Frábær helgi.!!!!

Jæja nú fer að líða að vinnuviku aftur, úff vakna í fyrramálið, er ekki alveg að nenna.  Jæja helgin hjá okkur er búin að vera viðburðarrík.  Nú mín byrjaði laugardagsmorgun að fara í tvöfaldan leikfimitíma með Chiqui mágkonu, spinning og body pump, það var fínt en fann samt fyrir því allan daginn.  Því miður hafði ég ekki sofið nógu vel því þegar ég loksins var að sofna kom Perla Líf greyið grátandi því henni var svo illt í maganum.....úff, eftir smá var allt klósettgólfið útí ælu, þó meirihlutinn hafi farið ofaní.  Þannig hún svaf uppí hjá mömmu og Fulgen sem hefur nú ekki gerst í háa herrans tíð.  Þannig vegna þess var minna sofið en venjulega, líka því ég náði mér í kvef á fimmtudaginn, varð líklega kalt eftir leikfimi eða eitthvað en þetta er nú bara smá hor....Crying

Ólafur Ketill fór í fyrsta skipti á þessum vetri ekki í skólann á fimmtudaginn, hann fékk eitthvað illt í magann og var heima, því miður ældi greyið á meðan mamma skrapp í vinnuna og þurfti því að þrífa sjálfur.....úff það var mjög erfitt.  En hann var orðin góður seinnipartinn og vildi endilega fara í sund.

Á laugardaginn var feðgamót í tennis, auðvitað tóku strákarnir Fulgen/Miguel, Jose/Alvaro og Gonzalo/Mario þátt, það gekk nú svona upp og niður en mestu máli skiptir að taka þátt.  Það er alveg merkilegt hvað krökkum nú til dags og kannski alltaf......eiga bágt með að tapa.  Þessir þrír frændur voru í svo vondu skapi á laugardagskvöldið að það var ekki talandi við þá hahahahaDevil

Nú í dag fórum við í mat til vinafólks og þar var margt um manninn, mikið af krásum og þá meina ég af mat og drykk.  Úff át á mig gat og drakk bjór með, ekki slæmt.  Ég ákvað að ég ætti það skilið eftir alla þessa leikfimi,  annars lifir maður fyrir ekki neitt.  ÉG ELSKA AÐ BORÐA GÓÐAN MAT.....minn helsti veikleiki.Cool

Er búin að vera dugleg, taka herbergin hjá krökkunum í gegn, þrífa aðeins og strauja viku þvottinn.

Ahh já var næstum búin að gleyma fórum í bíó í gær að sjá nýjustu mynd Mel Gibson....þá meina ég þá sem hann leikstýrir.

Hún er vel blóðug en ágæt samt,  það eru nokkrir vankantar á myndinni og þá helst að einn villimaður er að berjast fyrir lífi sínu og hleypur í skóginum til að sleppa við hinn ættbálkinn sem vill drepa hann.  Þó að skógurinn nái yfir mörg þúsund hektara og fjöll þá eru þeir alltaf á slóð hans.....það er bara engan veginn mögulegt í skógi sem þessum segi ég...  Það var alveg sama þó þeir væru ansi langt á eftir honum en alltaf fóru þeir rétta leið.  jæja ætla ekki að tjá mig meira um það hún endaði vel og það er gott.

Gott í bili, óska ykkur öllum góðrar vinnuviku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Slæmt að Perla Líf náði sér í gubbupest en gott að henni er að batna, það hefur allskonar pest verið í gangi hérna heima. Ég var að koma frá Hjördísi og Sigga en hún verið með brjálað kvef á aðra viku en núna er henni að batna, enda eins gott þau er að fara til Kanarí 14. febrúar og verða í tvær vikur. ég var stödd í Kringlunni í Hagkaup, auðvitað að skoða kvikmyndirá góðu verði þá kom Hjördís auga á mig og dreif mig heim með þeim. Annars var ég á leið að sjá stuttu, kvikmyndina íslensku Anna and the moods. Nafnið á myndinni er bæði á íslensku og ensku, myndin fær mikið lof og er ég ákveðin í að sjá hana.

Það er verið að úthluta Bafta verðlaununum og var Penelope Crus í aðalhlutverki í myndinni Volver en sú mynd var tilnefnd, myndin er eftir Pedro Almodovar. Hún vann nú ekki en ég ráðlegg þér að sjá hana hún er mjög góð.

Ég er nú búin að setja inn fleiri myndir og ætla að setja fleiri, flott framtak, hehe. Ég skrifaði eina síðu í sögu sem ég er að hnoða saman og það er sko afrek. Hef ekkert skrifað ég veit varla hvað lengi, en það er kannski byrjun á einhverju.

Jæja, þetta er orðið ansi langt en það er fínt að heyra að Ólafur er orðinn betri, vonandi ´lagast þú sem fyrst að kvefinu. Héðan er allt gott að frétta nema að það er dálítið kalt, enda vetur ennþá. Bið að heilsa Fulgen og co og svo auðvitað þér, Ólafi og Perlu Líf, knús og allt það sem tilheyrir. Kveðjur,mamma og amma Sóldís.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.2.2007 kl. 23:06

2 identicon

Hæ eskan gott að helgina var góð. OHHH mér langar að sjá þessa mynd en fer varla í bíó svona á mig komin hehe  Blogga um kallinn hver nennir því úpps það er svo gaman þegar allt beinist að mér og engum öðrum sjálfselsk ohh hver veit langar ekkert að deila um það svo sem.

OHHJ og svo ælupestin bara Rebban hérna megin enþá sem betur fer annars er búin að vera slæm flensa með miklum hita enþá engin hérna sem betur fer á alveg nóg með mitt hor sem minnkar lítið....

Var einmitt að hrósa honum Júlla og veist skoðaði nokkur verkefni hjá honum ( komst í ruslið hans) kallinn er að standa sig miklu betur og hefur sko aldeilis blómastrað út löngu komið vor hjá honum. Æi hann stendur sig svo vel gvö enda að fara að fermast spáðu í því ....... hvað gera konur næst úff en svo er að koma að þínum degi er það ekki ert að verða 23 eða??? allavega varð ég það

Knús í klessu var svo gaman að heyra í þér þarna um daginn mua

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband