Ofvirk.

Hæ allir, erum hér á klakanum og stoppum náttúrulega ekki.  Fórum í ferðalag með vinafólki í fellihýsi um helgina, semsagt Arnari, Áslaugu, Stefáni Orra og 2 sonum enn.  Ólafur Ketill var með mér en Perla Líf fór með pabba sínum.  Leið lá í Skorradalinn og þar voru nú svona vindhviður sem litu ekkert voðalega vel út, en fallegt er þarna.  Ég hélt að við myndum fjúka um nóttina og var nú bara ekkert alveg sama....en þetta fór allt vel en lítið svaf ég hehehe.  Fórum svo í þessa frábæru sundlaug í Borgarnesi og þar var miklu lygnara svo að fellihýsið var sótt og við tjölduðum því í bakgarði þar hehehe.  Alltaf gott að eiga góða að.  Þetta var alveg yndisleg helgi í náttúrunni og við þökkum Arnari og Áslaugu kærlega fyrir að leyfa okkur að koma með í útileguna.

Tvöföld skírn var svo á sunnudag, litlu frænkur okkar 2 voru skírðar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þetta var yndisleg athöfn og veislan á eftir ekki síðri.  Til hamingju með nöfnin Högna Sólveig og Ísold Birta.

Ekki var stoppað við það...Perla Líf kom heim og við rukum af stað í Ölfusborgir þar sem Þórey og Gísli voru með börnin sín í bústað og þau varð náttúrulega að heimsækja til að komast í pottinn og bara kjafta og slappa af.  Spiluðum spilið Ísland og svo horfðum við eins og sannir Íslendingar á handboltaleikinn á móti Egyptum sem var frekar slakur en....Jafn þó!!!

Ekki slepptum við því að fara í sundlaugina á Selfossi og veðrið lék við okkur þannig að vorum þar í næstum 3 klst svo á Veiðisafnið á Stokkseyri sem var mjög áhugavert en fyrst við vorum komin fórum við að borða Humar á Fjöruborðinu, vá hvað hann var góður!!! 

Pabbi leit bara nokkuð vel út og rosalega glaður að sjá okkur.  Súkkulaðimolinn klikkar ekki hjá honum.

 Ofvirk já það er ekki ofsögum sagt mín fékk þá hugmynd í þessu yndisfagra veðri í gær að klifra upp á Esjuna hún var svo fjarskafalleg hér úr breiðholtinu og auðvitað sit ég ekki við orðin tóm!!! 'Olafur Ketill var sko til í það en Perlu Líf leist svona og svona á hugmyndina.  En upp fórum við á tæpum 2 klst sem ég tel nú bara ansi gott eftir allt sældarlífið sem við erum búin að lifa hérna á Íslandi.  Enduðum svo frábæran dag á að fara í bíó og varð Mamma Mía fyrir valinu,  ekki mun ég sjá eftir því að hafa séð hana hún er frábær hreint út sagt.  Ég fer sko beint í dag að kaupa diskinn með lögunum til að hlusta á í bílnum.  Þetta var hamingjusprautan sem mig vantaði híhíhí.

Set fljótlega inn myndir af esjugöngunni og fleiru.  Knús þangað til næst.....myndi langa sjá fleiri kvitta  ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Það er nóg að gera hjá ykkur og ennþá meira eftir að gera njóttu þess í botn að vera á landinu því senn fer að hausta og svo vetra ef þú manst hvernig það er hér og mér hlakkar ekki baun til en knús úr kefló

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 20.8.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Tína

Frábært að heyra hvað þið skemmtið ykkur vel. Esjan segirðu................... ég er búin að vera á leiðinni þangað siðastliðinn 8 ár!!! En ekki segja neinum. Ég sver að ég ætla þangað upp þegar mér er batnað og orkan komin aftur. Alveg satt. Annars er skólinn að byrja hjá Kristjáni í dag og fer það allt eftir því hvenær þú spyrð hvort hann sé spenntur yfir því eða ekki. Hann huggar sig við það að þetta verður síðasti veturinn sem hann er skyldugur til að fara í skóla.

Til hamingju annars með frænkurnar og við biðjum voðalega vel að heilsa Ólafi og Perlu.

Kram og kreist á ykkur öll.

Tína, 21.8.2008 kl. 06:09

3 identicon

glæsilegt hvað þú hefur átt góðan tíma á íslandi. Og til hamingju með silfrið.

Dabba (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband