Fjör helgi!!!

Jább þetta var lærdómsrík vika og helgi.  Við erum búin að spila alla daga padel núna síðan á þriðjudag þangað til á laugardag.  Spiluðum við Javier og Martin á miðvikudagskvöldi nema hvað þeir voru báðir hálfslasaðir.  Martin var að drepast í lærvöðvanum eftir fótbolta á mánudeginum og hinn hafði farið í ófrjósemisaðgerð og var með annað sárið hálf opið.  Þeir spiluðu saman og við Inma lágum í hláturskasti þar sem þeir skiptust á að halda ofarlega á lærinu...hahahhah. En vitleysingarnir unnu okkur og þá hlógum við enn meira.  Svo kíktu þau heim til mín og kláruðu bjórinn minn, þetta eru þvílíkir svelgir!!! En við vorum að skoða myndir frá íslandsferðinni hans Martin sem voru flottar og bara að kjafta til um miðnættis eða svo.  Á föstudagskvöldinu fórum við á stjörnumiðstöð sem er hérna 30 mín í burtu, það var reyndar skýjað þegar við lögðum í hann en svo fikruðu skýin sig í burtu.  Við sáum Satúrnus og tunglið það var ekkert smá flott, en kallinn talaði aðeins of mikið, vorum komin þarna um kl 22 og sluppum ekki fyrr en klukkan 1 eftir miðnætti, úff.  En þetta var mjög gaman og við lærðum eitthvað um stjörnurnar og svoleiðis.  En spiluðum padel Inma, Javier og Manolo en það var þvílíkur hiti á þessum tíma að það var ótrúlegt en við skiptumst á að spila saman þannig að þetta var fjör.  Á laugardaginn fór ég með krakkana að versla föt á þau og útrétta aðeins, síðan að spila padel seinnipartinn við Inma, Javier og Martin.  Ég spilaði með Martin og við unnum en ansi tæpt stundum!!! En við hlógum mikið eins og venjulega þegar við erum öll saman.  Svo fór Perla Líf í afmæli og fékk vilyrði til að gista en við hin fórum til Alcantarilla á tónleika með hljómsveit sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr, svona hálfgert þungarokk, semsagt Ólafur Ketill var að fara á sína fyrstu tónleika með Gaby sem er 12 ára og Alberto sem er 13 ára, þeir plöntuðu sér einhvers staðar framarlega á meðan við vorum nær barnum, hahahah.  Ég fékk far með Martin heim en málið var að hann týndist í Alcantarilla og við gengum okkur upp að hnjám um miðja nótt, hahahah.

Gærdagurinn var semsagt ógeð þreyttur og bara hálfsofandi allann daginn í sófanum hehehe að horfa á lost og Greys anatomy.  Það var notalegt.  Jæja vonandi eruð þið búin að hlæja og skemmta ykkur jafnvel og ég undanfarið....lífið tekur skemmtilegum breytingum, hahaha.

Knús frá skemmtanafíklinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Hæ elskan mín. Gaman að heyra að  lífið er að stjana við þig. Hérna er ekki eins gott að frétta þó það sé hlegið inn á milli. Emilía er aftur með vesen á næturnar sem þýðir að mamman og pabbinn er geggjað grumpi á daginn og hún reyndar líka. Bílinn bilaði en og aftur (bremsurnar að aftan) sem er svo sem eðlilegt og allt í góðu með það því pabbi minn er súpermann ( Manni) í viðgerðum á bílum þannig að er búin að sleppa við feitan reikning í viðgerðir. Næst er það þakkið á húsinu og garðurinn vá er ekki að nenna þessu öllu. Langar mest að vera bara úti að kynna. Erum að fara til eyja á Árshátíð 24-26 ágúst geggjað þarf bara að borga fyrir Dinis allir hinir fá frítt. þetta verður upplifelsi fyrir okkur öll. En knús á liðið þitt og mundu Pepsí er best ískalt

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 20.5.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband