Allt á uppleið....

Jább af hrakfallabálkinum mínum er bara allt gott að frétta, helgin eftir þetta var erfið því það var ekki hægt að fara í skó og lítið hægt að hreyfa sig þar af leiðandi en svo var þetta má segja bara búið.  Þessi börn hrista þetta af sér ótrúlega hratt, erum útskrifuð með þrif á nöglinni og hún má fara að fara í sund og þess háttar.  Vorum hjá barnalækninum um daginn líka og asmahljóðin eru farin í bili, jibbý.  Eigum að fara aftur eftir 2 vikur til að sjá hvernig hún er.....endist þetta gott svona lengi.....Eins og þið sjáið er bjartsýnin með þennan asma alveg í lágmarki en maður verður víst að vona það besta.

Lítið búið að vera að gerast nema þetta venjulega, fórum reyndar í afmæli um síðustu helgi og Perla Líf fékk að sofa hjá Mariu vinkonu sinni sem hún var ekki búin að hitta MJÖG lengi.  Fórum svo að sækja hana daginn eftir þegar í raun var afmælið bróður hennar, vorum þar til að verða átta um kvöldið svo bara heim að hvíla sig.  Tímanum var breytt um síðustu helgi þannig að nú dimmir hér klst fyrr en það er reyndin að það er auðveldara að vakna á morgnanna.

Já ótrúlegt en satt Ólafur Ketill var lasin á sunnudag og mánudag, hann sem aldrei er veikur en þetta var bara smá hiti, höfuðverkur.  Hann er svo duglegur að hann var svo komin í skólann á þriðjudag og allt í lagi.  

Í gær var haldið upp á Halloween hér eins og er orðið á mjög mörgum stöðum í heiminum.  Ólafur Ketill fékk að gista hjá Nando þar sem Perla Líf fékk um helgina og þar voru þau í búningum og fóru hús úr húsi og skemmtu sér vel.  Við fórum aftur á móti til Jose og Chiqui þar sem aldrei vantar fjörið.  Gestirnir okkar Þurý og Steinar kíktu til okkar hjólandi frá Torrevieja og fengu því að taka þátt í hátíðarhöldunum.  Fengum fullt af nýjum mat að smakka og sangríu sem þeim fannst góð, höfðu aldrei fengið að smakka alvöru góða sangríu.  Vorum alveg til miðnættis svo bara heim....

See you guys 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Gott að heyra að Perla Líf er betri,vonandi helst það svona. Og nöglin að lagast, allt sem sagt á uppleið að geta farið í sund er frábært og á örugglega vel við Perlu Lífar hreyfiþörf.

Að fá 3 tíur, er algjört met og óska ég Ólafi til hamingju með það, hann er seigur að læra strákurinn. Guðrún, þú myndir falla velí kramið hjá Dr.Phil þú hefur það sem til þarfí uppeldið, enda krakkarnir fínir.

Gott að heyra að svona vel tókst til með Halloween, búninga og allt það og svo Shangrían til að toppa þetta allt saman. Þurý og Steinar eru að læra á spænskan lífsmáta....flott.

Knús til krakkanna og Þurý og Steinarsog auðvitað Fulgens og allra sem ég kannast við. Knús og aftur knús, til þín og hinna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.11.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband