Rodos-Corfú og Dubrovnik.

Jæja hér er bara rólegt líf eða þannig!! Ullandi Vikan hefur verið mikið að gera í vinnunni því það þurfti að skila vsk fyrir síðustu 3 mánuði.  Um helgina var rólegt og rómantískt, var heima hjá kærastanum Fulgen og við höfðum það bara gott, kíkja á góðar bíómyndir á bíótjaldinu....horfðum meðal annars á Kill Bill sem er mynd eftir Tarantino og ótrúlegt en satt en ég mæli með þeim báðum, þetta eru 2 myndir og það verður að sjá þær báðar helst með stuttu millibili.  Svo vorum við mikið við ströndina eða í Cartagena á föstudagskvöld því það voru tónleikar með píanóleikaranum Michel Camilo (þriðja árið í röð sem ég hitti hann). Á laugardags og sunnudagskvöld fórum við til San Javier þar sem þurfti líka að stilla fyrir tónleika og síðan fórum við út að borða, rosa notalegt.  Reyndar á sunnudagskvöldið var okkur boðið út að borða með vinafólki sem býr þarna við ströndina.  Æ get ekki sagt að ég sé ekki ofdekruð hérna þessa dagana.  Börnin mín hafa það gott hjá pabba og bara frábært.  Aumingja kallinn minn er nú staddur á spítala því hann var skorinn upp í hnénu í morgun, hefur það reyndar alveg ágætt, sæki hann svo í fyrramálið.  Sé að þið eruð þó nokkuð dugleg að heimsækja mig hér á síðuna en það væri rosa gaman að vita hver þið eruð!!!! endilega að kvitta þó að það sé bara nafnið....þó að ég hafi það mjög gott þá sakna ég alltaf fjölskyldu og vina heima.

Ferðasagan heldur áfram.......á fimmtudegi 26 júní vöknuðum við, við höfnina á rodos það var frábært að sjá út allt fullt af kastalaveggjum og virkjum.  Við sem héldum að það þyrfti að fara óraleið til að sjá eitthvað fallegt hér því skoðunarferðin var í 60 km fjarlægð en við höfðum það í 5 mín göngufjarlægð frá skipinu.  Byrjuðum nú daginn samt seint og það var ekki fyrr en eftir mat um kl 15 sem við fórum frá borði. Röltum með krökkunum inn í gamlabæinn sem er umkringdur kastalaveggjum þar var sko gaman að vera fullt af litlum búðum og mjög ódýrt!!!Hlæjandi Duttum í búðarleiðangur....krakkarnir voru með okkur í rúman klst en svo voru þau orðin pínu löt þannig að ég og Chiqui fórum með þau um borð aftur á meðan Jose Maria og mamma biðu eftir okkur á kaffihúsi.  Skoðuðum meira og keyptum aðeins meira líka hehe.....en þetta var ekkert smá flottur staður.....einn af mínum uppáhaldsstöðum í þessari ferð.  Keypti kjól fyrir gala kvöldið sem átti að vera daginn eftir, hann er rauður mjög flottur.  Héldum um borð og það var suðrænn fílingur með tilheyrandi dönsum og látum.....dönsuðum mikið og fórum seint að sofa þar sem var siglingardagur á föstudeginum. Föstudagurinn var frábær um borð í skipinu og nóg að gera það skalt ég segja ykkur. Laugardagur komum við til Corfu....þar þurfti að labba ansi langt í mikilli sól og hita til að komast í gamla bæinn, þegar þangað loksins kom voru mjóar götur og ansi flott um að litast, fullt af búðum en alls ekki eins ódýrt og á Rodos.  Samt varð nú að kaupa eitthvað til minningar hehe, krakkarnir urðu eftir í skipinu sem betur fer því í þessu hita hefðu þau nú bara verið til trafala.  Um kvöldið var show eins og alltaf en eftir matinn fórum við að sjá Karaoke....krakkarnir sungu eitt lag undir lokinn.  Það var mikið talað um að ekkert hefði rignt alla ferðina........og viti menn þegar við vöknuðum daginn eftir var úði í Dubrovnik í Króatíu.   Vá þetta var allt öðruvísi landslag og mjög ólíkt þeim stöðum sem við höfðum verið á.  Fórum með strætó en þurftum að skipta peningum því þarna er ekki notuð Evra.  Þetta var barnlaus ferð að mestu leyti en Alvaro sem er 12 ára fór með okkur, hin urðu eftir í skipinu.  Ferðin var þægileg þar sem strætó stoppaði nálægt og svo var bara að skoða bæjarhlutann sem var umkringdur virkisveggjum.  Við löbbuðum hringinn á virkisveggjunum sem hafa nú líklega verið hátt í 3 km.  Annar af mínum uppáhaldstöðum var þarna.  Jæja þessi ferðasaga fer nú að verða heldur löng....en í næsta parti sem er meðal annars sá síðasti eru Feneyjar.

Vonandi er veðrið að skána hjá ykkur, sendi ykkur sólarkveðjur og knús.....endilega kvitta mua


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ guðrún gaman að lesa ferða söguna hér eru allir farnir að sofa í húsinu og klukkan korter gengin í tvö svo ég segi bara góða nótt. Kveðja Kata.

katrin sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 01:25

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ætla að setja nafnið mitt á blað þó ég hafi verið í þessari flottu ferð.Feneyjar voru fínar eins og ég bjóst við þær eru minn uppáhaldsstaður. Það að sjá Markúsartorgið og gamla staðinn sem við gistum á í den, það var frábært. Háa brúin enn og verður alltaf á sínum stað þar sem við báum kerruna hennar Perlu Lífar upp og yfir. Góðar minningar. Heyrumst,mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.7.2006 kl. 09:28

3 identicon

Er nú bara að kvitta fyrir innlitinu. Mér sýnist að maður verði að skella sér einhverntíman í svona siglingu. Hlakka til að hitta ykkur öll hér heima í ágúst. Kossar og knús Þórey

Þórey (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 17:26

4 identicon

Gaman að heyra að ykkur líður vel
Kvitt fyrir okkur
Didda og Simmi
p.s mundiru eftir ruslabílnum ;)

Didda og Simmi (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 21:25

5 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Takk fyrir kvittið, ruslabíllinn er sko með í för endilega hafið samband við krakkana, þau eru reyndar í Hrísey með pabba sínum þessa helgi en hlakkar til að hitta ykkur.

Knús ;)

Guðrún Helga Gísladóttir, 21.7.2006 kl. 07:41

6 identicon

geggjað ;) Aron Blær verður ánægður með það hehe Við reyndar erum að fara út til Danmörku 29 júlí verðum til 19 ágúst .. hvað verður þú lengi á Íslandi ? Vonandi náum við að hitta ykkur !!!!

Didda og Simmi (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband