Veturinn, sem betur fer líður hjá.

Jæja ég er alltaf á varðbergi í dag vegna þess að ég opnaði síðuna, æi ég vona svo innilega að ég fái að vera í friði með hana í þetta skiptið.  Veit ekki að ég hafi gert neinum neitt til að verðskulda það sem sett var inn á síðuna mína og barnanna minna og minna nánustu.  Ef ég hef gert einhverjum eitthvað að sá hinn sami geti sagt það hreint og beint og útkljáð málin, þetta er heigulsháttur!!!Devil

Jæja hef sagt það sem mér lá á hjarta, nú er Ólafur Ketill alla veganna byrjaður að blogga aftur og endilega kíkið á síðurnar þeirra, það vekur kannski áhugann hjá þeim að skrifa, ég er að reyna mitt besta að þau skrifi og kíki.  

Held að sjálfsálitið og vellíðanin sé á uppleið en þetta er í fyrsta skipti sem ég tek eftir hvað þessi tími fer í mig í rauninni.  Er niðri á botni en þegar ég sé að það er farið að lengja daginn og aðeins þó ekki mikið farið að hlýna þá líður mér betur.  Einnig er ég alltaf á þessum tíma mjög óróleg, mig vantar að komast að heiman.....aðeins frá börnum og búi, langar að fara á skíði og þar sem ég er búin að ákveða að ég ætla að leyfa mér það núna í lok febrúar, byrjun mars þá er ég líka miklu glaðari.  Ætla helst að taka kallinn með en ef ekki þá bara Chiqui eða einhverja vinkonu haha Tounge.

Það versta að það er ekkert ódýrt að vera með svona njálg í rassinum fyrir ferðalögum hahah en verð víst bara að taka þessu, er bara svona.

knús til ykkar allra, þið eruð æði.!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Ætla endilega að kíkja á bloggin Ólafs og Perlu Lífar. Gott mál að allt er komið í gang aftur að fólk þurfi ekki að hegða sér eins og gíslar, Húrra fyrir því.

Eitt er víst ef einhver dóni vogar sér að setja eitthvað andstyggilegt hérna inn,þá verður tekið á málinu af fullum þunga, hvað sem það kostar. Engin miskunn sýnd, fólk er ekki að sýna nein gæði þegar það skrifar svona óþverra.

Gott að vellíðanin er á uppleið og krakkarnir standa sig að vanda. Nú fer daginn virkilega að lengja með sól, vonandi og fínu veðri. Þessi árstími er oft hræðilega erfiður, vetrarhamurinn er farin að losna aðeins en samt ekki alveg farin, ef þú skilur hvað ég meina, hehe.

Meira seinna,ætla að kíkja á krakkana. Heyrumst....mamma og amma Sóldís.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.2.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: katrin sigmarsdóttir

Guðrún mín gott að þú sért  farin að hressast. Þúsund kossar........Kata.                                                                                          

katrin sigmarsdóttir, 6.2.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband