Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Forystufólkið.

Aðeins prófun á að setja myndir beint a síðuna.

 

Vel varðveit með 2 vinum         

Formaðurinn og hennar kæri Javier

Þetta er flott maður.  Oye Doña presidenta y su señor no se pueden quejar ahora.  En primer perfil...aunque los segundos mas importantes allí con ellos.

 Besos


Myndir!!! Tónleikarnir í Alcantarilla.

Það var mikið ýtt á mig að setja þessar myndir inn, gæðin eru ekki alveg þau bestu en Javier tók myndirnar á Nokia símann sinn.  Það var þvílíkt fjör á þessum tónleikum.

Allí lo teneis, ya he colgado las fotos del concierto de Alcantarilla de los Mojinos escodios.  Espero que os guste!!!

Besos 


Erfið vika.

Sem betur fer er þessi vika búin en hún var einhvern veginn svo erfið.  Í fyrsta lagi gerði ég ekki annað en að fá úr niðurstöðum úr öllum þessum blóðrannsóknum og veseni á mér undanfarið.  Og eitthvað fannst athugavert þannig að ég er ekkert alveg búin í rannsóknum og dæmi, en hvað um það....maður getur þá verið rólegur eftir að það er búið að athuga mann alveg í gegn!!  Ég allavegana finn ekki fyrir neinu núna og veit ekki hvaðan þessar skrítnu niðurstöður komu.  Meira að segja sviminn sem setti svip sinn á líf mitt í byrjun þessa árs og lok síðasta er hættur að láta kræla á sér....Það er sko ekkert að mér...nema kannski spila of lítið Padel ahhahhaha.

Svo þurfti ég að ná í nafnskírteinin barnanna og LOKSINS er ég komin með þau í hendur.  Vá mar það er sko engin smá léttir!!  Nú erum við loksins orðin fjölskylda hér...og allt pappírsdæmi ætti að vera auðveldara en þetta var sko ekki auðvelt og mikið púl.  

Við tókum okkur padelvöll á fimmtudaginn eftir að vera búin að vera í klst í tíma og spiluðum frá 21.30 til 23.  Það var ógeð gaman, Inma og Vicente spiluðu saman meirihlutann og Martin og ég.  Við unnum 7-5, 6-1 og 6-4 síðan skiptum við um meðspilara og ég og Vicente unnum 4-3,  semsagt mikið reynt á sig en líka mikið hlegið.  Skruppum svo heim til Inmu í smá bjór...hehhe var komin heim um kl 2.

Í gær vorum við svo á Padelmóti hér í úthverfi við hliðina á ....við komum í blaðinu í næstu viku þar sem Martin og ég urðum í öðru sæti og Inma og Manolo enduðu í 3.  Fengum bikar og allt hahaha, æi þessi íþrótt er gjörsamlega búin að ná heljartökum á mér og ég bara get ekki hætt, mig vantar mikið upp á að vera einhver professional en að skemmta mér og hafa gaman það er bara varla önnur leið betri.  Í gærkvöldi eftir afslöppun hittist svo hópurinn á kaffiteríu að spjalla, sötra bjór og fá okkur snarl....en var bara góð og kom snemma heim eða fyrir kl 1.  

Höldum áfram að æfa padel á fullu og nú fer skólanum að ljúka hjá börnunum eða rétt mánuður, veiii.  Þeim gengur rosa vel en eru að smitast af mömmu sinni og vilja fara að æfa padel..en sem komið er verður það tennis held ég...sjáum til.

Knús í klessu 


Fjör helgi!!!

Jább þetta var lærdómsrík vika og helgi.  Við erum búin að spila alla daga padel núna síðan á þriðjudag þangað til á laugardag.  Spiluðum við Javier og Martin á miðvikudagskvöldi nema hvað þeir voru báðir hálfslasaðir.  Martin var að drepast í lærvöðvanum eftir fótbolta á mánudeginum og hinn hafði farið í ófrjósemisaðgerð og var með annað sárið hálf opið.  Þeir spiluðu saman og við Inma lágum í hláturskasti þar sem þeir skiptust á að halda ofarlega á lærinu...hahahhah. En vitleysingarnir unnu okkur og þá hlógum við enn meira.  Svo kíktu þau heim til mín og kláruðu bjórinn minn, þetta eru þvílíkir svelgir!!! En við vorum að skoða myndir frá íslandsferðinni hans Martin sem voru flottar og bara að kjafta til um miðnættis eða svo.  Á föstudagskvöldinu fórum við á stjörnumiðstöð sem er hérna 30 mín í burtu, það var reyndar skýjað þegar við lögðum í hann en svo fikruðu skýin sig í burtu.  Við sáum Satúrnus og tunglið það var ekkert smá flott, en kallinn talaði aðeins of mikið, vorum komin þarna um kl 22 og sluppum ekki fyrr en klukkan 1 eftir miðnætti, úff.  En þetta var mjög gaman og við lærðum eitthvað um stjörnurnar og svoleiðis.  En spiluðum padel Inma, Javier og Manolo en það var þvílíkur hiti á þessum tíma að það var ótrúlegt en við skiptumst á að spila saman þannig að þetta var fjör.  Á laugardaginn fór ég með krakkana að versla föt á þau og útrétta aðeins, síðan að spila padel seinnipartinn við Inma, Javier og Martin.  Ég spilaði með Martin og við unnum en ansi tæpt stundum!!! En við hlógum mikið eins og venjulega þegar við erum öll saman.  Svo fór Perla Líf í afmæli og fékk vilyrði til að gista en við hin fórum til Alcantarilla á tónleika með hljómsveit sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr, svona hálfgert þungarokk, semsagt Ólafur Ketill var að fara á sína fyrstu tónleika með Gaby sem er 12 ára og Alberto sem er 13 ára, þeir plöntuðu sér einhvers staðar framarlega á meðan við vorum nær barnum, hahahah.  Ég fékk far með Martin heim en málið var að hann týndist í Alcantarilla og við gengum okkur upp að hnjám um miðja nótt, hahahah.

Gærdagurinn var semsagt ógeð þreyttur og bara hálfsofandi allann daginn í sófanum hehehe að horfa á lost og Greys anatomy.  Það var notalegt.  Jæja vonandi eruð þið búin að hlæja og skemmta ykkur jafnvel og ég undanfarið....lífið tekur skemmtilegum breytingum, hahaha.

Knús frá skemmtanafíklinum. 


Nýjar Myndir!!

Jább er búin að setja inn nýjar myndir af fólkinu sem ég er búin að vera með mikið undanfarið.  Padel erum við mikið að spila saman og sá sem spilar með mér er Martin og Inma. Sem sagt nú verður farið að keppa Martin sem er semsagt nýi padel félagi minn!  Endilega skoðanir en....á huldu, hahahaha. Knús

Hér rignir.

Hæ hó, það er svosem ýmislegt búið að gerast síðan síðast.  Er reyndar ekki mikið búin að vera spila padel því það voru allir uppteknir og svo síðan á fimmtudag er búið að rigna hér...og það hellidemba allavegana fyrsta daginn.  En fyrir viku síðan létum við verða af því að fara aftur í húsið í sveitinni þar sem gerðist þetta með beinið....með puttana í kross að nú myndi þetta nú allt fara vel.  Sem og gerði, vorum þarna örugglega næstum 20 með börnum, grilluðum kjöt, steiktum geðveikar rækjur og svo var auðvitað bjór á boðstólnum.  Við áttum frábæran dag þarna og verður hann eftirminnilegur þar sem ekkert slæmt gerðist hahaha.  Rúllað var heim þegar vel var liðið á kvöldið og börnin mín gistu hjá Inmu og Javier..það eru samt einhver álög á húsinu hahaha  um miðja nótt vaknaði ég ...fór á klóið og það næsta sem ég man er að ég ligg á gólfinu...það hafði liðið yfir mig...vá mar...en engin spítalaferð hjá mér í þessari lotu.  En daginn eftir keyptum við Martin Churros og súkkulaði til að fara með heim til Inmu og Javier og var Javier þá farin á spítala því honum var svo illt fyrir brjóstinu.  Við hlógum ekki akkúrat þá en þegar það kom í ljós að þetta var vöðvaverkur...þá voru allir kátir.

Loksins eru allir pappírar að verða komnir til að gera nafnskírteinin fyrir börnin það er búið að taka á.  Á fimmtudaginn fórum við aðeins að kíkja á fólkið niðri í bæ en var komin samt heim um miðnætti, við hlógum mikið og höfðum það bara mjög gaman.  Sem þetta líf snýst um ....að njóta þess.  Í kvöld voru áætlaðir útitónleikar en fyrir rigningu á ég ekki von á því að þeir verði en við breytum þá bara um áætlun og gerum eitthvað annað skemmtilegt.  Börnin hafa það bara frábært...eða að flestu leyti.  Fór með Ólaf Ketil í ofnæmispróf á þriðjudaginn og haldið þið ekki að drengurinn sé með ofnæmi fyrir 1 plöntu og rykmaurum!!! Jæja það verður bara að taka á því en við erum allavegana búin að komast að því hvers vegna hann tók sig reglulega til og hnerraði þvílíkt. 

Krúttin mín er búin að setja inn fullt af nýjum myndum....endilega kíkið á þær og segið mér hvað ykkur finnst.  

Til hamingju til systur minnar sem er nýorðin amma...og náttúrulega foreldrana Siggu Evu og Árna með litla drenginn sem fæddist síðasta mánudag.  Auðvitað fær öll fjölskyldan kveðju frá okkur.

Knús til allra, hafið það sem allra best

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband