Myndir.

Jább loksins og við erum á lífi en nóg að gera, skellti loksins inn myndum úr sveitaferðinni. Og lofa svo að skrifa eitthvað meir um okkur mjög fljótlega. 

Knús elskurnar 


Madridarferð.

Ójá djammferð var það!!!! Ég held að ég hafi ekki skemmt mér eins vel í mörg herrans ár. Vikan leið bara eins og venjulega, skóli, padel og rólegheit. Svo rann föstudagurinn upp, byrjaði á að fara í röntgen eldsnemma, rauk svo í vinnuna og þar var ég ekki lengi því krakkarnir áttu tíma hjá lækni kl 13.  Þetta voru þvílík hlaup að það var ekki fyndið, en Perla Líf er í góðu lagi núna þannig að maður er rólegur, við fengum lyfseðla þannig að meðulin dugi á meðan krakkarnir eru á Íslandi þannig að ekki þurfi að fara aftur til læknis áður en þau fari.  Fórum svo heim að borða og snillingurinn ég þurfti að vera sniðug að brenna mig á þegar ég var að elda, varð brjáluð út í sjálfa mig.....sem betur fer átti ég sterkt Aloe vera gel í ísskápnum frá Volare!! Og það bjargaði lífi mínu held ég um helgina, því ég fann ekki fyrir þessu þó að væri stærðarblaðra á puttanum.

Rétt fyrir kl 16 komu félagar mínir Manolo, Inma og Martin að sækja mig, stressið var svolítið að drepa okkur til að byrja með þvi Manolo var að keyra og hann er bara búin að vera að keyra í 1 ár og við vorum öll á nálum úff mar.  En svo tók Martin við og það var allt annað, reyndar var loftkælingin í bílnum biluð og við vorum í sauna, léttumst um nokkur kíló hvert!!! hahahaha.  Á leiðinni komum við inn á bar sem hét bar og húsgögn hahaha þetta var bara spaugileg húsgagnaverslun með bar, upplifelsi fyrir okkur öll. Við komum til Madridar á mjög góðum tíma, skruppum í sturtu og svo á veitingastað þar sem við áttum pantað.  Djammað var á eftir og við skemmtum okkur og hlógum ógeðslega mikið. Á laugardeginum var yndislegt veður, Inma og Javier vildu hvíla sig og Manolo fór með vinkonum þannig að Martin og ég fórum í gönguferð um Madrid.  Reyndar var þynnkan að drepa mig hahahah en Martin fékk sér bjór á Plaza Mayor. Borðuðum pasta heima hjá Javier sem hann eldaði og það var svo gott....miklu betra en maturinn á veitingastaðnum kvöldið áður.  Um kvöldið fórum við að sjá töframann sem er mjög frægur sem heitir Tamariz, það var svo skemmtilegt og við hlógum okkur brjáluð. Þegar við komum út var orðið svo kalt og við vorum slöpp frá föstudagskvöldinu þá drukkum við bara smá bjór heima og svo að hvíla okkur.

Sunnudagurinn var hinn frægi útimarkaður Rastro sem er reyndar hættur að vera það sama og hann var því þetta var markaður fyrir notaða hluti en nú er þetta bara orðið svipað markaðnum hér í Murciu.  Dagurinn var lala og fljótlega byrjaði að dropa....stóra spurningin hvar er næsti BAR ahhaha.  Semsagt í fáum orðum það sem við gerðum á sunnudaginn var að þræða bari og borða tapas.  Úff það var líka frábært, það er ótrúlegt hvað er hægt að innbyrða marga bjóra á sunnudegi hahah. Hvíldum okkur svo fyrir loka djammið á sunnudagskvöld.  Martin bauð okkur öllum út að borða á frábæran argentískan veitingastað....kvöldið var að mestu leyti frábært...hefði getað verið betra en nú er nóg komið af djúseríferðinni í bili.  Fyrir næstu færslu ætla ég að vera búin að redda þessu með myndirnar og setja einhverjar fleiri inn...þó að það séu ansi margar sem ekki verða birtar frá Madrid hahahah.  Þá verður ímyndunaraflið að ráða ferð.

Knús á línuna og ekki gleyma hvað mér finnst yndislegt að þið kvittið bara rétt til að vita af ykkur. 


Djamm og sveitaferð.

Vicente hrókur alls fagnaðarHér er Vicente hrókur alls fagnaðar á svölunum heima hjá sér öruggur með bjórinn hahaha. Þetta kvöld sýndi hann okkur power point myndasýningu af Nepal ferðinni sinni.  Við skemmtum okkur vel yfir myndum, mat og bjór.  Við  fengum rækjur, kolkrabba og kökur í eftirmat.  frábært boð.

Inma og Martin

 

 

 

 

 

 

 

 

 Síðan daginn eftir fórum við til Santomera að skoða hesta, geitur og vera í smá svona sveitastemmingu.  Geitin elti krakkana eins og óð væri og þau öskruðu og görguðu og skemmtu sér frábærlega.  Ég er búin að setja inn nokkrar myndir en þarf eitthvað að endurskoða þetta því það er allt myndapláss orðið fullt.  Þannig að ég held að ég verði að taka allar myndirnar og minnka þær og setja aftur inn eða eitthvað.  En á laugardeginum var semsagt líka farið á hestbak svo elduðum við rækjur, Paellu með kjöti og fullt af bjór eins og vill vera með þennan hóp.  Krakkarnir sáust ekki allann daginn, þau voru að bardúsa að vera í sveitinni....skíta sig út.  Sunnudagur var svo bara afslöppun út í eitt, þvílíkt notalegt.

Martin, Javier og VicenteInma og ManoloÞetta er svo fólkið nema Vicente sem er í appelsínugula sem er á leið í ferðalag til Madridar um næstu helgi.  Það vantar bara mig þarna en ég fer með.  Javier sá í hvítu skyrtunni er búin að planleggja þvílíka skemmtun...vá mar, ég mun segja frá því í næstu færslu.

Ole ole ya tenemos algunas fotos de la fiesta de Vicente y de nuesto día genial en Santomera con los caballos.  Tengo un problema ya he llenado todo el espacio de las fotos...tendre que reorganizarlo todo y guardar las fotos con menos pixeles, por eso no hay mas fotos del día chulo en el campo.  Espero no tardar mucho arreglar eso.  Los viajeros nos vamos a Madrid a pasar unos días con Don Javier, va a ser muy chulo y planeado.  Un beso 


Stjörnuspekistöðin.

Clara og Domingo  

Jose Maria og stjóri Javier

Hérna er fleira fólk úr vinahópnum sem er alltaf saman og við gerum ótrúlegustu hluti saman.  Hér fórum við í stjörnuspekimiðstöð hérna í nágrenninu og fengum að sjá Satúrnus og tunglið. Vorum mjög heppinn því það var búið að vera skýjað allann daginn.

Vicente Þessi var svo tekin í afmæli hjá tvíburunum hennar Inmu af Vicente og mér.  Varð að taka forskot á sæluna og setja hana inn, því hann greyið er hvergi komin á blað á þessa síðu. En myndirnar úr afmælinu koma væntanlega fljótlega. Á morgun býst ég við að setja inn sveitaferðina okkar um helgina sem var frábær, en eitt í einu, annars fer þetta allt í kleinu hahahaha.

Queridos amigos aqui teneis fotos del observatorio y una de Vicente que todavia no tenia ninguna foto metido aqui en el blog.  Para ellos que no saben para ver todas las fotos entrais en la izquierda en Myndaalbúm y allí estan todas las fotos. Espero que os guste, mañana más del fin de semana, la fiesta de Vicente y los caballos que estaba genial. 


Forystufólkið.

Aðeins prófun á að setja myndir beint a síðuna.

 

Vel varðveit með 2 vinum         

Formaðurinn og hennar kæri Javier

Þetta er flott maður.  Oye Doña presidenta y su señor no se pueden quejar ahora.  En primer perfil...aunque los segundos mas importantes allí con ellos.

 Besos


Myndir!!! Tónleikarnir í Alcantarilla.

Það var mikið ýtt á mig að setja þessar myndir inn, gæðin eru ekki alveg þau bestu en Javier tók myndirnar á Nokia símann sinn.  Það var þvílíkt fjör á þessum tónleikum.

Allí lo teneis, ya he colgado las fotos del concierto de Alcantarilla de los Mojinos escodios.  Espero que os guste!!!

Besos 


Erfið vika.

Sem betur fer er þessi vika búin en hún var einhvern veginn svo erfið.  Í fyrsta lagi gerði ég ekki annað en að fá úr niðurstöðum úr öllum þessum blóðrannsóknum og veseni á mér undanfarið.  Og eitthvað fannst athugavert þannig að ég er ekkert alveg búin í rannsóknum og dæmi, en hvað um það....maður getur þá verið rólegur eftir að það er búið að athuga mann alveg í gegn!!  Ég allavegana finn ekki fyrir neinu núna og veit ekki hvaðan þessar skrítnu niðurstöður komu.  Meira að segja sviminn sem setti svip sinn á líf mitt í byrjun þessa árs og lok síðasta er hættur að láta kræla á sér....Það er sko ekkert að mér...nema kannski spila of lítið Padel ahhahhaha.

Svo þurfti ég að ná í nafnskírteinin barnanna og LOKSINS er ég komin með þau í hendur.  Vá mar það er sko engin smá léttir!!  Nú erum við loksins orðin fjölskylda hér...og allt pappírsdæmi ætti að vera auðveldara en þetta var sko ekki auðvelt og mikið púl.  

Við tókum okkur padelvöll á fimmtudaginn eftir að vera búin að vera í klst í tíma og spiluðum frá 21.30 til 23.  Það var ógeð gaman, Inma og Vicente spiluðu saman meirihlutann og Martin og ég.  Við unnum 7-5, 6-1 og 6-4 síðan skiptum við um meðspilara og ég og Vicente unnum 4-3,  semsagt mikið reynt á sig en líka mikið hlegið.  Skruppum svo heim til Inmu í smá bjór...hehhe var komin heim um kl 2.

Í gær vorum við svo á Padelmóti hér í úthverfi við hliðina á ....við komum í blaðinu í næstu viku þar sem Martin og ég urðum í öðru sæti og Inma og Manolo enduðu í 3.  Fengum bikar og allt hahaha, æi þessi íþrótt er gjörsamlega búin að ná heljartökum á mér og ég bara get ekki hætt, mig vantar mikið upp á að vera einhver professional en að skemmta mér og hafa gaman það er bara varla önnur leið betri.  Í gærkvöldi eftir afslöppun hittist svo hópurinn á kaffiteríu að spjalla, sötra bjór og fá okkur snarl....en var bara góð og kom snemma heim eða fyrir kl 1.  

Höldum áfram að æfa padel á fullu og nú fer skólanum að ljúka hjá börnunum eða rétt mánuður, veiii.  Þeim gengur rosa vel en eru að smitast af mömmu sinni og vilja fara að æfa padel..en sem komið er verður það tennis held ég...sjáum til.

Knús í klessu 


Fjör helgi!!!

Jább þetta var lærdómsrík vika og helgi.  Við erum búin að spila alla daga padel núna síðan á þriðjudag þangað til á laugardag.  Spiluðum við Javier og Martin á miðvikudagskvöldi nema hvað þeir voru báðir hálfslasaðir.  Martin var að drepast í lærvöðvanum eftir fótbolta á mánudeginum og hinn hafði farið í ófrjósemisaðgerð og var með annað sárið hálf opið.  Þeir spiluðu saman og við Inma lágum í hláturskasti þar sem þeir skiptust á að halda ofarlega á lærinu...hahahhah. En vitleysingarnir unnu okkur og þá hlógum við enn meira.  Svo kíktu þau heim til mín og kláruðu bjórinn minn, þetta eru þvílíkir svelgir!!! En við vorum að skoða myndir frá íslandsferðinni hans Martin sem voru flottar og bara að kjafta til um miðnættis eða svo.  Á föstudagskvöldinu fórum við á stjörnumiðstöð sem er hérna 30 mín í burtu, það var reyndar skýjað þegar við lögðum í hann en svo fikruðu skýin sig í burtu.  Við sáum Satúrnus og tunglið það var ekkert smá flott, en kallinn talaði aðeins of mikið, vorum komin þarna um kl 22 og sluppum ekki fyrr en klukkan 1 eftir miðnætti, úff.  En þetta var mjög gaman og við lærðum eitthvað um stjörnurnar og svoleiðis.  En spiluðum padel Inma, Javier og Manolo en það var þvílíkur hiti á þessum tíma að það var ótrúlegt en við skiptumst á að spila saman þannig að þetta var fjör.  Á laugardaginn fór ég með krakkana að versla föt á þau og útrétta aðeins, síðan að spila padel seinnipartinn við Inma, Javier og Martin.  Ég spilaði með Martin og við unnum en ansi tæpt stundum!!! En við hlógum mikið eins og venjulega þegar við erum öll saman.  Svo fór Perla Líf í afmæli og fékk vilyrði til að gista en við hin fórum til Alcantarilla á tónleika með hljómsveit sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr, svona hálfgert þungarokk, semsagt Ólafur Ketill var að fara á sína fyrstu tónleika með Gaby sem er 12 ára og Alberto sem er 13 ára, þeir plöntuðu sér einhvers staðar framarlega á meðan við vorum nær barnum, hahahah.  Ég fékk far með Martin heim en málið var að hann týndist í Alcantarilla og við gengum okkur upp að hnjám um miðja nótt, hahahah.

Gærdagurinn var semsagt ógeð þreyttur og bara hálfsofandi allann daginn í sófanum hehehe að horfa á lost og Greys anatomy.  Það var notalegt.  Jæja vonandi eruð þið búin að hlæja og skemmta ykkur jafnvel og ég undanfarið....lífið tekur skemmtilegum breytingum, hahaha.

Knús frá skemmtanafíklinum. 


Nýjar Myndir!!

Jább er búin að setja inn nýjar myndir af fólkinu sem ég er búin að vera með mikið undanfarið.  Padel erum við mikið að spila saman og sá sem spilar með mér er Martin og Inma. Sem sagt nú verður farið að keppa Martin sem er semsagt nýi padel félagi minn!  Endilega skoðanir en....á huldu, hahahaha. Knús

Hér rignir.

Hæ hó, það er svosem ýmislegt búið að gerast síðan síðast.  Er reyndar ekki mikið búin að vera spila padel því það voru allir uppteknir og svo síðan á fimmtudag er búið að rigna hér...og það hellidemba allavegana fyrsta daginn.  En fyrir viku síðan létum við verða af því að fara aftur í húsið í sveitinni þar sem gerðist þetta með beinið....með puttana í kross að nú myndi þetta nú allt fara vel.  Sem og gerði, vorum þarna örugglega næstum 20 með börnum, grilluðum kjöt, steiktum geðveikar rækjur og svo var auðvitað bjór á boðstólnum.  Við áttum frábæran dag þarna og verður hann eftirminnilegur þar sem ekkert slæmt gerðist hahaha.  Rúllað var heim þegar vel var liðið á kvöldið og börnin mín gistu hjá Inmu og Javier..það eru samt einhver álög á húsinu hahaha  um miðja nótt vaknaði ég ...fór á klóið og það næsta sem ég man er að ég ligg á gólfinu...það hafði liðið yfir mig...vá mar...en engin spítalaferð hjá mér í þessari lotu.  En daginn eftir keyptum við Martin Churros og súkkulaði til að fara með heim til Inmu og Javier og var Javier þá farin á spítala því honum var svo illt fyrir brjóstinu.  Við hlógum ekki akkúrat þá en þegar það kom í ljós að þetta var vöðvaverkur...þá voru allir kátir.

Loksins eru allir pappírar að verða komnir til að gera nafnskírteinin fyrir börnin það er búið að taka á.  Á fimmtudaginn fórum við aðeins að kíkja á fólkið niðri í bæ en var komin samt heim um miðnætti, við hlógum mikið og höfðum það bara mjög gaman.  Sem þetta líf snýst um ....að njóta þess.  Í kvöld voru áætlaðir útitónleikar en fyrir rigningu á ég ekki von á því að þeir verði en við breytum þá bara um áætlun og gerum eitthvað annað skemmtilegt.  Börnin hafa það bara frábært...eða að flestu leyti.  Fór með Ólaf Ketil í ofnæmispróf á þriðjudaginn og haldið þið ekki að drengurinn sé með ofnæmi fyrir 1 plöntu og rykmaurum!!! Jæja það verður bara að taka á því en við erum allavegana búin að komast að því hvers vegna hann tók sig reglulega til og hnerraði þvílíkt. 

Krúttin mín er búin að setja inn fullt af nýjum myndum....endilega kíkið á þær og segið mér hvað ykkur finnst.  

Til hamingju til systur minnar sem er nýorðin amma...og náttúrulega foreldrana Siggu Evu og Árna með litla drenginn sem fæddist síðasta mánudag.  Auðvitað fær öll fjölskyldan kveðju frá okkur.

Knús til allra, hafið það sem allra best

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband