Vikurnar líða.

Hér erum við.  Vikurnar líða áfram og það er ótrúlegt að Ólafur Ketill og Perla Líf eru að fara til Íslands eftir rétt rúmar 5 vikur.  Endilega byrja að panta viðtal við þau hahaha.  En þau verða yfir jólin og alveg heilar 3 vikur.  Vona þeirra vegna að það komi snjór því það er efst á óskalistanum.  Við erum hraust eins og er annars fer hratt kólnandi núna þannig það verður gaman að vita næstu daga og vikur. Ég er miklu betri í efra bakinu og hálsinum enda búin að vera hjá sjúkraþjálfara núna í líklega 3 vikur þetta er allt að koma, var meira að segja rosalega dugleg og fór í spinning og Workout á föstudaginn en þar af leiðandi hef ég lítið geta hreyft mig þessa helgina hahhaha Tounge harðsperrurnar að drepa mig, úff maður. 

Nú fóru Þurý og Steinar heim á klakann í síðustu viku og maður er farin að bíða eftir að fá símtalið hvenær þau koma aftur til okkar.  Þó að við höfum hist lítið að undanförnu er svo gott að vita af þeim þarna því okkur þykir svo mikið vænt um þau.  Annars hefur lítið borið á daga okkar undanfarið, það er vírus í gangi heima hjá Fulgen svo að við vorum ekkert að fara þangað um helgina.  Nema ég fór með honum og Miguel að borða á ítölskum á laugardaginn á meðan börnin mín voru í afmæli.  Þau voru svo heppin að það voru 2 afmæli sama daginn og ekki á sama tíma, semsagt þau voru í afmæli frá kl 14 til kl 21 það er nú ekkert smá.  

Er búin að ákveða að kaupa mér hjól eða réttara sagt biðja um það í jólagjöf og er búin að velja það, er ekkert smá spennt að fara að kaupa það. hehe Svo er bara að vera duglegur!! 

Jæja það er best að fara að skella sér í sófann að glápa á eitthvað skemmtilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Já...það verður fróðlegt að vita þetta með snjóinn, en vonandi lætur snjórinn sjá sig eitthvað krakkanna vegna, það verði sem sagt hvít jól.

Það er gott til þess að vita að heilsan er öll á uppleið, þú ert ferlega dugleg að fara í æfingar en það er víst það eina sem dugir í þessum málum.

Verst þetta með flensuna hjá Fulgen, ég held bara að þessi flensa spyrji ekkert um landamæri, svona nokkuð er víst að ganga á þessum árstíma,ég veit um nokkur dæmi hérna heima.

Þurý og Steinar koma örugglega aftur,enda eiga þau erindi, bæði við ykkur og svo nýja húsnæðið þeirra á Spáni, manni skilst að þetta sé orðin hálfgerð Íslendinga nýlenda þarna niður frá. Ég þekki hjón eða par  sem er nýbúið að kaupa íbúð og svo auðvitað allir þeir sem voru þarna fyrir.

Nú er sko heilsuræktin framundan og það á hjóli, en málið er að það er ferlega gaman að hjóla, svo nú er bara að velja gott hjólog mér skilst að þú sért búin að festa þéreitt sem passar. Flott....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.11.2007 kl. 07:40

2 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Halló Guðrún!

Það eru nú aldeilis fréttir frá Spáni að aðal antihjólistinn ætli að fara að kaupa sér hjól. Mikil framför það :-) En hljómar samt eins og þú hafir dottið alvarlega á höfuðið. Samt talar þú um gott heilsufar :-)

En það er töluverð fjárfesting að kaupa sér hjól skal ég segja þér og ef þú ætlar að hafa verulega gaman að því að hjóla þá skiptir máli að eiga gott hjól. Og ef þú hefur einhverntíman hug á því að koma með okkur hjólurunum í einhverra vikna hjólaferð þá er eins gott að velja gott hjól.

Við Steinar keyptum bæði hjól í El Corte Ingles hjá þér í Murcia og höfum verið virkilega ánægð með þau. Þau kostuðu 499 og 599 EUR. Okkur fannst það ekki mikið fyrir svona góð hjól enda eru þau töluvert betri en hjólin sem við keyptum hérna heima fyrir miklu meiri pening. Svo ég mæli með sérlega vel með þeim enda kostaði mitt hjól hér um 150 þúsund á meðan ég borgaði 43 þúsund fyrir þetta hjól.  

Ég veit að þú ætlar örugglega ekki að setja svo mikinn pening í hjól en ég mæli samt með þessu því það er betra að vera á góðu hjóli því þá getur þú gert allt sem þú þarft eða vilt í framtíðinni og ef þú skyldir nú ætla að koma pílagrímaleiðina með okkur hehe.

Það sem skiptir helstu máli með hjól eru gíraskiptingarnar og ALLS ekki kaupa hjól sem er ekki með Shimano skiptingar. Passa að kaupa rétta stærð fyrir þig en þú átt um það bil að geta sett hnefann á þér ofan á stöngina fyrir neðan klofið. Þá passar hjólið ef þú skilur hvað ég er að segja. Verður að vera úr áli því annars er það of þungt. Og 27 gírar eru möst eða í það minnsta 24 gírar. Skiptir máli þegar það eru miklar brekkur sko ef maður ætlar að ferðast á því.

Á þessu hjóli getur þú hjólað til okkar í Torrevieja sko :-) Svo eigum við tvær hjólagrindur á bíl hérna heima og ætlum að taka aðra út svo við getum flutt þau á milli á bíl. Það er geðveikt að hjóla. Við fundum einmitt svakalega skemmtilegan fleiri tuga kílómetra stíg rétt hjá okkur rétt áður en við fórum. Eigum eftir að kanna hann meira síðar.

Hér er bara þokkalegt veður en heilmikil viðbrigði frá Spáni. Mín byrjaði að vinna í gær en það var dáldið erfitt að koma aftur en ég ætla aðeins að sjá hvort ég verði hér fram á vor og fari svo út í einhvern tíma, vinni svo kannski sumarið hér og svo aftur út í haust. Fari svo að leita mér að framtíðarvinnu. En svo getur bara verið að ég fari að líta meira á þetta af alvoru og fari að líta í kringum mig. Er aðeins farin að íhuga þetta núna en fram að þessu hef ég bara ekkert verið að velta þessu fyrir mér. Enda upptekin af skóla og síðan alveg upptekin af því að vera í fríi :-) 

Hafðu það gott mín kæra,

Þurý ( Sú sem er með alvarlega hjólabakteríu og er æst í að fá vini sína í helsta áhugamálið auddað)

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 09:00

3 identicon

hæ sæta mín

Já þú ert mjög dugleg að kvitta haha aðalega beint til þeirra sem er að kvarta yfir bloggleysi svo heyrir maður aldrei í þeim hehe En alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur !! leiðinlegt samt að missa af Ólafi og Perlu um jólin og ég vona einnig þeirra vegna að það verði hvít jól heima á Íslandi :) já það eru svo leiðinlegar þessar pestir vona að Fulgen og co jafni sig fljótt !! Mér finnst þú ekkert smá dugleg að hreyfa þig !! vildi að maður væri svona aktívur ;) og svo bara fara hjóla líka dugnaður í þér !! Annars sendum við stórar knús kveðjur héðan frá DK og vonum að þið hafið það gott :)

didda, simmi og aron blær (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:36

4 identicon

Ha kaupa hjól flott mál.Ég fór í bæinn en veistu er svo  mikil mu gleymdi að ath með síma en veistu keypti nýja diskinn með Páli Óskari og hann er æði. Palli vinur okkar rúllar alltaf. Mikið knús og ég vill fá krakkana hingað allavega eina nótt ok viltu nefna það við ráðið hérna heima??? Og láta fylgja með símann minn.......

Knús ástin mín 

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband