Afmælisferðalagið.

Hún átti afmæli á föstudaginn, hún átti afmæli......hehe bara djók sko.  Annars var þetta svo æðislegt afmæli að ég er stolt af því.  Semsagt ferðalagið sem ég nefndi við ykkur í síðustu færslu er semsagt yfirstaðið og á endanum fórum við bara 2 pör.  Hin vinkona okkar varð að vera eftir vegna þess að mamma hennar var lögð inn en við söknuðum þeirra mikið.  Það er nú ekki þar með sagt að við höfum ekki notið okkar. 

Vorum komin á leiðarenda um kl 13 til Antequera, akkúrat á flottum tíma til að henda töskunum inn á hótel og fara svo í göngutúr um bæinn, smakka bjórinn og náttúrulega matinn frá þessu héraði eða það týpíska allavegana.  Fundum fljótlega þennan fína bar og þar létum við þjóninn bara mest um að ráða matarvalinu en hann fór alveg á kostum, þetta fólk er svo opið og skemmtilegt og smámælt í þokkabót.  Röltum svo bara eftir þennan fína mat að fá okkur eftirrétt og kaffi.  Auðvitað má ekki gleyma siestu Spánverja sem við nutum í botn á okkar 4 stjörnu hóteli.  Um kvöldið fórum við aftur í göngutúr til að ganga af okkur matinn og til að geta farið út að borða um kvöldið án þess að fá samviskubit.  Fundum þennan fína veitingstað og þar var pantað fyrir kvöldið.  Dressuðum okkur svo upp og kvöldið var frábært.  Fékk pakka og læti hehehe, borðuðum nautahala, rjúpur, salat sem var saltfiskur og appelsína  (svolítið mikið öðruvísi) en það er okkar mottó að panta mat sem við þekkjum ekki og prófa allt nýtt sem mögulegt er.

 Daginn eftir rigndi, ekki mjög mikið en samt nóg til að það var lágskýjað en við vildum fara upp í fjöllin og sjá náttúrulega steina eða sem hafa myndast í gegnum aldirnar.  En þar var svo mikil þoka að við nutum þess lítið en við tókum eitthvað af myndum og stoppuðum stutt.  Þá var ferðinni heitið til Ronda sem var í kringum klst í burtu.  Vorum komin þangað um kl 13.30 og settum dótið inn á hótel og leituðum svo upp bar sem næst hótelinu og þar sem bæjarbúar fara á ekki þar sem túristar fara á.  Þegar leitin stóð sem hæst rigndi eins oghellt úr fötu en við vorum vel búin og létum það ekki á okkur fá.  Fengum þarna fullt af tapas og bjór og þetta var svo ódýrt að við áttum ekki til orð. Siestan gleymdist auðvitað ekki og svo kvöld göngutúrinn áður en farið var út að borða.  Flott veitingahús og Martin bauð okkur í tilefni af afmælinu mínu og Domingo líka sem var með okkur.  Nautahali var sko aftur á borðum því hann er svo góður að það er ekki fyndið, rauðvín og bara ólýsanlegt.

En held að ég sé hætt þessum upptalningum og láti myndirnar tala sínu máli.  Er í skýjunum yfir þessari ferð....þangað til önnur toppar hana.

Knús á alla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Hæ elskan mín. Gaman að vita að afmælið þitt var gott og notalegt. Hefði sko alveg vilja vera með þér en knús á þig og þína öll Hlakka til að kjafta við þig við tækifæri knús og 34 kossar

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 4.3.2009 kl. 08:40

2 identicon

Innilega til hamingju með daginn kæra vinkona þótt aðeins seint sé. Sé að þið hafið haft það gott í ferðalaginu :) Bestu kveðjur, Áslaug

Áslaug Lind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Tína

Mér finnst alveg æðislegt hvað þú ert alltaf dugleg að fara eitthvað og gera. Yndislegt að ferðin hafi heppnast svona vel og vona ég að það hafi verið dekrað við þig í bak og fyrir.

Knús á þig fallega vinkona

Tína, 5.3.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Takk fyrir kossana, allir 35 voru yndislegir. Já ég verð bara að segja það enn og aftur þetta ferðalag var hreint út sagt frábært.  Tína mín, þetta er mitt líf og yndi og virðist ég loksins búin að finna tvíburasálina mína (eða vona það), en ég get sagt þér að maður reynir að spara í öðrum hlutum og svo ferðumst við oftast ódýrt eða eins ódýrt og hægt er án þess að vera nísk.  Vona svo innilega að þessi ferðalög séu bara rétt að byrja, þó að ég sé bara búin að vera með Martin í minna en ár, þá erum við búin að fara í 5-6 ferðalög saman.  Tók svo rétta ákvörðun fyrir ári síðan að ég á enn erfitt með að trúa því.  JIBBÝ Vonandi hefur þú og þínir það sem best.

LUV YA

Guðrún Helga Gísladóttir, 5.3.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband