Frjáls aftur....að ég held.

Hef eins og þið sjáið ákveðið að opna bloggið aftur.  Mér til mikillar hamingju, mér finnst eins og fólk sé latara að heimsækja mig afþví það er læst og svo framvegis.  Gerir ekkert til að prófa.  Helgin er búin að vera viðburðarrík að vanda, fór með Chiqui í leikfimi í gærmorgun og í 2 tíma, þýðir ekkert annað en harðsperrurnar segja til sín í dag.  Svo vorum við bara á ferð og flugi og hittum Nabilu aðeins sem fer til Frakklands líklega á þriðjudag.  Í dag vorum við í afmælinu hennar Lauru í allan dag, á íþróttavelli þar sem er margt hægt að gera og dagurinn fór allur í það.  Er búin að sofa lala undanfarið og ætla að fara snemma að sofa.  

Verð nú samt að segja að mér finnst ég hafa endurheimt ýmislegt síðan ég skrifaði á bloggið síðast.  

Til hamingju Íslendingar að vera í 8 sæti á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi, verum stolt!!!! WinkInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Margfalt húrra fyrir þér að opna bloggið á nýjan leik.

Flott að heyra að allt er góðu lagi. það verður það örugglega áfram. Haltu skriðinu og fylgdu þessu fína flæði. Good Luck.

Bið að heilsa börnunum og sjálfri þér.....mamma....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.2.2007 kl. 09:40

2 identicon

hæhæ

Smá kveðja frá álfkonuhvarfi  Allt brjál að gera ,skólinn á fullu, simmi í sveinsprófinu, undirb fyrir brúðkaup og flutning til DK þetta verður frábært ár  Vonum að ykkur líði vel !! Knús knús Didda, Simmi og Aron Blær

didda og simmi (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband