir eru búin ad sjá baedi the golden compass og The enchanted sem ég reyndar sá med henni. Svo verdur madur nú ad segja ad madur er búin ad sjá myndina El Orfanato sem er tilnefnd til ég veit ekki hvad margra verdlauna, alla vegana hér úti. Svo sá ég líka spaensku myndina Rec hùn var ekkert sérstok ad mér fannst, en thad er alltaf gaman ad fara í bíó thó ad madur sjái thetta ordid mikid heima. Ég er búin med The Soprano og mér fannst endirinn óged halló, thad er eins og thetta sé ekkert sídasti kaflinn!!! Er alltaf jafn hooked á Greys anatomy og svo er madur adeins búin ad vera ad lesa.
Annars erum vid búin ad senda oll jólakortin eda thau sem ekki fara med krokkunum heim, kaupa gjafir fyrir thá sem enn voru eftir og thetta er allt ad verda tilbúid enda bornin ad fara frá mér á morgun. Úff hélt ad thetta yrdi audveldara í thetta skiptid thar sem thetta er skipti númer 2 en mér er farid ad kvída hálf fyrir.
Jólaskemmtunin í skólanum var í morgun og thad var svo gaman ad sjá thau!! Thessi kríli uppi á svidi ad syngja og Ólafs bekkur song jólalag á fronsku, thad var aedi.
Ég flyt yfir til Fulgens um jólin thannig ekkert vera ad hafa áhyggjur af thví ad ég verdi ein, verd í gódu yfirlaeti thó ad ég sakna ykkar allra.
Jaeja nóg í bili, sjáum hvort ég verd búin ad laga lyklabordid naest. Jólakvedjur á klakann.
"Kuldinn" kemur og skapið mitt fer niður.
1.12.2007 | 16:29
Jább er búin að vera svolítið þung undanfarið, ekki nógu ánægð með suma hluti og svo framvegis. Það er þetta tímabil þegar hitinn fer niður fyrir 20°heima hjá þér, ef þú hreyfir þig ekki er þér kalt, fullklæddur með teppi í sófanum en samt eru fæturnir ískaldir og svo framvegis. Er samt búin að vera mjög dugleg að hjóla á nýja hjólinu og við förum alltaf fjölskyldan á hjólunum í sund og padel á þriðjudögum og fimmtudögum. Þetta er mjög hressandi ekki hægt að segja annað, stundum svolítið erfitt að koma sér af stað sérstaklega á morgnanna en svo er þetta frábært og að sjá allt fólkið sem leitar að stæðum til að leggja bílunum og svo framvegis. Eitt sem ég hef samt uppgötvað að ökumenn taka mjög lítið tillit til gangbrauta og fólks á hjólum. Sem betur fer er ég með krökknum því margir hverjir bara stoppa ekki þetta er ótrúlegt og þeim er alveg sama, sjá mann standa þarna og bíða og bíða en engin stoppar. Stórhættulegt.
Miguel er búin að vera veikur og var á endanum lagður inn á spítala, þá var hann búin að vera með hita í næstum 2 vikur og þá meina ég 39-40°. Hann var næstum viku á spítalanum og fullt af skoðunum og læti en þeir fundu lítið að honum, hann var með lítið járn en lítið annað. Hann er komin heim en fær hjúkkur og lækna heim þangað til sýklalyfin eru búin og hann verður betri, hitinn er allavegana farin sem betur fer. Fulgen var búin að fá alveg nóg af spítalaverunni, því hér er fólk með börnunum sínum 24 klst á spítalanum eða reynir að skiptast á.
Krakkarnir eru í fínu fjöri, Perla Líf er reyndar aðeins byrjuð að hósta að nýju en við vonum að það fari að sjálfu sér. Alla síðustu helgi vorum við með vinafólki Silviu og Nando og krökkunum þeirra það var mjög fínt og ég fór út að borða með 2 vinkonum út að borða á föstudagskvöldið og svo fórum við á bar og fengum okkur eitt glas og svo heim. Það var geðveikt gaman við hlógum svo mikið!!! Þetta er sko svo nauðsynlegt stundum eheh.
Jólaskapið lætur lítið á sér kræla, ætli það sé ekki helst vegna þess að krakkarnir eru að fara til Íslands eftir rúmar 2 vikur og ég verð líklega heima hjá Fulgen, þannig að skreyta hér til að engin njóti þess er eiginlega hálfgerð fásinna en samt dapurlegt að skreyta ekkert æi veit ekki hvað ég geri.
Jæja nóg í bili, reyni að vera duglegri...jólaknús
Hjólakaup!!!
17.11.2007 | 12:41
Hæ allir saman og takk fyrir öll innlitin og kvittið, ég var virkilega farin að halda að allir þarna á klakanum væru búnir að gleyma að við værum til. Þannig að ég er búin að vera með brosið á smettinu alla vikuna að heyra frá ykkur. Jább hin frægu hjólakaup, takk fyrir ábendingarnar Þurý mín og ég hefði sko verið meira en til í að kaupa mér hjól fyrir meira en 600 en þá verður þú að leggja út fyrir því dúllan mín ahhahahah. Það er ekki á fjárhagsáætluninni svona dýrt hjól og mér fannst þó skárra að fá mér hjól en að kaupa það ekki. Ég keypti það á þriðjudaginn í síðustu viku og er mjög ánægð með það, þar sem ég er heldur ekki hjólafíkill og hef eins og er bara hugsað mér að nota það hérna innan bæjarmarkana. Svo hvort að maður verði fíkill það verða tímarnir bara að leiða í ljós og þá sér maður til með mun betra hjól. En allavegana eitt sem ég hafði á hreinu og það eru SHIMANO skiptingarnar mitt hjól er með svoleiðis hehe maður klikkar ekki á svoleiðis smá atriðum!!! Er búin að vera frekar dugleg að hjóla í vikuna þrátt fyrir að ég hafi náð mér í vott af flensunni sem var að ganga hjá Fulgen, var meira að segja allann miðvikudaginn heima með svima og vanlíðan.
Ólafur Ketill stendur sig eins og hetja í skólanum eins og alltaf en reyndar var 1 sætið hans í hættu um daginn þar sem stelpurnar í bekknum eru farnar að draga á. Hann átti að fara í 3 próf í vikunni en á föstudaginn var hann slappur og ég leyfði honum að vera heima. En hvort það var stress að ná ekki að vera hæstur eða flensan það get ég ekki verið viss um. Því seinnipartin var hann nógu hress til að fara í afmælið hjá bestu vinum sínum tvíburunum. Vorum þar langt fram eftir eða til næstum því 21 en það var þvílíkur skítakuldi að ég ætla ekki að segja ykkur það og þar sem við erum á Spáni þá er þetta haldið úti þó að það séu ekki nema 7°eða eitthvað.
Perla Líf tróð sér eins og venjulega að sofa hjá systur tvíburana en þá byrjuðu þeir að suða að Ólafur mætti líka gista hjá þeim. Nú var sko ekkert að Ólafi Katli, þannig að það var barnlaus nótt. Ég fór yfir til Fulgen og gisti þar, fékk kvöldmat og fínt. Er svo búin að vera eins og brjáluð að þrífa hérna baðherbergin og fleira. En er að verða búin og nú er það langþráð sturta!!!
Guðrún Anna mín það hlaut að vera að þú værir ekki búin að kaupa síma!!! Var að reyna að hringja í þig rétt áðan, var ekki búin að sjá skilaboðin frá þér. En auðvitað komum við krökkunum til þín eina nótt. Ræði það við yfirvaldið næst þegar við heyrum í honum. Vonandi kaupir þú símann fljótlega. Bið að heilsa í bili.
Vikurnar líða.
12.11.2007 | 21:15
Hér erum við. Vikurnar líða áfram og það er ótrúlegt að Ólafur Ketill og Perla Líf eru að fara til Íslands eftir rétt rúmar 5 vikur. Endilega byrja að panta viðtal við þau hahaha. En þau verða yfir jólin og alveg heilar 3 vikur. Vona þeirra vegna að það komi snjór því það er efst á óskalistanum. Við erum hraust eins og er annars fer hratt kólnandi núna þannig það verður gaman að vita næstu daga og vikur. Ég er miklu betri í efra bakinu og hálsinum enda búin að vera hjá sjúkraþjálfara núna í líklega 3 vikur þetta er allt að koma, var meira að segja rosalega dugleg og fór í spinning og Workout á föstudaginn en þar af leiðandi hef ég lítið geta hreyft mig þessa helgina hahhaha harðsperrurnar að drepa mig, úff maður.
Nú fóru Þurý og Steinar heim á klakann í síðustu viku og maður er farin að bíða eftir að fá símtalið hvenær þau koma aftur til okkar. Þó að við höfum hist lítið að undanförnu er svo gott að vita af þeim þarna því okkur þykir svo mikið vænt um þau. Annars hefur lítið borið á daga okkar undanfarið, það er vírus í gangi heima hjá Fulgen svo að við vorum ekkert að fara þangað um helgina. Nema ég fór með honum og Miguel að borða á ítölskum á laugardaginn á meðan börnin mín voru í afmæli. Þau voru svo heppin að það voru 2 afmæli sama daginn og ekki á sama tíma, semsagt þau voru í afmæli frá kl 14 til kl 21 það er nú ekkert smá.
Er búin að ákveða að kaupa mér hjól eða réttara sagt biðja um það í jólagjöf og er búin að velja það, er ekkert smá spennt að fara að kaupa það. hehe Svo er bara að vera duglegur!!
Jæja það er best að fara að skella sér í sófann að glápa á eitthvað skemmtilegt.
Allt á uppleið....
1.11.2007 | 10:06
Jább af hrakfallabálkinum mínum er bara allt gott að frétta, helgin eftir þetta var erfið því það var ekki hægt að fara í skó og lítið hægt að hreyfa sig þar af leiðandi en svo var þetta má segja bara búið. Þessi börn hrista þetta af sér ótrúlega hratt, erum útskrifuð með þrif á nöglinni og hún má fara að fara í sund og þess háttar. Vorum hjá barnalækninum um daginn líka og asmahljóðin eru farin í bili, jibbý. Eigum að fara aftur eftir 2 vikur til að sjá hvernig hún er.....endist þetta gott svona lengi.....Eins og þið sjáið er bjartsýnin með þennan asma alveg í lágmarki en maður verður víst að vona það besta.
Lítið búið að vera að gerast nema þetta venjulega, fórum reyndar í afmæli um síðustu helgi og Perla Líf fékk að sofa hjá Mariu vinkonu sinni sem hún var ekki búin að hitta MJÖG lengi. Fórum svo að sækja hana daginn eftir þegar í raun var afmælið bróður hennar, vorum þar til að verða átta um kvöldið svo bara heim að hvíla sig. Tímanum var breytt um síðustu helgi þannig að nú dimmir hér klst fyrr en það er reyndin að það er auðveldara að vakna á morgnanna.
Já ótrúlegt en satt Ólafur Ketill var lasin á sunnudag og mánudag, hann sem aldrei er veikur en þetta var bara smá hiti, höfuðverkur. Hann er svo duglegur að hann var svo komin í skólann á þriðjudag og allt í lagi.
Í gær var haldið upp á Halloween hér eins og er orðið á mjög mörgum stöðum í heiminum. Ólafur Ketill fékk að gista hjá Nando þar sem Perla Líf fékk um helgina og þar voru þau í búningum og fóru hús úr húsi og skemmtu sér vel. Við fórum aftur á móti til Jose og Chiqui þar sem aldrei vantar fjörið. Gestirnir okkar Þurý og Steinar kíktu til okkar hjólandi frá Torrevieja og fengu því að taka þátt í hátíðarhöldunum. Fengum fullt af nýjum mat að smakka og sangríu sem þeim fannst góð, höfðu aldrei fengið að smakka alvöru góða sangríu. Vorum alveg til miðnættis svo bara heim....
See you guys
Hrakfallabálkurinn minn!!!
21.10.2007 | 19:35
Jább ég á 1 stk myndarlegan hrakfallabálk, hún heitir Perla Líf. Þannig var að á fimmtudaginn fóru gríslingarnir mínir í sund og ég reyndar synti 20 ferðir ógeð dugleg hehe, síðan átti að vera padel en þar sem hafði rignt slatta fyrri part dags var engin tími hundfúlt. En þegar ég sótti Perlu Líf og Ólaf Ketil var Perla ekki búin að fara í sturtu og sagði mér að hún hefði brotið nöglina á stóru tásunni, það hefði verið þrifið og það hefði verið svolítið vont. Ég skildi nú ekki upp né niður í þessu veseni útaf brotinni nögl en þegar ég kom heim varð ég vör við afhverju þeir hefðu bannað henni að fara í sturtu. Þannig var að hún hafði brotið nöglina frá miðju og niður, þar með rifið upp part af henni með rótum og þetta var frekar geðslegt að sjá. Ég ákvað nú samt að fara ekki með hana til læknis fyrr en daginn eftir, hún svaf bærilega kannski ekki nógu vel vegna hósta sem var farin að versna þannig að það var hentugt að fara að kíkja til læknis.
Daginn eftir var hellidemba við fórum snemma á heilsugæslustöðina en fengum ekki tíma fyrr en rúmlega 11. Kíktum í vinnuna sem var auðvitað mjög fljótt að líða og við vorum komin til læknis áður en að við vissum af aftur. Nú fyrst og fremst vildi hann setja hana á pensilín útaf hóstanum, ljót hljóð í brjóstinu svo að hún fengi nú ekki lungabólgu. Kíkti svo á tánna, hann sendi okkur upp á spítala til að láta skurðlækni kíkja á þetta því hann vildi meina að það þyrfti að taka nöglina. Þegar við komum upp á spítala þá var röntgenmyndataka, svo aftur kíkt á þetta en svo loksins send til sérfræðingsins sem þurfti að kíkja á þetta til að ákveða hvað skildi gera. Það var ákveðið að taka nöglina ekki, því þeir segja að það sé verra, þeir settu því rótina aftur á sinn stað með góðri deyfingu og litla daman stóð sig eins og hetja!!! En auðvitað með stórar umbúðir svo ekki komst hún í skó alla helgina og það er nú búið að vera frekar erfitt fyrir njálgrass eins og hana hahahah. Á morgun á að þrífa þetta aftur og það verður gaman að sjá.
En pabbi Fulgens fór þarna á fimmtudeginum þannig að við erum búin að gista hjá honum um helgina. Í gær kom vinkona mín sem ég hef ekki séð lengi og við borðuðum saman, kjöftuðum á meðan krakkarnir léku sér. Æi það var rosa notó. Vonum að næsta vika verði skárri það er nefnilega ekki búið að gera annað en að rigna hér úff. Vorum að skipta yfir í sængur ummm namm mér finnst það æði. See later aligator
Hasarfréttin...
15.10.2007 | 17:55
Hún kemur en því miður vantar upp á lögregluskýrslur og fleira og má þá lítið kjafta um málið en ég er ok og ekkert við þetta viðriðin nema ég var þarna, vinn þarna haha.
En hérna gengur lífið meira og minna sinn vanagang, mikið búið að vera með fjölskyldunni hans Fulgen vegna veru pabba hans og konu hér. Það er búið að rigna frekar mikið hérna og er svona upp og ofan hvort hægt er að fara í tennis og padel suma daga. Nema viti menn að ég fór í padel á fimmtudaginn þegar var búið að rigna mikið fyrripartinn og auðvitað var allt rennblaut.....maður þurfti að læra upp á nýtt hvernig boltinn skoppaði því hann gerði það nú bara varla neitt.
Kom snemma í tíma og var heppinn að því leyti að mér var leyft að spila í 30 min með hópnum á undan, þar græddi ég mar...hehe. Síðan kom að mínum tíma og þá vorum við mjög fá, þannig að 2 hópum var skellt saman en það passaði ekki mjög vel heldur. Kennarinn minn bauð þá 4 að spila og ég myndi bara spila ein á móti honum, ég tók því, maður getur nú lært helling af því. Hann reyndi að gera útaf við mig með að láta mig hlaupa slatta á eftir boltanum en það vantaði nú alveg videokameruna því hún ég dúndraði sjálfri mér á glervegginn af öllu afli í einum eltingaleiknum við boltann.....náði því miður ekki boltanum en ég meiddi mig slatta á olnboganum og mjöðminni við áreksturinn. Það hefði bara verið fyndið að ná þessu á video. Eftir það var kennarinn minn alltaf að vara mig við veggnum hahaha þetta var bara spaugilegt.
Er síðan reyndar búin að vera með svima sem kemur örugglega frá herðum og hálsi, nú verð ég að fara til sjúkraþjálfara að láta nudda mig að reyna ná þessu stressi úr mér. En lífið heldur áfram og ekki þýðir að kvarta!!! Börnin hafa það gott og skemmta sér vel í skólanum og öllum tómstundunum. Jæja vona að þið hafið það öll alveg frábært.....þangað til næst.
Kvefið á undanhaldi.
8.10.2007 | 19:35
Jæja nú erum við greinilega aðeins að venjast haustinu. Ég reyndar varð hálf lasin mánudag og þriðjudag en ég er búin að hrista það af mér sem betur fer. Það kom þvílík rigning í síðustu viku og ég festist í ca hálftíma rétt hjá heima því ég fór labbandi án regnhlífar sem hefði nú reyndar að litlu gagni komið því þvílíkir voru pollarnir að maður varð þá bara blautur neðan frá og upp. Ég hætti mér útí rigninguna þegar það versta var afstaðið en kom auðvitað heim á floti, hætti fljótlega að gera mig að fífli að reyna að stökkva yfir pollana því þeir voru svo stórir að maður varð bara að vaða upp að ökklum.
Þurý og Arna Bára komu einmitt í heimsókn til Murciu þann daginn en þær ákváðu samt að fara ekki mjög seint vegna myrkurs og veðurs. En nú er helgin búin að vera mjög fín og það hefur farið yfir 30° á daginn, frábært.
Það er búin að vera fjölskylduhelgi og góðgerðar líka. Fulgen og ég byrjuðum á að fara í góðgerðarkvöldmat á föstudaginn til styrktar læknum sem fara reglulega til Afríku að hjálpa fólki þar. Þvílíkan heiður sem þau eiga skilin, það er sko ekkert smá, aðstæðurnar hræðilegar og ýmislegt sem mikið af fólki myndi ekki hætta sér í þó að því væri borgað. Á laugardagsmorgun herti ég mig upp og dreif mig með börnin að hitta fjölskyldu á Benidorm. Þar voru Guðrún Helga nafna mín, maðurinn hennar Kristján og svo Helga frænka mín sem ég heimsótti einu sinni til LA í Californiu. Það lá mjög vel á þeim og veðrið var ótrúlega gott, var að stikna þarna hjá þeim í sundlaugargarðinum en hefði nú samt ekki hætt mér í ískalda sundlaugina, ÞAÐ ER KOMIÐ HAUST. :) Fórum svo til Torrevieja nánar tiltekið Los Altos til Þurýjar og Örnu Báru, fórum í göngutúr og komum við í búðinni í leiðinni, gistum þar og borðuðum við góðar móttökur. Takk fyrir okkur Dúllurnar okkar.
Að lokum var fjölskyldumáltíð í Murciu á Sunnudag, semsagt öll fjölskyldan hans Fulgen við vorum í allt um 18 manns og það var rosa fínt, var þetta í tilefni afmæli systur hans Conchi og mömmu sem á reyndar afmæli í dag. Líka auðvitað að pabbi hans og kona eru stödd hérna í tæpar 3 vikur og það er alveg frábært að fá þau allaleiðina frá Mexíkó.
Það er búin að vera hasar í vinnunni, löggumál og dæmi....segi ykkur meira seinna!!!!
Haustið er komið og kvefið líka!!!
30.9.2007 | 17:07
Jább hér er komið haust sem þýðir að það er mjög mikill hitamunur á morgnanna og daginn, svo og á daginn og kvöldin. Það getur farið í næstum í 30° yfir daginn og yfir það en svo á kvöldin og snemma á morgnanna er kannski bara 15°. Það sem mér finnst verst á þessum tíma er hvernig maður á að klæða börnin, því þau kafna úr hita eða verður kalt ef þú klæðir þau ekki rétt. Þá er rennda peysan góð og einhverjar hálfsíðar buxur enn ég get sagt ykkur að þetta er ekki auðvelt.
Perla Líf er komin aftur með asmahljóð og við erum búin að bæta við hana ventolininu og atroventinu aftur mér til lítillar gleði, vona bara að við náum að halda þessu í skefjum. Þar sem þetta er ekki ofnæmisasmi þá er lítið hægt að gera nema vera með fyrirbyggjandi lyf og passa hana, sem er nú ekki auðvelt því að Perla Líf er ekki beint barn sem er kyrr allann daginn. Læknirinn mælti á móti því að hún væri í íþróttum þegar hún væri með svona asmahljóð en því miður er ég ekki sammála því þá held ég að hún fari ekkert í allann vetur. Ólafur Ketill sem nánast aldrei verður veikur er orðin drullu kvefaður og í ofanálag ég líka. Fullt af hori og að byrja að vera illt í hálsinum en ég leggst ekki fyrr en ég bara get ekki staðið upp því get ég lofað ykkur.
Gistum hjá Fulgen um helgina og við skemmtum okkur yfir seríu n°2 af prisionbreak, hún er enn sem komið er mjög góð en mér er sagt að fyrsta sé betri. Hann gaf mér nýtt gps í bílinn ekkert smá flott, æi hann er svo góður við okkur.
Perla Líf er nú í ströngum lærdómi heima að læra á klukku, hún er orðin rúmlega sjö ára og hefur ekki hugmynd um hvernig klukkan er þó að hún lærði í fyrra í skólanum og ég sé búin að kenna henni. En ef hana langar að vera úti að leika við vini sína og koma heim á vissum tíma verður barnið að læra á klukku, þannig að nú verður það sett á fullt.
Það er alveg að koma að flutningi á búðinni. Hún fer í meira en helmingi stærra húsnæði og þar verður ekkert smá flott yfirsýn yfir allar tegundir af hljóðfærum og auðvitað nótnabókum og öllu sem við kemur þessum bransa. http://www.klavier.es
Verðum í bandi, farið vel með ykkur þangað til næst.
Frábært líf.
27.9.2007 | 20:28
Æi hvað lífið er alltaf gott og yndislegt og það er um að gera njóta þess. Það er farið að hausta aðeins hérna á Spáni, maður finnur fyrir því á morgnanna og svo náttúrulega á kvöldin, þó að á daginn fari hitinn enn í 28-32° eins og í dag. Nú eru sko tómstundirnar byrjaðar þetta sama og venjulega, tennis, sund, padel en það eru 2 nýjar sem er að Ólafur Ketill er byrjaður að læra á píanó og er rosalega áhugasamur og finnst mjög gaman og Perla Líf byrjar á mánudaginn í Tae kwondo það verður nú svaka maka stuð mar.
Ég er búin að vera rosalega dugleg að hreyfa mig þessa vikuna fór í spinning á mánudag varð mjög þreytt og var viss um að ég yrði að drepast úr harðsperrum daginn eftir en svo var ekki. Fór svo í fyrsta tímann í padel í langan tíma og ég fékk sko harðsperrur eftir hann haha, hljóp í 20 mín í gær, þar er ég sko stolt af sjálfri mér því mér finnst svo leiðinlegt að hlaupa og ég hafði ekki hann Fulgen minn til að peppa mig upp þannig að ég stóð mig eins og hetja, þó að ég segi sjálf frá.
Síðustu helgi vorum við bara heima í rólegheitunum, kíktum reyndar til Torrevieja á nýja húsið Þurýjar og Steinars sem var rosalega kósý, það var skýjað þannig að við fórum bara í göngutúr með þeim og svona notalegt. Annars bara verið að halda áfram að hreinsa til í íbúðinni og hafa það notalegt.
Ég hef verið að horfa á Soprano seríuna sem fékk svo mikið af verðlaunum á einhverri af þessum hátíðum um daginn og hún er bara nokkuð góð en verð að láta það flakka að prisionbreak og fyrsta serían af lost er betri. Mafían er kannski ekki mín sterka hlið en þeir eru mjög góð afþreying það verður að segjast.
Later