Sólin......skýin, veðrið getur bara ekki ákveðið sig.

Já nú er sko veðrið á uppleið en samt er það nú skrýtið.  Á mánudag og þriðjudag var þetta glimrandi veður og fór hitinn alveg upp í 26° og maður komin í vorfílingin (því hér kemur sko ekki sumar fyrr en 21. júní) . Alveg rétt GLEÐILEGT SUMAR íslendingar, nær og fjær!!!  En svo kom dagurinn í gær og þá var bara skýjað aftur og smá dropar og læti og hitinn datt niður í 18°ekkert smá fúlt, við Þurý kíktum á veðurspána því okkur langaði á ströndina á sunnudag og þá var bara spáð rigningu út vikuna alla vegana sumsstaðar.  En með bjartsýninni þá var þetta glimrandi veður í dag og svona skal það vera!!!

Nú er búið að kaupa þessi fínu gleraugu fyrir Ólaf Ketil og hann er bara mjög sætur með þau.  Er búin að taka myndir af honum þá er nú að sjá til hvort ég hef mig í að setja þær inn hehe.  

Ég fór sko í padel í dag og ákvað að ég myndi ekki í spinning áður því það tekur alla orkuna frá padelinu.  Og ég tók sko eftir því í dag að það var alveg hárrétt, ég var í svaka fíling og þar sem bara 2 mættu úr hópnum á eftir okkur þá lékum ég og Eduardo aðra klst í viðbót.  Við reyndar grúttöpuðum en þetta var mjög gaman.  Nú læt ég mér segjast og reyni að fara í spinning hina dagana, því maður verður ekkert betri ef maður er dauðþreyttur þegar maður fer að spila.  

Sem betur fer skila ég vsk uppgjörinu á morgun en það er líka síðasti dagurinn, úfff hef aldrei verið svona sein með þetta.  Það var vesen á forritinu, svo var náttúrulega skipti á fyrirtæki og alls kyns vesen en þetta hafðist og það með stæl......YES.

Hér er ég í svaka stuði, heyri vonandi í ykkur..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Já bara læti alveg! En gast ekki farið í spinning á undan en getur alveg verið í klukkutíma í viðbót í Padel. Humm skrýtið eitthvað hjá þér. Spinning og bærinn á morgun...... Kæruleysisfýlingurinn sko. 

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Fór í ferminguna í Perluna í gær, veðrið var frábært og sást vel yfir borgina. Veislan var efst uppi og við snérumst í hringi, sólin skein í heiði og fermí ingarborðið var meiriháttar flott. Foreldrar fermingabarnsins eru svo hlý og notaleg og allt gekk svo vel fyrir sig.

Fór svo til Össa og Kötu eftir ferminguna þar var nýgifta parið með litla strákinn. Þau eru að selja íbúðina sína áður en þau fara út að læra. En á meðan búa þau hjá Össa of Kötu. Verkum var bara bróðurlega skipt og Maturinn vel heppnaður með hrásalati og alles. Þetta var fínt alltsaman og stoppaði ég eitthvað fram eftir kvöldi.

Svo er afmælið hans Kalla í dag og þangað fer ég seinnipartinn.Vona að sólin láti nú sjá sig eins og í gær fyrsta sumardag. Heyrumst seinna.......Sóldís 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.4.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband