Hjólakaup!!!

Hæ allir saman og takk fyrir öll innlitin og kvittið, ég var virkilega farin að halda að allir þarna á klakanum væru búnir að gleyma að við værum til.Blush  Þannig að ég er búin að vera með brosið á smettinu alla vikuna að heyra frá ykkur.  Jább hin frægu hjólakaup, takk fyrir ábendingarnar Þurý mín og ég hefði sko verið meira en til í að kaupa mér hjól fyrir meira en 600€ en þá verður þú að leggja út fyrir því dúllan mín ahhahahah.  Það er ekki á fjárhagsáætluninni svona dýrt hjól og mér fannst þó skárra að fá mér hjól en að kaupa það ekki. Ég keypti það á þriðjudaginn í síðustu viku og er mjög ánægð með það, þar sem ég er heldur ekki hjólafíkill og hef eins og er bara hugsað mér að nota það hérna innan bæjarmarkana.  Svo hvort að maður verði fíkill það verða tímarnir bara að leiða í ljós og þá sér maður til með mun betra hjól.  En allavegana eitt sem ég hafði á hreinu og það eru SHIMANO skiptingarnar mitt hjól er með svoleiðis heheTounge maður klikkar ekki á svoleiðis smá atriðum!!!  Er búin að vera frekar dugleg að hjóla í vikuna þrátt fyrir að ég hafi náð mér í vott af flensunni sem var að ganga hjá Fulgen, var meira að segja allann miðvikudaginn heima með svima og vanlíðan.

Ólafur Ketill stendur sig eins og hetja í skólanum eins og alltaf en reyndar var 1 sætið hans í hættu um daginn þar sem stelpurnar í bekknum eru farnar að draga á.  Hann átti að fara í 3  próf í vikunni en á föstudaginn var hann slappur og ég leyfði honum að vera heima.  En hvort það var stress að ná ekki að vera hæstur eða flensan það get ég ekki verið viss um.  Því seinnipartin var hann nógu hress til að fara í afmælið hjá bestu vinum sínum tvíburunum.  Vorum þar langt fram eftir eða til næstum því 21 en það var þvílíkur skítakuldi að ég ætla ekki að segja ykkur það og þar sem við erum á Spáni þá er þetta haldið úti þó að það séu ekki nema 7°eða eitthvað.

Perla Líf tróð sér eins og venjulega að sofa hjá systur tvíburana en þá byrjuðu þeir að suða að Ólafur mætti líka gista hjá þeim.  Nú var sko ekkert að Ólafi Katli, þannig að það var barnlaus nótt. Ég fór yfir til Fulgen og gisti þar, fékk kvöldmat og fínt.  Er svo búin að vera eins og brjáluð að þrífa hérna baðherbergin og fleira.  En er að verða búin og nú er það langþráð sturta!!! 

Guðrún Anna mín það hlaut að vera að þú værir ekki búin að kaupa síma!!! Var að reyna að hringja í þig rétt áðan, var ekki búin að sjá skilaboðin frá þér.  En auðvitað komum við krökkunum til þín eina nótt.  Ræði það við yfirvaldið næst þegar við heyrum í honum.  Vonandi kaupir þú símann fljótlega.  Bið að heilsa í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Já...það er líklega alveg eins gott að halda athyglinni vakandi til að gleymast ekki. Annars finnst mér þú ótrúlega dugleg með síðuna þína, miðað við allt sem þú ert með á á þinni könnu. frábært hjá þér að ná þér í hjól það er verst að það er víst vetur núna, líka á Spáni. Meðan flensan varir er líklega betra að nota bílinn.

Ef ég þekki Ólaf rétt lætur hann nú ekki deigan síga, þegar að skólanum kemur ég hef stundum haldið að hann hefði aukaheila, og aukaminni, því að það sem hann er að læra reynir virkilega á minnið allt utanbókar.

Perla Líf hefur líka sína kosti, hæfileikarnir liggja bara annarsstaðar. Listaeðlið segir sko til sín, bara að finna farveginn. Öll hreyfing er ofarlega á blaði,dans, íþróttir að lita og teikna,nefndu það og það er til staðar.

Já...tíminn flýgur áfram og það styttist óðum í það að Ólafur og Perla Líf komi til landsins, tilhlökkunarefni fyrir þau, en fyrstu jólin þín án þeirra. Ég vonast eftir þeim og reyndar fleiri, svo það verður nóg að gera þennann tíma. Svo er það bara Spánn fyrir stafni í janúar. 

Stöðugar afmælisveislur hjá krökkunum, það er reyndar fínt ,afmæli bestu vina.

Verum í bandi...knús til allra.

Sóldís Fjóla 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.11.2007 kl. 23:40

2 identicon

sussusss, maður gleymir aldrei fólki sem manni þykir vænt um.

Frábært að vera komin með hjól. Nærðu að hjóla í vinnuna???

Við vorum einmitt að spá í hérna að gamla settið (ég og dave) keyptum okkur hjól og færum í leiðangra um helgar, Daníel á sitt hjól náttúrulega og er nógu stór (stærri en sumir ehem) til að fara langar leiðir. Skemmtilegt og hollt sem fjölskyldan getur gert saman, þurfum líka að kynnast nágrenninu :)

Frábært að krakkarnir komast til Íslands.

Dabba (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 01:39

3 identicon

HAHA búin að klaupa símannn gerði það í gær..........heyrumas á eftir okey

knús sæta 

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 11:41

4 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Takk elsku Dabba mín, þegar mórallinn sígur gleymir maður stundum að það er fullt af fólki sem manni þykir vænt um og þykir mjög vænt um þig!!!  Jább hjólið er frábært og ég er búin að fara á því einu sinni í vinnuna og svoleiðis ætla ég að nota það, bensínið er svo dýrt þessa dagana og þannig fær maður ókeypis hreyfingu!! til að halda sér í formi.  En það er örugglega frábært að nota það líka bara sem frístundarhreyfingu ef það er nóg af slóðum og leiðum í kring.

Guðrún Anna ég bjalla eftir smá er að skúra hahahahha.  Það þarf að gera það líka. 

Guðrún Helga Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 16:50

5 identicon

Hæ langt síðan en ég var á undan að blogga haha Emilía er með eyrnabólgu og sennilega búin að vera með hana í 2 mánuði og þá er komin skýring á þessu veseni á henni eða vonum það að  hún taki upp fyrir lífstíl að sofa allar nætur  ...

Kallinn alveg að fara í frí gvö hvað mér hlakkar til en vertu viss að eftir svona 3 daga langar mig að fá hann heim aftur Allavega einhverja hluta vegna er ég ekki búin að sparka honum  æi þessir pungar mar hehe hlakka til að fá krakkaormana þína og vesenast með þeim en verum  í bandi knús sæta

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband