Komin á klakann!!

Halló fyrir þá sem ekki vita er ég nú loksins komin HEIM á hið fallega litla Ísland í norðri.  Vá hvað ég er í raun búin að sakna þess að koma ekki hér í 2 ár.  Þetta er yndislegt og að koma úr 40°sem voru í Murciu þegar ég fór,.....vá maður dýrðlegt hitastig hérna.  Held að ég sé að mestu búin að koma út nýja Gsm númerinu mínu ef ekki minnið á ykkur hérna inni og ég mun senda ykkur sms með númerinu mínu.  Langar náttúrulega eins og alltaf að reyna að hitta sem flesta og helst alla, en það er oft mjög erfitt í vinnslu.  Samt munum við reyna af öllum mætti. 

Áður en að ég kom til landsins fórum við 2 pör til Palma de Mallorka og það var æðisleg ferð eins og flestar hinar sem við erum búin að vera fara.  Við fórum Inma og Javier, Martin og ég. Fórum á fimmtudagskvöldi og vorum til mánudagsmorguns eldsnemma.  Frændi Inmu, Jose Antonio fór með okkur um alla eyju ásamt Lolu konu sinni, þau voru frábær og yndisleg.  Gerðu þessa ferð alveg eftirminnilega. Fórum til dæmis á litla strönd sem var steinaströnd en þar var foss og það var mjög sérstakt og frábær tilbreyting, mjög lítið af fólki og greinilegt að ferðamennirnir höfðu ekki hugmynd um þessa paradís.  En við nutum hennar í botn.  Það var ekkert farið út á lífið, en það var alveg þess virði en það fólk sem ekki hafði séð dómkirkjuna í Palma fékk ekkert að sjá hana því við vorum algjörlega í náttúruferð ekki borgarferð þó að hótelið okkar hafi verið í miðri borg heheheh.

Jæja loksins á morgun fæ ég að hitta litlu krúttin mín aftur það er að verða komin mánuður, vá maður það verður hamingja.  Núna fljótlega set ég inn myndir frá Mallorka og svo mun ég skrifa ansi mikið á spænsku meðan ég er hér á eyjunni svo að vinir mínir í Murciu verði ekki vitlausir úr öfund og fá ekkert að vita hvað ég er að bralla.

Knús á meðan GH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband