Jólin koma....
12.12.2006 | 08:00
Góðan og blessaðan daginn, hér er brjálað að gera í jólaundirbúningi og bara að stússast. Erum náttúrulega með þennan fína gest en það er nú að verða búið, vikan er ekki búin að vera neitt smá fljót að líða. Þurý er komin til okkar aftur og eins og ég segi næstum farin aftur haha. Er búin að njóta lífsins ekkert smá undanfarið, búin að fara 2 í bíó, fyrra skiptið var nú ekki frásögufærandi nema af því við fórum á hryllingsmynd og auminginn hún Guðrún varð að fara út áður en hún kláraðist . En hin myndin var þó nokkuð skárri.
Fórum í ferðalag í helli sem vinafólk mitt á og það er sko til að sofa og búa í, þetta er bara venjuleg íbúð, grafin inní hæð, ekkert smá töff. Krakkarnir fóru á undan með Chiqui og voru alveg í 3 nætur en ég og Þurý fórum og vorum í eina nótt, það var skítakuldi þar eða svona 3-6° og hávaðarok. Bara veður eins og á Íslandi. Svo er ég búin að kaupa flestar jólagjafirnar, vantar elskuna mína sem á bókstaflega allt....hef ekki hugmynd hvað ég á að gefa honum. En annað er komið að mestu. O my god.....jólakortin, vona að þau komist til Íslands á réttum tíma, því ég er ekki byrjuð...
Jæja var nú bara að stelast núna en heyri í ykkur fljótlega aftur. Kveðjur til Guðrúnar Önnu krúttu.
Knús og jólakveðjur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún. Var að koma inn á bloggið þitt og sá þá að þú hafðir skrifað. frábært að fara í þennan helli, ég hélt fyrst að þú værir að tala um dropasteinshelli, það er eitthvað af þeim á Spáni. En sumarhús, eða þannig, í helli, það vissi ég ekki. En hvað um það kom um sjöleytið heim með Sigga og Akemana en við fórum til Mariestad til að sækja mömmu Akemana. Við vorum sem sagt á ferðinni í átta klst. og vorum dálítið sjúskuð þegar við komum aftur. En það var gaman að fara þetta. Er að fara að borða kjúlla og salat a la Siggi, hann er fínn kokkur. Meira seinna. Mamma...bið að heilsa.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.12.2006 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.