Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
Rodos-Corfú og Dubrovnik.
19.7.2006 | 21:51
Jæja hér er bara rólegt líf eða þannig!! Vikan hefur verið mikið að gera í vinnunni því það þurfti að skila vsk fyrir síðustu 3 mánuði. Um helgina var rólegt og rómantískt, var heima hjá kærastanum Fulgen og við höfðum það bara gott, kíkja á góðar bíómyndir á bíótjaldinu....horfðum meðal annars á Kill Bill sem er mynd eftir Tarantino og ótrúlegt en satt en ég mæli með þeim báðum, þetta eru 2 myndir og það verður að sjá þær báðar helst með stuttu millibili. Svo vorum við mikið við ströndina eða í Cartagena á föstudagskvöld því það voru tónleikar með píanóleikaranum Michel Camilo (þriðja árið í röð sem ég hitti hann). Á laugardags og sunnudagskvöld fórum við til San Javier þar sem þurfti líka að stilla fyrir tónleika og síðan fórum við út að borða, rosa notalegt. Reyndar á sunnudagskvöldið var okkur boðið út að borða með vinafólki sem býr þarna við ströndina. Æ get ekki sagt að ég sé ekki ofdekruð hérna þessa dagana. Börnin mín hafa það gott hjá pabba og bara frábært. Aumingja kallinn minn er nú staddur á spítala því hann var skorinn upp í hnénu í morgun, hefur það reyndar alveg ágætt, sæki hann svo í fyrramálið. Sé að þið eruð þó nokkuð dugleg að heimsækja mig hér á síðuna en það væri rosa gaman að vita hver þið eruð!!!! endilega að kvitta þó að það sé bara nafnið....þó að ég hafi það mjög gott þá sakna ég alltaf fjölskyldu og vina heima.
Ferðasagan heldur áfram.......á fimmtudegi 26 júní vöknuðum við, við höfnina á rodos það var frábært að sjá út allt fullt af kastalaveggjum og virkjum. Við sem héldum að það þyrfti að fara óraleið til að sjá eitthvað fallegt hér því skoðunarferðin var í 60 km fjarlægð en við höfðum það í 5 mín göngufjarlægð frá skipinu. Byrjuðum nú daginn samt seint og það var ekki fyrr en eftir mat um kl 15 sem við fórum frá borði. Röltum með krökkunum inn í gamlabæinn sem er umkringdur kastalaveggjum þar var sko gaman að vera fullt af litlum búðum og mjög ódýrt!!! Duttum í búðarleiðangur....krakkarnir voru með okkur í rúman klst en svo voru þau orðin pínu löt þannig að ég og Chiqui fórum með þau um borð aftur á meðan Jose Maria og mamma biðu eftir okkur á kaffihúsi. Skoðuðum meira og keyptum aðeins meira líka hehe.....en þetta var ekkert smá flottur staður.....einn af mínum uppáhaldsstöðum í þessari ferð. Keypti kjól fyrir gala kvöldið sem átti að vera daginn eftir, hann er rauður mjög flottur. Héldum um borð og það var suðrænn fílingur með tilheyrandi dönsum og látum.....dönsuðum mikið og fórum seint að sofa þar sem var siglingardagur á föstudeginum. Föstudagurinn var frábær um borð í skipinu og nóg að gera það skalt ég segja ykkur. Laugardagur komum við til Corfu....þar þurfti að labba ansi langt í mikilli sól og hita til að komast í gamla bæinn, þegar þangað loksins kom voru mjóar götur og ansi flott um að litast, fullt af búðum en alls ekki eins ódýrt og á Rodos. Samt varð nú að kaupa eitthvað til minningar hehe, krakkarnir urðu eftir í skipinu sem betur fer því í þessu hita hefðu þau nú bara verið til trafala. Um kvöldið var show eins og alltaf en eftir matinn fórum við að sjá Karaoke....krakkarnir sungu eitt lag undir lokinn. Það var mikið talað um að ekkert hefði rignt alla ferðina........og viti menn þegar við vöknuðum daginn eftir var úði í Dubrovnik í Króatíu. Vá þetta var allt öðruvísi landslag og mjög ólíkt þeim stöðum sem við höfðum verið á. Fórum með strætó en þurftum að skipta peningum því þarna er ekki notuð Evra. Þetta var barnlaus ferð að mestu leyti en Alvaro sem er 12 ára fór með okkur, hin urðu eftir í skipinu. Ferðin var þægileg þar sem strætó stoppaði nálægt og svo var bara að skoða bæjarhlutann sem var umkringdur virkisveggjum. Við löbbuðum hringinn á virkisveggjunum sem hafa nú líklega verið hátt í 3 km. Annar af mínum uppáhaldstöðum var þarna. Jæja þessi ferðasaga fer nú að verða heldur löng....en í næsta parti sem er meðal annars sá síðasti eru Feneyjar.
Vonandi er veðrið að skána hjá ykkur, sendi ykkur sólarkveðjur og knús.....endilega kvitta mua
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aþena - Santorini - Krít.
15.7.2006 | 09:37
Daginn eftir vöknuðum við í morgunmat og drifum okkur í að leita okkur að leigubíl til að fara að sjá Parþanenon. Við vorum 8 í hóp, Ég, Sóldís og börnin, Jose Maria, Chiqui og krakkarnir þeirra. Leigubílarnir sem voru fyrir utan skipið vildu nú bara buisness, bjóða þér 4klst ferð og vesen en við vildum bara taxa sem kæmi okkur þangað og tilbaka. Hóuðum í taxa aðeins frá og þá byrjaði ævintýrið þetta var grískur kall, besta skinn, talaði í bland ensku og ítölsku eheh. Viti menn hann tók okkur öll í einn 5 manna bíl!!!! við vorum semsagt 9 manns í venjulegum Mercedes Bens haha ég hló mig brjálaða og þetta var ótrúlegt. Sjáið þið einhvern gera þetta á Íslandi hehe. Ferðin upp að hæðinni hefur tekið svona 20-30 mín stoppuðum í rúma klst og leigubílstjórinn beið á meðan. Þetta var engin smá upplifun að sjá þessar gömlu rústir fyrir utan að Ólafi Katli og flestum grísunum fannst þetta leiðinlegt vegna hita og svoleiðis.....svona eru börn. Fórum niður í skip til að borða og hafa það gott og vera með í sem flestu sem var að gerast þar. Lögðumst meðal annars í sólbað og fórum í heitu pottana. Um kvöldið var náttúrulega nýtt show og svo borðuðum við á 4-5 stjörnu veitingastaðnum um borð. Geggjað.......fórum að sofa seint og síðar meir.....en þá vorum við á leiðinni til eyjarinnar Santorini.
Þegar við vöknuðum daginn eftir voru þessar yndisfögru eyjar sem blöstu við. Fórum upp í morgunverð og þá kom í ljós að það var hífandi rok. Skipstjórinn ákvað þar sem ekki er bryggja á Santorini að það væri því miður ekki hægt að stoppa þar vegna vinda. Stuttu síðar var okkur tilkynnt að við myndum stoppa á eyjunni Krít. Okkur fannst þetta fúlt því búið var að segja okkur að Santorini væri með fallegri eyjum þarna á svæðinu og að sjá þær í fjarlægð gat maður alveg ímyndað sér það. En það er víst ekki hægt að deila við dómarann. Krakkarnir voru bara í krakkaklúbbnum að skemmta sér og þau voru meira og minna týnd um skipið!! Það kom fyrir að maður hafði smá áhyggjur en samt aldrei mikið þar sem þau voru eiginlega alltaf 2-4 saman. Eftir mat var lagt að bryggju á Krít og við konurnar ég, mamma og Chiqui fórum frá borði til að skoða okkur um á eyjunni, Jose var slappur með svima og börnin vildu bara vera um borð að leika sér. Sem var æðisleg hugmynd. Við vorum um 2klst á röltinu og kíktum á eitthvað fornminjasafn sem var eiginlega mjög flott en á endanum er þetta allt svipað og hundleiðinlegt!! Krít er ágætisstaður og það var gaman að koma þangað. Jæja svo seinnipartinn var náttúrulega bara brjálað að gera um borð í skipinu og það var æææ man ekki hvað þetta er kallað......gæjarnir að klæða sig upp sem gellur.....það var bara gaman að sjá þá suma og svo þeir sem unnu um borð í skipinu voru ekkert smá flott klæddir sem gellur.
Jæja fljótlega heldur ferðasagan áfram, ég er eins og er heima hjá mér sem kemur ekki oft fyrir þessa dagana á meðan börnin eru heima á Íslandi. Er í dekri heima hjá kærastanum og að njóta lífsins og ætla sko að gera það til hins ýtrasta á meðan tækifæri gefst!! Held áfram að tönglast á því að ég er að springa úr hamingju og ást þessa dagana og vona sem flestir séu jafn lukkulegir með lífið og ég þessa dagana!!! Ég kem til Íslands í byrjun ágúst og verð alveg í heilan mánuð, ætti ekki að missa af að hitta neinn. Kærastinn kemur um 12 ágúst og verður í 10 daga. Æi þetta verður yndislega notalegt.
Hita og sólarkveðjur héðan.
Skemmtiferðaskipið Sky Wonder!
11.7.2006 | 18:47
Hér heldur frásögnin af ferðalaginu okkar frábæra áfram, svo ég láti vita þá mun ég reyna að setja inn myndir fljótlega.
Semsagt á mánudegi var flogið í 747-200 júmbó þotu frá Madridar til Aþenu höfuðborgar Grikklands. Flugið gekk frábærlega en því miður þurftum við svo að vera næstum klst til að komast niður í skipið. Sem betur fer þurftum við ekkert að hugsa um farangur sem í raun var stórskrýtið fyrir fólk sem er vant að ferðast og hefur alltaf þurft að sækja töskur og vesenast. Í rútunni var ógeðslega heitt, kl orðin fjögur seinnipartinn og flestir búnir að vera á ferðalagi síðan kl 7 um morguninn.
Vá þegar í skipið kom....tóku við okkur þjónar sem tóku allan handfarangur á sínar herðar og fylgdu þér í þína káetu. Við vorum í káetu á 5 hæð af 11 nr C202. Fengum smá sjokk þegar þangað kom því við fundum ekki rúmin barnanna, o mæ god, en svo kom herbergisþjónninn okkar og renndi rúmunum niður úr loftinu hehe. Káetan var fín, eins og á fínu hóteli fyrir utan minibarinn sem er ekki þörf á þegar þú ert með allt borgað fyrirfram á börunum og veitingastöðunum.
Við drifum okkur nú bara upp á 8 hæð að fá okkur síðdegissnarl og kynnast skipinu aðeins, finna hlutina. Fórum aðeins í heitu pottana og slöppuðum af, dagurinn leið hratt og við borðuðum á pizzu staðnum um borð, sáum skemmtunina sem voru flottir dansar og æði. Fórum frekar snemma í háttinn eða um kl 1til að geta farið til Aþenu að sjá herlegheitin Parþanenon og útileikhúsið og ýmislegt fleira.
Lífið hér hjá mér er yndislegt núna, börnin fóru til Íslands til pabba síns og gekk allt vel. Ég svíf á bleiku skýi þessa dagana því ástin liggur í loftinu og það er langt síðan mér líður svona vel.
Stóra fréttin er að hann ætlar að koma til Íslands um miðjan ágúst þannig að þið fáið að hitta herramanninn. Ég er að springa úr tilhlökkun :).
Knús í bili og meira mjög fljótlega.
Komin heim eftir eftirminnilegt frí.
7.7.2006 | 14:21
Þið verðið nú að fyrirgefa að það sé ekkert blogg komið um ferðalagið okkar fræga. En það er búið að vera svo mikið að gera að það er bara varla heilbrigt.
Nú við vorum þarna í Madrid yfir helgi og það var æðislegt, fórum í Warner bros park, tókum litla frænku okkar með sem er jafngömul Ólafi Katli hún heitir Petra og er dóttir Valda frænda. Ég undirrituð fór ein í alla rússíbana sem ég fann í garðinum og þeir voru ótrúlegir. Nema Ólafur Ketill herti sig upp og fór í trérússíbanann sem ekki fer á hvolf en hann kom niður og sagði ALDREI AFTUR!! Síðan var grillað heima hjá Valda og Mar um kvöldið, rosa notalegt. Daginn eftir ætluðum við til Madridar aftur en það varð ofan á að fara bara í sundlaugina hjá þeim og hafa það rólegt. Brunuðum svo á flugvöllin á mánudagsmorgun kl 7 til að fara í brjálaða röð, en vorum snemma í því þannig að við biðum ekki mjög lengi. Þetta var rosa Jumbó þota sem tekur rúmlega 500 manns og bara byrjunin á ævintýralegu ferðalagi.
Ætla að skrifa áframhaldandi um ferðalagið á næstu dögum, því í dag er afmælið hennar Perlu Lífar!!! Gellan er orðin 6 ára. Hún fékk 2 pör af eyrnalokkum frá bróður sínum og svo svona tölvudúkku frá mér. Pening og stuttbuxur frá ömmu Sóldísi. Svo er pínu afmæli seinnipartinn í dag hérna úti á róló. Þannig að tíminn í dag er naumur. Þau fara svo í flug til Íslands annað kvöld.
Knús frá öllum hér, kvitta mua