Ísland gamla ísland.

Við njótum þess í botn að vera hérna litla fjölskyldan saman á Íslandi.  Þar að segja ég og litlu krílin mín 2.  Við erum búin að vera að heimsækja fjölskylduna sem er stödd á landinu eða nógu nálægt til að hægt sé að ná í rassinn á þeim og svo auðvitað allt vinafólkið sem er nú ekki lítið af.  Það að koma til Íslands er alltaf full vinna en ánægjuleg skal ég segja ykkur.  Okkur hefur nú gengið bara vel að komast í samband við þá nánustu og hitta en þó er enn nóg að fólki eftir, ég vona nú samt að við náum að hitta alla og helst í ró og næði ekki á hlaupum.  Veðrið er bara búið að vera mjög gott síðan ég kom þó að sólin sé nú ekki búin að vera mikið að láta sjá sig þá er búið að vera svo milt og yndislegt að ekki er hægt að kvarta. 

Söknuðurinn til mín yndiskæra föðurlands var orðin ansi mikill þannig að ég er svo himinlifandi að vera hérna og móttökurnar hjá öllum eru frábærar manni bara vöknar um augun.  Þetta mun sko ekki gerast aftur að það líði heil 2 ár á milli þess sem ég kem á klakann, það er ótrúlegt hvað maður er mikil föðurlandselskandi en ég er Íslendingur og mun alltaf vera þó að ég búi erlendis.

Það sem mér sakna ansi mikið og finnst svo yndislegt að upplifa er þegar litlu grísirnir fara bara sjálf 8 ára gömul í hóp til að fara í sund....vá mar ekki myndi nokkur maður á Spáni láta sér detta það til hugar að sleppa þeim lausum einum og sjálfum.  Ég fyllist stolti!!!!  Sakna þess líka, en það er víst ekki hægt að vera alls staðar, Spánn hefur fullt af góðum og slæmum kostum alveg eins og okkar ástkæra eyja Ísland.  

Elsku vinir verið dugleg að kvitta fyrir föðurlandsvinin.  KNÚS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Halló krútta.

Ofsalega var nú gaman að sjá ykkur. Allt of langt síðan og það er eins gott fyrir þig að það líði ekki aftur svona langt milli heimsókna hjá þér!!!!

Kram og knúskveðjur á ykkur öll.

Tína, 12.8.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

kvitt kvitt

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 14.8.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband