Fín helgi.

Hér erum við bara í fínu yfirlæti eftir að það hætti loksins að rigna hehe. Veit ekki hvað ég er að kvarta en hvað um það.  Fórum út að borða .....fullorðna fólkið, ég, Þurý og Steinar á föstudag og svona mat sem ekki er hægt að fá á Íslandi....eitthvað öðruvísi.  Borðuðum yfir okkur og svo röltum við í bæinn og höfðum það gott heima um kvöldið með rauðvín og osta. nammi namm.  Síðasta búðarrápið var svo farið á laugardagsmorgunn og það bara konurnar o my...það er hættulegt, enda kom það í ljós....ansi margir fullir pokar haha.  Kvöddum okkar fínu gesti um kl 14 þá vorum við boðin að borða grill hjá vinum Fulgen og þau ætluðu bara að fara tía sig í áttina að Alicante. 

Aftur var borðað á sig gat og úff.  Gat ekki einu sinni borðað kvöldmat. Ólafur er nú byrjaður aðeins að læra á píanóið og gengur vel hehe.  Það verður gaman að vita. æi er ansi syfjuð og ætla að Óska henni Hrafnhildi systur minni til hamingju með stórafmælið!!! Knús frá spáni.

Vonandi hættið þið ekki að kvitta og kíkja á okkur þó að það sé komið lykilorð!!!

Knús og kossar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Svona er að fara í verslunarleiðangur, fullir pokar af einhverju. Fínt að heyra að veran á Spáni varð svona vel heppnuð hjá Þurý og Steinari, að enda með verslunarferð, gat ekki orðið betra.!!! Til að tryggja að munað yrði eftir afmæli Hrafnhildar hringdi ég í allar áttir og sendi SMS til öryggis. Auðvitað hringdi ég sjálf og það lá vel á henni, engin stórbreyting, og þó. Krakkarnir hennar gáfu henni ferð til Póllands á slóðir Jónínu Ben, algjört dekur. Flott að ólafur er byrjaður að læra á píanó hjá Fulgen, ég vissi satt að segja ekki fyrr en ég var stödd í búðinni hjá þér einhverntíma, og Fulgen var að selja píanó og spilaði þá fyrir kúnnann. Það var frábært, ég var alveg heilluð. Það er ekki sniðugt að vera svona í gíslingu einhvers dóna, innilokaður með bloggið sitt. Ég ætla að láta mig hafa þetta ofbeldi í einhvern tíma, en svo ætla ég að opna.!!! Eftir tvær vikur eins og við vorum að tala um. Bið að heilsa öllum, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.11.2006 kl. 17:07

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vaaá, nú færð þú nóg að gera við að eyða út. Úff, þetta gerðist bara tölvan sýndi ekki að hún hefði sent. Sorry.....mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.11.2006 kl. 17:10

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk Guðrún á þessu ætla ég að reyna að passa mig á að klikka bara einu sinni. Ég er ekki búin að laga málið hjá mér, en ætla að kíkja inn á eftir. Það er mjög kalt hérna núna og spáð áframhaldandi kulda en það á að lygna. Rokið hérna hefur bætt á kuldann. Vonandi lagast þetta eitthvað en það er víst vetur og þá frýs og snjóar. Það sá víst ekki út úr augum á Akureyri vegna snjókomu. Já, það er vetur, engin spurning. bið að heilsa öllum, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.11.2006 kl. 09:47

4 identicon

Hæ, hæ,

 Leiðinlegt að frétta af þessum dæmalausu árásum á síðurnar ykkur tengdum. Erum búin að "stimpla" leyniorðið inn svo við höldum áfram að fylgjast með ykkur úr fjarlægð. Gaman að heyrast í kvöld. Hafið það gott þar til næst :) Kv. Áslaug og strákagengið

Áslaug & co (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband