Erfið vika.
25.5.2008 | 13:02
Sem betur fer er þessi vika búin en hún var einhvern veginn svo erfið. Í fyrsta lagi gerði ég ekki annað en að fá úr niðurstöðum úr öllum þessum blóðrannsóknum og veseni á mér undanfarið. Og eitthvað fannst athugavert þannig að ég er ekkert alveg búin í rannsóknum og dæmi, en hvað um það....maður getur þá verið rólegur eftir að það er búið að athuga mann alveg í gegn!! Ég allavegana finn ekki fyrir neinu núna og veit ekki hvaðan þessar skrítnu niðurstöður komu. Meira að segja sviminn sem setti svip sinn á líf mitt í byrjun þessa árs og lok síðasta er hættur að láta kræla á sér....Það er sko ekkert að mér...nema kannski spila of lítið Padel ahhahhaha.
Svo þurfti ég að ná í nafnskírteinin barnanna og LOKSINS er ég komin með þau í hendur. Vá mar það er sko engin smá léttir!! Nú erum við loksins orðin fjölskylda hér...og allt pappírsdæmi ætti að vera auðveldara en þetta var sko ekki auðvelt og mikið púl.
Við tókum okkur padelvöll á fimmtudaginn eftir að vera búin að vera í klst í tíma og spiluðum frá 21.30 til 23. Það var ógeð gaman, Inma og Vicente spiluðu saman meirihlutann og Martin og ég. Við unnum 7-5, 6-1 og 6-4 síðan skiptum við um meðspilara og ég og Vicente unnum 4-3, semsagt mikið reynt á sig en líka mikið hlegið. Skruppum svo heim til Inmu í smá bjór...hehhe var komin heim um kl 2.
Í gær vorum við svo á Padelmóti hér í úthverfi við hliðina á ....við komum í blaðinu í næstu viku þar sem Martin og ég urðum í öðru sæti og Inma og Manolo enduðu í 3. Fengum bikar og allt hahaha, æi þessi íþrótt er gjörsamlega búin að ná heljartökum á mér og ég bara get ekki hætt, mig vantar mikið upp á að vera einhver professional en að skemmta mér og hafa gaman það er bara varla önnur leið betri. Í gærkvöldi eftir afslöppun hittist svo hópurinn á kaffiteríu að spjalla, sötra bjór og fá okkur snarl....en var bara góð og kom snemma heim eða fyrir kl 1.
Höldum áfram að æfa padel á fullu og nú fer skólanum að ljúka hjá börnunum eða rétt mánuður, veiii. Þeim gengur rosa vel en eru að smitast af mömmu sinni og vilja fara að æfa padel..en sem komið er verður það tennis held ég...sjáum til.
Knús í klessu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ skvis gott hvað þú er ánægð og hress .Okku er farið að hlakka til að hitta krakkana í sumar og þig líka.HAFÐU ÞAÐ GOTT KNÚS FRÁ SVÖLUÁS.........
kata má (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 00:39
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 26.5.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.