Myndir Myndir.....
27.9.2008 | 17:39
Jæja tók mig loksins til og setti inn myndir af nýjasta djamminu þó að reyndar verði annað í kvöld sem er homma steggjapartý sem hlýtur að verða frábært. En þessar myndir sýna hippastemminguna og hversu vel við skemmtum okkur. Hér er búið að rigna nánast alla vikuna en ég er sko samt búin að vera á hjólinu....og blotnaði náttúrulega inn að beini en það var frískandi. Svo erum við bara búin að vera í okkar tennis, sundi og padel eins og venjulega. Hlutirnir aðeins að róast eftir að skólinn byrjaði og ég er dottinn ofan í Prison break aftur....mikið rosalega eru þeir góðir þættirnir. Verð ekki með myndavélina í dag....þannig það verður lítið um myndir af þessari skemmtun í kvöld.
Spilaði padel við Inmu, Javier og Martin og það var bara frábært eins og venjulega, þó að ég tapi skemmti ég mér vel og reyni að læra að bæta mig. Eigum svo að keppa aftur í næstu viku og gerum okkur náttúrulega að fíflum eins og venjulega því við erum langt frá því að spila svona vel og þetta lið.
Ég skemmti mér og fæ verðlaun hahhahah það er fyrir öllu.
Verð að koma því að líka að ég las bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn og ég mæli eindregið með henni!!! Það er mikil speki í henni til að auka jákvæðni okkar í lífinu og þar erum við rasskellt ansi vel....því það erum við sem stjórnum jákvæðum og neikvæðum hugsunum í okkar lífi og þar af leiðandi látum okkur líða illa í stað þess að taka á því og hugsa jákvætt. Held að ég sé bara að fara svolítið eftir þessu og segi við sjálfa mig á hverjum degi ég er best og flottust.....
Læt ykkur um að segja mér hvað ykkur finnst og hvort þið hafið lesið bókina.
Knús.......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flottar myndir. Heyrumst fljótlega nú er bara bið og bið verður reynt að vekja pabba í dag og þá kemst maður að því hvert ástandið er
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 28.9.2008 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.